Barðist með Freigátuna labbandi í leikskólann í slagviðri.
Þegar þangað var komið var hún með hor um allt andlit og hóstandi eins og berklasjúklingur.
Frunsan hefur breitt úr sér og nær nú niður á höku.
Og slæmar fréttir berast víða úr kjötheimum enn eru skörð fyrir skjöldum.
Við Dugga ætlum að fara aftur að sofa og gá hvort þessi dagur vill ekki bara byrja aftur.
Ef hann gerir það ekki verður allt illt tekið út á Baudelaire og Bókhlöðunni um hádegi og Blóm illskunnar fá fyrir ferðina.
6.11.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli