Í þessari umferð er ég nefnilega bara að reyna að safna þessu saman, án þess að lesa það, mikið. En eftir því sem ég mjakast nær nútímanum fer að detta inn meira af verkum sem ég sjálf hef komið að, leikið í og jafnvel skrifað. Þá er nú orðið erfitt að stilla sig um að lesa og vera ýmist montin eða skammast sín.
Allavega, í dag og á morgun eru ritgerðadagar, svo koma nokkrir leikritunardagar. Enda þarf leikritið nú eiginlega að hafa forgang svona alveg í bili, það á að skila því langt á undan. Það á víst að fara í æfingar... eftir hálfan mánuð. Hmmm. Bára? Heyriru þetta? Fokk, maður. Jæja, á fimmtudaxkvöld fara næstu drög til allra viðkomenda. Og verð vonandi þá búin að semja allra fyrstu drögin að allra fyrstu söngtextum ævi minnar.
Annars er þetta alltsaman alveg bara drullugaman. Enda lítið mál þegar börnin eru svona þæg. Strákarnir mínir eru báðir heima núna, Hraðbáturinn sofandi og búinn að vera það í allan dag, og Smábáturinn að læra, eins og lítið (en samt hratt stækkandi) ljós. Bráðum kemur síðan Rannsóknarskipið með Freigátuna og ætlar að hleypa mér aðeins einni út að erinda. Það er nú ágætt. Hætt við að útivist verði eitthvað af skornum skammti á næstunni.
Svo kemur vorið á morgun. Það stendur í mogganum.
2 ummæli:
Já. Náði þessu, og ég segi það sama; Fokk maður. Þarf tónlistin nokkuð að vera alveg tilbúin þá?
Hvenær á að byrja að sýna þetta?
14. júní, samkvæmt nýjustu tölum. Nei, það er nú örugglega lengri gálgafrestur með tónlistina...
Skrifa ummæli