Í gær ákvað stórfjölskyldan nefnilega að í dag skyldi haldinn fimmtudagur. Það er nefnilega bara spáð einhverjum rigningarhroða hér, en von er á einhverri smáglætu á fimmtudaginn. Og þar sem ég hef huxað mér að vera byrjuð að vinna fyrir hádegi á fimmtudag, þá er ég mætt í kjallarann með uppbrettar ermar og þarf nú að lesa einhverjar greinar og hringja í mikinn fjölda manns... en þykir reyndar ekkert sérlega líklegt til árangurs eður bóngæsku að gera það fyrir hádegi á sunnudegi... svo ég læt mér nægja að undirbúa erindin og grafa upp símanúmer í dag.
Datt annars í þanka um enn eitt framtíðarskipulag í morgungjöfinni sem hafði í för með sér búsetu á Hallormsstað... Framtíðarskipulögin mín eru annars orðin svo mörg að ég þarf að fara að skrifa þau niður. Svo á Rannsóknarskip að velja. Og öll eru þau komin undir ýmsu í þróun mála á næstu árum. Engar skipulaxbreytingar eru fyrirhugaðar á allra næstunni.
Bezt að hummast til að fara að vinna.
3 ummæli:
Mig langar líka ótrúlega mikið til að búa á Hallormsstað. Alveg sjúk í það.
En ... en er nokkuð strætó á Hallormsstað? Þessi athugasemd er kannski pínulítið óskiljanleg öðrum en þér. Sem er bara ágætt. Finnst mér. Hmm?
BerglindSteins
Já, þar er sennilega heldur ekki ein einasta gangstétt, ef út í það er farið... En skógarstígar milli húsa.
Ég verð bara að vera hætt að nota barnavagninn þegar ég fer þangað. ;-)
Skrifa ummæli