3.10.07

Skrópí

Það hlaut að enda með því að Móðurskipið yrði kyrrsett einn skóladag. Freigátan má ekki fara á leikskólann með augnsýkingu.
En ég er alveg farin að sjá ljósið varðandi tíma talglæranna og er ekki að fá taugaáfall. Enda verða afinn og amman að austan, sem komu frá útlöndum í nótt og fara austur seinnipartinn, örugglega bara svaka glöð að geta aðeins séð framan í okkur. Og grindkvalda móðurskipið er líka svolítið þreytt í dag og eiginlega bara alveg til í að vera heima og ná kannski í rassinn á heimalærdómnum í staðinn. Verst að Freigátan var orðin svo ógurlega kát á leikskólanum, en það aflagast vonandi ekkert þó hún verði heima í einn eða tvo daga.

Bezt að skipta á kúkableyju og halda svo áfram leitinni að ad hoc inu.

2 ummæli:

Hugrún sagði...

leiðréttist,
pabbi og mamma koma til landsins í kvöld og fara austur á morgun, fimmtudag.

Sigga Lára sagði...

Neibb, þú bullar. Þau voru hér og eru farin til þín.
Hí á þig.