Ég fékk að heyra leikritið sem ég á að skila á fimmtudaginn, í gær. Mæltist það sæmilega fyrir, samt ýmislegt eftir, og ekki vinn ég neitt í því í dag. Er samt að reyna að fá ekki mjög slæmt taugaáfall eða neitt. Ég þarf bara að þræla aðeins meira en venjulega á Rannsóknarskipinu heldur en venjulega.
Og eftir 1. maí get ég alfarið farið að einbeita mér að því að lesa gamla hugleixdóma, gömul viðtöl við hullara, ávörp formanna í leikskrám fyrr og nú, fundargerðir fyrri tíma og síðari og hnoða síðan allt saman í eitthvað ritgerðarkyns. Og þar sem ég er í stuði fyrir langar sögur þessa dagana, ætla ég bráðum að skrifa hérna söguna af því hvernig ég varð næstum innfæddur Hugleikari... en samt ekki.
2 ummæli:
Síðbúnar hamingjuóskir með nýlegan son til ykkar beggja. Það er svona þegar maður hefur of mikið að gera og hættur að hugleika, þá dettur maður úr öllum tengslum og veit ekki neitt í sinn haus lengur. Rakst á þetta fyrir tilviljun áðan. :)
Hann virðist nú býsna svipuð blanda og Freigátan.
Já, það er svona þegar menn fara út í rokkogrólið og heimsfrægðina, á gamals aldri. ;-)
Skrifa ummæli