Var í morgun svo hræðilega illt víða í allri mér og var þaraðauki bíllaus og treysti mér ekki til að vaða snjóinn í strætó. Svo ég fór bara aftur að sofa. Eftir alveg svakalega innri baráttu samt, langaði hræðilega í skólann. Var reyndar ekki alveg búin að gera upp við mig hvorn tíman ég ætlaði í, á að vera á tveimur stöðum í einu á milli 10 og hálftólf á þriðjudögum. Svo ég ákvað að vera bara á þeim þriðja. Vona að með þessu móti verði ég nógu spræk til að komast í skólann, jógað og sundið á morgun.
Fer annars alveg að verða svartsýn á að ég verði aftur almennilega rólfær. Kannski er þetta bara spurning um að halda einhvern veginn út það sem eftir er. Sem er, einmitt í dag, aldrei meira en 6 vikur. Ætla nú samt að gá hvort sjúkraþjálfarinn getur ekki gert eitthvða fyrir mér og reyna kannski að fá mér nuddtíma.
Mig langar nefnilega svoooo til að geta mætt í skólann fram að fæðingu.
Annars er þvílík skipulagning í gangi. Á föstudaginn ætla ég að pakka í sjúkrahústöskuna. Þá eru akkúrat 37 vikur og betra að vera við öllu búinn. Á föstudaginn gerist ýmislegt fleira, Smábáturinn fer norður og við erum að fara á parakvöld í meðgöngujóganu á föstudaxkvöld sem gengur undir yfirskriftinni "Já elskan". Þar sem barnsfeður læra nudd og allskonar fæðingarhjálpartrix. Og að fram að fæðingu eða lengur skal öllum umkvörtunum hinnar verðandi móður ansað með yfirskriftinni.
Þar er Rannsóknarskip reyndar ljósárum á undan. Er auðvitað aldrei neitt annað en yndislegheitin og er búinn að hlaða á sig meira og minna öllum heimilisstörfum og umsjón barnanna, ofan á það að mennta unglinga allan daginn. Og svo stjanar hann við mig, segir "já elskan" í tíma og ótíma og er líka duglegur að koma mér út úr húsi, í leikhús og allskyns, þegar ég ætla að verða of löt til að hunskast á síðustu stundu. Sem er mjög mikilvægt. Maður hangir líklegast alveg nóg heima hjá sér í vor. Svo, eins og segir í laginu: Það er allt í lagi, ég á svo góðan mann...
Hins vegar gerðist það einhvern tíma á seinnihluta síðustu fæðingar að hann lofaði að verða alveg hrrroðalega alminilegur við mig í tvö ár. Og tók þetta algjörlega upp hjá sjálfum sér. Og nú er Freigátan að verða tveggja ára, þannig að samningurinn er líklega að renna út... sennilega vissara að kveinka sér eitthvað í næstu fæðingu líka, sem verður líklega nokkrum dögum síðar, svo maður eigi séns á að negla annan díl.
15.1.08
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli