14.10.07

Sígur í...

Ég fer að halda að ég sé með sálrænan grindverk. Um daginn frétti ég að ég væri að verða komn 6 mánuði á leið. Og eins og við manninn mælt, í dag er ég óttalega eitthvað léleg í grindinni. Það er að segja, eiginlega bara allri beinagrindinni. Ætla að gá hvort trixið virkar einu sinni enn. Hingað til þegar ég hef fengið svona grindverksdaga hefur dugað að fara í ræktina, lyfta soldið og teygja svo ærlega, og ekki verra ef er sund með rækilegu potti seinna um daginn. Svoleiðis dagur er einmitt á morgun.

Ef það dugar ekki þá er það annað hvort að hafa samband við sjúkraþjálfarann, eða prófa eitthvað af þeim fimmhundruð hollráðum sem ég frétti af í bumbusundinu um daginn. Þannig var nefnilega að einhvern tíma þurfti ég að svindla og fara í sundhópinn sem er á undan mínum, og þann dag var einmitt stöðvaþjálfun. Sem er einmitt svakalega sniðugt til að kjafta út í eitt á meðan þjálfarinn er að tala við hinar stöðvarnar. Og þá brá svo við að sambumbur mínar fóru að segja frá ýmsu sem þær hefðu prófað, eins og meðgöngunuddi í Lótus Jógasetri, einhverjum snilldar hnykklækni, höfuðbeina- og spjaldhryggs leiðréttara, allskonar nálastungum, heilun, og kvur veit kvað.

Það er allavega nóg af dóti sem maður gæti prófað, nenni maður, tími og hafi tíma. Sem gæti reyndar huxast að yrði ekki mikið fyrr en í desember. Allavega, vonum að soldið góðar teygjur og syndir dugi aðeins lengur.

Á morgun hefst verkefnavikan.

Og núna hefst Law & Order SVU. Sem ég á voða erfitt með að horfa á ef eitthvað ljótt og vont kemur fyrir börn. Á hinn bóginn veit ég er sjaldnast neitt verið að velta sér uppúr persónulegum aðstæðum lögreglufólksins. Sem er mikill plús. (Vegna hins gagnstæða get ég einmitt aldrei horft á þætti eins og Judging Amy.)

Engin ummæli: