22.11.07

Ekki nóg með

að hinir bráðskemmtilegu skólamiðvikudagar séu orðnir þungir í togi, þeir eru farnir að hafa hin mestu eftirköst. Er alveg eins og öjmingi í dag og nenni engu. Byrjaði á að fara á Bandalagið og trufla fólk í vinnunni og drekka frá því kaffi. Kom heim og leysti úr einhverju af aðgerðalista daxins, en þurfti svo að leggja mig. Og svaf eins og grjóthnullungur í tvo tíma. Og borðaði svo allt sem til var.

Komin aftur að tölvunni, en gæti alveg bara auðveldlega farið aftur að sofa. Ætla nú samt að reyna að gera eitthvað á meðan ég píska Smábát áfram í píanóæfingunni þangað til hann fer í tónfræðitíma, og þangað til ég sæki Freigátuna. En ljóst er að ýmislegt verður eftir af aðgerðalista daxins.

Ætla síðan að sækja Freigátuna snemma (þarf reyndar að versla fyrst, af því að ég borðaði allt) og svo ætlum við mæðgur að hafa það þvílíkt náðugt seinnipartinn. Hún er búin að vera með mikið mömmukast og setur upp eitthvað á bilinu stóra skeifu til hágrenjs þessa dagana þegar ég skil hana eftir á leikskólanum. En svo er víst allt í himnalagi með hana þegar ég er búin að hypja mig úr auxýn. Nema hvað hún er víst óttalega léleg að borða. Hvaðan sem hún hefur það nú...
Hún fær allavega góðan mömmutíma í dag áður en kemur að því að pína í hana kvöldmatinn.

Og rétt að vekja athygli á því að Rannsóknarskip hefur allt í einu tekið upp á því að blogga á hverjum degi, marga daga í röð!

Engin ummæli: