5.10.08

Er að horfa á kreppuna

Hún er í sjónvarpinu. 
Sennilega endar með því að við verðum að éta marmarann af gólfinu í höfuðstöðvum Kaupþings. En fjölmiðlamenn mega víst alls ekki segja frá því.

Hann Egill er að hræra soldið vel í þeim í dag.

Issss. Það er nú örugglega margt hægt að gera verra heldur en að verða gjaldþrota.
Og núna er helvíti fínt að vera háseti á bát. Eða eiga Eve Online! Eiga góðan Evrureikning eða þýða fyrir erlend fyrirtæki. Og Siffa bró finnst örugglega gaman núna. Honum finnst skemmtilegast í öllu heiminum að tala um hagkerfið. Gósentíð í fréttunum fyrir hans smekk.

En mér finnst svindl að þeir sem máttu éta það sem úti fraus í "góðærinu," svo það kæmi ekki verðbólga, eru núna allt í einu "á sama báti" og ofurlaunafávitarnir sem silgdu öllu í strand (og eru væntanlega löngu búnir að koma sínum persónulegu eignum út landi) og verðum "öll að standa saman" til að grafa efnahagskerfið upp úr skítnum.

Mér finnst, sama hvað Pétur Blöndal segir, það eiga einmitt að finna sökudólgana núna. Hengja þá og flengja á opinberum vettvangi, taka af þeim peningana sem þeir eru búnir að græða á öllu saman, skipta algjörlega um forkólfa, ráðamenn, aðgerðir og aðferðir (þjóðnýta miklu meira og hætta að hafa sjónvarp á fimmtudögum) og athuga hvort tiltrú útlendinga á íslenska hagkerfið eykst ekki í kjölfarið. Það er nú báturinn sem mér finnst maklegt og réttvíst að sigla.

PS. Og tíu mínútum síðar kom Jónína Ben í Silfrinu og sagði nákvæmlega það sama. Hmmmm...

2 ummæli:

Elísabet Katrín sagði...

Jónína Ben er greinilega að lesa bloggið þitt ;)

Sigurvin sagði...

Hehe, jájá, það er gaman þegar eitthvað áhugavert er að gerast. Það liggur nú samt við að maður vilji loka eyrunum þegar maður heyrir hvað mikil vanþekking er í gangi um þessi mál hjá ráðamönnum.