7.11.07

Vott els is njú?


Freigátan er komin með hita. Við Rannsóknarskip skiptumst á um að skrópa í dag til að vera hjá henni. Hún er voða slöpp, litla skinnið. Með hor og hósta. Samt horfir hún á mann bænaraugum og segir: Mamma mín, út? Róló? Voða leiðinlegt að þurfa alltaf að vera að póna litla útipúkann til að vera inni. Meðfylgjandi mynd er af Gyðu og Völu vinkonu á róló með pöbbum sínum. Eins og sjá má er mikið fjör. Aðallega hjá Magga. Svo set ég líka hér mynd af Freigátunni í streptókokkunum, að leggja sig á ganginum. Og nýju hillunum, (það er reyndar erfitt að ná almennilegri mynd af þeim...

Og í viðbótarverkefni í Hagnýta rannsóknarverkefninu... tók ég að mér að vinna með kaflana úr Kóraninum sem á að vera í þessari fínu sýnisbók um bókmenntasögu sem við erum að vinna.
(Eða sat uppi með... kennir mér að það borgar sig ekki alltaf að sitja aftast.)
Svitn. Um margt veit ég fátt. En um fátt færra en hið Múslimska trúarrit.

Trúlega verðum við Freigátan aftur heimasætar á morgun. Svo líklega verður lítið um bókhlöðuferð. É'v'tekki hvar þetta endar... Líklegast með einhverju læri um helgina.

En eru ekki hillurnar fagrar? Mér liggur enn við yfirliði af hamingju í hvert sinn er ég lít þær, og aðrar skipulagsbreytingar sem Rannsóknarskip framdi í vetrarfríinu sínu. Ætti maður kannski að taka til á skrifstofunni á meðan litli sjúklingurinn sefur? Eða ætti maður að leggja sig?
Samviskuval...

1 ummæli:

Elísabet Katrín sagði...

Geeeeeeggggggjað flottar hillur :)