19.9.08

Úldnari

Úldið hefur heldur ágerst eftir því sem líður á daginn. Þarf að lesa þrjá harmleiki í vikunni. Þar af er einn eftir vin minn hann Strindberg. Mig langar bara að lesa Tinna. Í mesta lagi.

Og á morgun gerist það. Yfirsýn skal náð og það sem er tilbúið að Glettningnum fer í umbrotsmanninn. Það sem vantar verður innheimt á næstu dögum. (Kannski samt ekki gengið mjög hart að konunni sem er að fara að gifta sig á morgun.) Allavega vona ég að eftir morgundaginn fari ég að sjá glytta í endahnútinn á öðru tölublaði þessa árgangs af Glettingi.

Og þá verður mér nú svo létt að ég er mest að huxa um að fara á Túpílakatónleika og fyllirí á Rósenberg.

Í kvöld ætla ég að panta að fá að svæfa bæði börnin. Og steinsofna yfir hvoru um sig. Rumska kannske með öðru til að sjá Ljótu hálfvitana flengja Hvergerðinga í Útsvari.

Engin ummæli: