Spurning hvort hreiðurgerðarstigið er að gera vart við sig?
Rannsóknarskip vann ritræpukeppnina um hvort okkar fengi að fara á höfundafund. (Lokastaða var 1-0.) Á meðan hann var í burtu gat ég engan veginn hamið mig og tók heilmikið til. (Sem sást reyndar ekkert mikið.)
Svo kom Berglind í heimsókn með fjölskylduna, færandi hendi með bakkelsi og vöggu sem Ofurlítil Duggan fær lánaða. Það var leikið sér af innlifun og fullorðna fólkið gerði heiðarlega tilraun til að spjalla eitthvað saman líka.
Að heimsókn lokinni var Móðurskipið síður en svo dottið úr stuðinu og leikstýrði allri fjölskyldunni í áskiptingum á öllum rúmum heimilisins. Eitthvað var Freigátan nú stúrin yfir að fá ekki að máta litlu vögguna, en jafnaði sig fljótlega.
Núna eru Rannsóknarskip og Smábátur í sendiferð í Nóatún, og vonandi geta þeir fengið þar fyrirframeldaðan kjúkling. Á meðan er verið að reyna að leikstýra Freigátunni í einleiknum: Dótið af gólfinu týnt upp í dótakassann. Gengur misjafnlega.
Obbslega heimilislegur sunnudagur í dag.
Var reyndar að átta mig á því að í dag eru akkúrat 2 ár síðan Freigátan átti að fæðast...
Ji, hvað ég átti eftir að bíða lennnnngi...
13.1.08
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Takk kærlega fyrir okkur, ég vona að heimilið sé komið í samt lag :-)
Nei, það er það ekki. Það er ekki ennþá komið nærri jafnmikið drasl og er venjulega. ;-)
Skrifa ummæli