Ég er búin að vera að læra. Og ætti alveg vissulega að halda því áfram fram að jógi. En það eru tveir óvenjudjúsí pistlar í hausnum á mér. Svo ég er að huxa um að reyna að koma út úr mér þeim sem ég hef grun um að verði styttri.
Hann skrifa ég í dag, í tilefni þess að nú heyrðist mér í útvarpinu að það væri að hefjast eitthvað 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Reyndar ku átak ársins í ár vera tileinkað mansali, en mig langar að fjalla um allt annað sem ég er alltaf að heyra umræðu um. Það eru "útlendinganauðganir."
Nú hafa þeir útlendingar sem tekið hafa upp á þeim ósóma undanfarið gefið útlendingafordómunum byr undir báða vængi. Og jafnvel er talað um að setja alla karlkyns innflytjendur á námskeið þar sem þeim er kennt að konur séu ekki búfé. Ég held nú samt að þessir menn séu, eins og í öðrum samfélögum, undantekningar frá reglunni. Eins og mennirnir sem lemja konurnar sínar. Gallinn er bara sá við ofbeldismenn og nauðgara að hver þeirra er líklegur til að ofbelda heilan haug af konum. Og reyndar öðru fólki líka. Helst minnimáttar, samt. Sem stækkar vandamálið út yfir þann fjölda manna sem eiga heiðurinn af að valda því.
Og ég kallaði þetta Útlendinganauðganir. Mér finnst málið nefnilega eiga aðra og náskylda hlið hér á landi. Það eru mennirnir sem eiga útlendu konurnar og fara illa með þær. Vandamál sem er vel þekkt. Og hefur haft alvarlegustu afleiðingar. En mig grunar að við vitum ekki um nema ponkulítð brot af.
Mér finnst lykilspurningin vera þessi; hvað er það sem segir ofbeldismönnum að þeir þurfi jafnvel minni virðingu að bera fyrir konum að erlendum uppruna heldur en löndum sínum? Mér finnst það vera nokkuð sem mætti halda námskeið í, while we are at it, Konur af öðru þjóðerni en þú ert sjálfur eru ekki búfé, og þörf á að boða íslenska ofbeldismenn á slík, ekki síður en þá útlensku.
Annars þarf bara að fara að taka á vandamálinu "Þeir sem níðast á minnimáttar" í heild sinni. Það tekur yfir ansi mörg vandamál. Og ekki bara karlkyns ofbeldismenn.
Það er nefnilega annarskonar kynbundið ofbeldi sem mig grunar að sé algengara en nokkurn grunar. Og það er andlegt ofbeldi sem konur gerast ekkert síður sekar um, á hendur maka sinna. Það er lúmskara og getur gert engu minni skaða. Og er mjög alvarlegt mál þar sem ég held að fæstir sem beita slíku geri sér einu sinni grein fyrir því.
Kannski þarf bara eitt námskeið, eða jafnvel eina setningu, sem allir ættu að kappkosta að fara eftir:
Maður á að vera góður við manninn/konuna sína.
Já, og bara fólk almennt.
Og svo er bannað að vera með vesen.
Þetta var styttri langhundurinn sem er að brjótast um í hausnum á mér.
Hinn er mikkklu lengri og flóknari og um allt annað.
Svo bíðiði bara!
26.11.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Já það er blastað um allt með þessa útlendinga sem hafa verið að nauðga undanfarið en hvað með þessa ÍSLENSKU?? Ekki er það básúnað út eins og þetta! Urr bara... getur gert mig svo sótilla þar sem manneskja nákomin mér varð fyrir árás ÍSLENDINGS núna í október... það er gersamlega brjálað að gera hjá kynferðisafbrotadeild lögreglunnar og "útlendingsnauðganirnar" eru bara brotabrot af þessum málum! ARGHHH bara!!! >:/
Amm. Það vill gleymast að meirihluti nauðgana á Íslandi er framinn af Íslendingum. En umræðan er stundum eins og menn vilji segja: Við viljum sjálfir sjá um okkar nauðganir!
Fyrir náttúrulega utan það að hundrað og ellefta meðferð á dýrum er svosem heldur ekkert í lagi.
Ég er ansi hrædd um að það þurfi meira en námskeið til að innleiða það viðhorf að fólk eigi bara að vera almennilegt. Kannski frekar spurning um uppeldisstöðvar fjarri mannabyggðum. Þriggja ára stíft prógramm og viðurkenningarskjal upp á almenna samskiptahæfni til að byrja með.
Skrifa ummæli