Þetta er nú meira ruglið. Tími á laugardegi. Mæting klukkan 10. Ekki bara það, Margt smátt laugardegi. Þetta er greinilega ekki Alheiminum þóknanlegt. Fyrst var stofan sem við áttum að vera í læst, þannig að við biðum og biðum á meðan kennarinn eipaðist um alla byggingu að leita að húsverði. Og svo virkar ekki skjávarpsgræjan. Og núna er klukkan að verða hálfellefu og kennarinn er í símanum að reyna að ná í einhvern.
Ég held sé kominn tími til að slá dæmið af.
Ég er þaraðauki mjög stressuð inni í mér. Eló mágkona er að koma til að leika á Mörgu smáu og Hugga Syss er að koma um hádegið og passa Freigátuna á meðan afgangurinn af fjölskyldunni leikur á Mörgu smáu. Og ég er einhvern veginn alveg viss um að skipulagið á þessu fer allt í klósettið ef ég er ekki á staðnum að stjórna. Ég meina, allir þurfa að borða eitthvað og vera í fötum! Gaaa!
Nei, djók. Ég ætti auðvitað að vera alveg sultufegin að vera einmitt ekki heima á meðan allt þetta gengur á. Sitja bara og tjilla í skólanum og hlusta á fyrirlestur og vera svo í einhverju hópastarfi um fræðitextana sem við eigum reyndar ekki öll að þýða... allavega, misgáfulegt, en örugglega rólegra en hasarinn heima.
---
Svo eyddist fyrsti dagurinn í manna minnum sem ekki var rigning í Árnagarði, hinum eystri. Við Duggan urðum reyndar þeirrar ánægju aðnjótandi að hjóla báðar leiðir í sólinni (og garranum).
Í Árnagarði hinum vestari var síðan ofurfrænkan búin að vera að passam og þrífa í kaupbæti. Ennn hvað ég þarf að gefa Huggu syss/móðu oftar lausan tauminn á heimilinu. Reyndar fær hún Rannsóknarskipið lánað á morgun, í staðinn, í flutninga. Hún er að flytja í vesturbæinn. Í Kópavogi. Í Kársnesið, nánar tiltekið. (Það var nefnilega þegar þeir fréttu að hún væri á leið á svæðið, með allan sinn blóðþrýsting, að hætt var við stórskipahöfnina og allt það.)
Og nú er líklegast farið að síga á seinni hlutann á Marga smáa leikaraskapnum í Borgarleikhúsinu. Við Freigáta erum reyndar að hafa það svo náðugt hérna í hreinu íbúðinni að við kærum okkur mest kollóttar. Syngjum bara Afi minn og amma mín, og Allir krakkar, og hömumst við að rusla til aftur.
6.10.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli