6.11.07

Pyntingaklefi XI

Þegar ég var í hinum námunum mínum var stofa 11 í aðalbyggingunni "barn síns tíma." Sinn tími hefur líklega verið einhvertíma í kringum byggingu byggingarinnar. Vondir stólar, allt of há og mjó borð, allt geirneglt niður og lítur út eins leikhús á tímum Grikklands til forna. Ég hef aldrei sloppið heila önn við stofu 11 síðan einhvern tíma snemma í BA-inu.

Þess vegna varð ég mjög kát þegar ég sá á stundatöflunni í haust að stofa 11 var hvergi sjáanleg. Þangað til ég komst að því hvar stofa 220 í aðalbyggingunni var. Það var búið að skipta um númer á stofunni.
Það var ekki búið að skipta út helv... pyndingarbekkjunum. Og þar er ég semsagt búin að vera að sitja hagnýta rannsóknarnámskeiðið mitt. Og núna er líka búið að færa þýðingafræðina þangað.
Semsagt, 50% af öllum tímum í effing stofu 11.
Og grindverkur gefur þessu alveg nýjar víddir.

Ef eitthvað af því sem ég ætla að taka eftir áramót á að vera í þessari stofuafmán skipti ég um.

Ég tók hins vegar eftir því um daginn að það er búið að skipta um stóla í stofu 9. Þar voru alltaf ferlega þægilegir hægindastólar. Svona grænir. Það er einmitt mitt stærsta akademíska afrek að hafa komist í gegnum námskeið í Paradísarmissi Miltons (huxanlega leiðinlegasta bókmenntaverk sem skrifað hefur verið) sem var kennt í stofu 9 klukkan 8 á þriðjudagsmorgnum. Segir sína sögu um hvað Guðni Elísson er mikill kraftaverkakennari að hann gat haldið mér nógu mikið vakandi í tímum til að ég fékk 8. En þarna gátu þeir skipt um stóla.

Að lokum, smá um þýðingafræði:

Mér er alveg sama þó það séu öngvir kynvillingar lengur í Biflíunni.

En mér er líka sama hvað hver segir.
Uppá stól stendur mín kanna!
Og hananú.

3 ummæli:

Elísabet Katrín sagði...

Gæti ekki verið meira sammála þér, með stólinn og könnuna altso ;) bið að heilsa heilsulausa liðinu ;) Bara dæla OMEGA 3-6-9 í liðið (fæst í heilsuhúsinu) og allir verða kátir :)

Berglind Rós sagði...

Mín kanna er sko þar líka og verður ekki tekin niður.

Ásta sagði...

Stofa 11 var pyntingaklefi af verstu (bestu) gerð fyrir fullfríska 20 ára búka. Mig hryllir við tilhugsunina um hvað hún kann að gera grindargliðnuðum 30 ára búkum.

Og vei þeim sem reynir að setja könnuna nokkurs staðar annars staðar en upp á stól.