En í gær var tekið á því. Úti að hoppa í polla frá því eldsnemma í morgun, svo í heimsókn á verðandi leikskólann í útivist fyrir hádegi. Allir lögðu sig í kór eftir hádegið og svo var þrusað aftur út á róló og mokað og skóflað fram að kvöldmat.
Í dag eru menn öllu rólegri. Enda haustlægð með roki og fárviðrisviðvörun og leiðindum úti. Smábátur fór í fyrsta píanó- og tónfræðitíma vetrarins. Og Rannsóknarskip og Freigáta ætla að hætta sér út í fárviðrið til að láta gera við dekkið á hjólinu hans, svo hann geti nú verið alveg fljótur eins og vindurinn (eða rokið) upp á Vatnsstíg.
Annars var ég að telja dagana í þessari viku og næstu. Þeir eru margir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli