14.9.08

Sunnudaxafköstin

Átti einstaklega árangursríkan dag. Fór t.a.m. yfir fullt af vídjókameruspólum sem er eftir að setja upptökurnar af inn á tölvuna. Og merkti þær með því sem var á þeim. Mikið djöfull svakalega var ég nú feit og þunglynd þegar við vorum í Frakklandi. Össöss. (Hefði sennilega þurft að vera aðeins lengur til að horast almennilega af franska þunglyndinu.)

En geðið er gott í dag. Held ég. Fór í Vesturbæjarlaugina með Freigátuna seinnipartinn, hjólandi, og náði vonandi að brenna einhverju af helgarsukkinu. Svo er Glettingurinn minn búinn að fá aðeins að kenna á því, og vonandi get ég klárað hann í vikunni. Allavega ef Freigátan skyldi nú fá að hefja hina langþráðu leixkólagöngu sína. Ef ekki ætlum við aftur í Laugardalinn. Ég er búin að finna græjur til að tjóðra Hraðbát niður í barnavagninn og kannski nennum við meira að segja í Húsdýragarðinn í næstu ferð. (Auk þess sem ég þarf að versla slatta við hið nýstaðsetta Bandalag.)

En mikið lifandi skelfing vona ég samt mikið að hún verði orðin leikskólastelpa fyrir vikulokin.

Engin ummæli: