Í tilefni þess að í dag ætlaði ég að reyna að koma öllu í umbrot. Og það er bara merkilega lítið eftir! (Samt soldið.) Tóxt í öllu falli að senda erindi í allar áttir, svo nú held ég að ég sé að verða búin að geta allt sem ég get. Svo er bara að taka eina spýtu í einu og henda í umbrotsmanninn, eftir því sem þær berast. Stíga og snúa.
Rannsóknarskip er búinn að vera einstaklega duglegur að halda barnaskaranum í skefjum í dag svo Móðurskipið geti setið við tölvuna, gruflað, símað og tölvupóstað. Og nú er hann með allan ungahópinn í Kringlunni.
Og kríurnar flippa.
En fyrir dugnaðinn fæ ég að bregða mér af bæ og ætla að gera mér ferð á Rósenberg hinn þriðja og sækja þar tónleika með Túpílökum. Þetta verður mín fyrsta heimsókn á þriðja Rósenberginn. Og ég ætla að passa mig vandlega að bindast þeim stað ekki of sterkum böndum. Enda ekki á stefnuskránni að fara að venja komur mínar á öldurhús. En sami pöbburinn skal sko hreint ekki fá að brenna frá mér í þriðja sinn.
Ekkisens ekki.
Og disk úr hvaða leikriti var ég að hlusta á við samningu þessarar færslu?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli