7.10.08

Nýjustu tölur

Við Hraðbátur létum okkur kreppuna engu skipta og fórum í mælingar og sprautun í morgun. Hann reyndist vera orðinn 69 cm langur og 8,73 kg að þyngd. Svo fékk hann sprautu í rassinn, varð brjálaður og fékk svo að fara heim til sín að sofa. En Móðurskipið fékk að fara sem einstaklingur í mömmujóga. Það var ynnnndislegt.

Hraðbátur virðist nú eitthvað vera að gera sér grein fyrir að harðnað hafi á dalnum. Allavega stóð hann upp áðan, í fyrsta skipti utan vagns, til þess að reyna að ná abt mjólkinni sem systir hans var að borða. En þetta þurfum við víst að gera. Standa upp af rassgötunum og reyna að bjarga okkur.

Svo hef ég verið að hugsa málið. Núna eiga þeir best sem eiga eignir sínar skuldlausar, treysta ekki bönkum og geyma allt sitt undir koddanum.

Nú held ég við ættum að hætta að gera grín að Jóni á Kelduhólum...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehe ég veit líka um gamlan mann sem að treysti ekki bönkunum betur en svo að þegar bókin með öllum péningunum hans var laus í nokkra daga tvisvar á ári þá trítlaði hann í gamla Búnaðarbankann náði í aurana og svo heim með þá og taldi til að vera viss um að þeir væru þarna og fór svo með þá aftur daginn aftur og setti inn á bókina!!!!
Bestu kveðjur Sesselja