20.11.07

Ef það skyldi skemmta einhverjum

finnst mér rétt að skýra frá því að NjarðarSkjöldurinn var afhentur í Iðnó klukkan hálfníu í morgun.
Einmitt þá sátum við Freigátan og lásum Fasteignablaðið.
Hún vill fá hús með rólum fyrir utan.

Svo tjáir hún manni reglulega að hún vilji fisk, þessa dagana, en það er vegna þess að hún varð fyrir bókmenntalegum áhrifum á degi íslenskrar tungu. Ef íslenskir höfundar eru að reyna að selja barnabækur; það borgar sig greinilega að fara og vera með upplestur í leikskólum. Jafnvel á kríladeildinni. Freigátan hefur síðan setið með bókatíðindin og potað í myndina af bókinni "Ég vil fisk" auk þess að hafa titilinn yfir hátt og í hljóði oft á dag. Við ætlum nú samt að reyna að láta það bíða til jóla að hún eignist þetta ágæta skáldverk.

Þá er að athuga hvað Ofurlítil Duggan vill í dag.
Er á leiðinni í mæðraskoðun.

Engin ummæli: