16.1.08

Ofurdagur

Var mun sprækari í dag og spriklaði yfir snjó og torfærur alla leið í skólann, jógað og sundið. Reyndar með ofurlítilli aðstoð frá Strætó. Og held ég sé bara alveg sæmileg eftir. Hélt reyndar að barnið myndi detta úr mér í einhverri glennuæfingunni í jóganu í dag, en það slapp til svo það lítur út fyrir að ég láti afmælisdaginn hennar Heiðu í friði áfram.

Það verður skemmtilegt í námskeiðinu um David Mamet sem ég byrjaði á í dag. Ekki leiðinlegra að hann verður kenndur í fjarkennslu svo upptökur af öllu því fróðlega sem Regalinn segir í tímum verða aðgengilegar á kennsluvefnum mínum. Svo maður ætti að geta fylgst afbragðsvel með úr fjarskanum. Það lítur líka ágætlega út með að klára hina kúrsana án þess að mæta í tíma. Þá er bara að vona að Ofurlitla Duggan verði dugleg að sofa svo Móðurskipið geti lært og lært og lært.

Rannsóknarskip, Smábátur og Freigáta fóru út í búð. Með snjóþotu. Móðurskipið fékk heimaverkefni á meðan. Á að elda pakkasúpu. Og hangir svo bara og bloggar og glápir á Dr. Phil.

Skammskamm.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ji, þú ert bara KASÓLÉTT!!
Var að lesa undanfarnrar færslur og það hefur styrkt mig í þeirri vissu að barneignum mínum er fullkomlega lokið.
Gangi þér vel með þetta allt.
Ylfingur

Sigga Lára sagði...

Enda er allt þegar þrennt er... sem þýðir þá reyndar líklega að ég ætti að eiga eina enn eftir...

Hmmm... sjáum nú alveg til með það...