18.9.08

Kaf og pólitík

Freigátan stóð sig eins og hetja á sundnámskeiðinu í gær, þó hún fari nú ekkert í kaf, ennþá. Hraðbáturinn fór hins vegar á kaf í fyrsta sinn í dag. Ég dýfði honum einum átta sinnum, eftir öllum reglum kúnstarinnar, og honum fannst það bara eintómt stuð. Svo sullaði hann og buslaði á alla hina. Svo var kennarinn hún Sóley með myndavél og hann brosti sínu blíðasta myndavélabrosi í hvert sinn sem hún kom nærri. Myndir birtast hér, alveg um leið og þær koma á netið.

Undir kvöld vorum við síðan bara tvö frammi, ég að elda og sá stutti stóð í göngugrindinni alveg ofan í fréttunum á stöð tvö hvar Davíð konungur predikaði um hvað allir væru nú vondir við vesalings krónuna. Skiptir engum togum að Hraðbátur rekur upp gælulegasta hjal sem ég hef nokkurn tíma heyrt frá honum. Greinilega mjög hrifinn af Davíði. Í hinum fréttunum var hins vegar Össur að messa, og þetta voru viðbrögðin:

Eitthvað virðist honum nú illa í ætt skotið, svona pólitískt. Drengnum.

1 ummæli:

Siggadis sagði...

Vá - endalaust mikið krútt... og spekingur :-)