Á síðustu óléttu mjakaðist ég eitthvað yfir 80 kílóin á lokasprettinum. Og fannst ég vera hvalur. Núna nálgast ég þá þyngd óðfluga, á 7. mánuði, en finnst ég samt alltaf jafn hoj og slank og gordjuss. Í síðustu óléttu var ég á þessu stigi málsins farin að þurfa að leggja mig alveg fullt á daginn og orðin voða þreytt og sybbin alltaf. Núna púlla ég vikuveikindi hjá Freigátunni með tilheyrandi nætursvefnleysi án þess að, ja, depla auga? Síðast var ekki meira en svo að ég réði við hálfa vinnu, og ekki nema rétt fram á 8. mánuð, en núna er ég að púlla 20 einingar af mastersnámi og hef huxað mér að fá ekkert smá geðveikislega góðar einkunnir. Síðast var ég öll neikvæð og ætlaði ekki að gera allskyns og verða allskonar tegundir af manneskju. Núna er ég bara svakalega jákvæð og vil bara vera allar tegundir sem mér dettur í hug að vera þann daginn.
Hvað er eiginlega í gangi?
Ég fer að halda að ég hafi ekki verið svona léleg í síðustu meðgöngu af því að ég væri orðin of gömul til að byrja áessu.
Kannski var ég bara of ung.
Svo á ég allt í einu næstum 5 manna fjölskyldu. Það er ekki lengi að gerast. Og er klikkað gaman. Þrátt fyrir hor.
Kannski jákvæði hugarfarssöngurinn sé farinn að hafa áhrif...
9.11.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ertu ekki bara tilfallandi svona miklu hraustari núna?
Hmm,
BerglindSteins
Þú gleymir að segja okkur hvað þú ert þung núna?
Það er svolítið misjafnt eftir vigtum, en ég held það sé einhversstaðar í kringum 76-77. Ég er alveg að ná Árna!
Skrifa ummæli