19.11.07

Meik or breik

Í dag er undirbúningsdagur fyrir einn af þessum Afar Mikilvægu Dögum sem allt virðist hrúgast á. Á morgun er nefnilega einn svoleiðis.

- Um morguninn er mæðraskoðun. Undirbúningur fyrir hana er reyndar minniháttar, þarf bara að finna blaðið sem ég fékk í sónarnum fyrir margt löngu... en hef óljósan grun um hvar það er.

- Eftir hádegi verður gerð önnur tilraun til upptöku útvarpsþáttarins sem klúðraðist svo eftirminnilega í þarsíðustu viku. Ég er búin að laga handritið að öllum reglum kúnstarinnar og koma öllum upptökum yfir á form sem allar græjur í útvarpshúsinu eiga að skilja. Á reyndar eftir að skella öllu saman á pugg, en það ætti að vera létt verk. Svo er bara að vona að tæknin stríði okkur ekki neitt. Á líka eftir að prenta út í þríriti.

- Svo er að æða beinustu leið þaðan í þýðingafræðitíma þar sem ég þarf að halda fyrirlestur upp úr grein um skjátexta. Ég er nokkurn veginn búin að skrifa hann og gera slatta af kraftbendilsglærum máli mínu til útskýringar. Á bara erftir að reyna að vinna soldið í þessu, setja sjóið á nemendasvæðið mitt (þá get ég náð í það beint í tölvuna með skjávarpanum í dýflissu XI. Tæknin.) og svo nottla prenta út og svona.

Eftir þennan þýðingamikla dag sem hefur úrslitaáhrif í helmingnum af náminu mínu, get ég síðan haldið upp á að hann sé búinn með því að láta fara vel um mig og horfa á.... 
EKKERT Í SJÓNVARPINU.

Auðvitað þarf þetta að vera fokkíng þriðjudagur.

Engin ummæli: