18.1.08

sof

Svaf til hálftólf. Það er auðvitað stórmerkilegt að maður skuli ennþá geta sofið eins og skata, og eins lengi og aðstæður mögulega leyfa, á 9. mánuði óléttu. En það get ég, mjög hamingjusamlega. Og er á leið í bumbusund. Og fæ að vera á bílnum.

---

Fórum í parajógatíma í kvöld. Nú er Rannsóknarskip orðinn enn betri í að segja "Já, elskan" og þaraðauki búinn að fá gott námskeið í að nudda á mér lappirnar. Hugga móða og Freigátan skemmtu sér heima í boltaleik á meðan og hlustuðu á 16 ára afmælið á efri hæðinni. Núna er verið að henda því öllu út, og ég er að huxa um að fara í bað.

Ég pakkaði ekki niður í sjúkrahústöskuna í dag, eins og ég ætlaði, en ég keypti allavega oggulítil snuð. Sem gengur vonandi betur að láta Dugguna nota en Freigátuna.

Engin ummæli: