10.10.08

Til hamingju með daginn!

Í dag er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Í dag erum við Rannsóknarskip líka búin að vera par í 4 ár. En hann er einmitt það geðheilbrigðasta sem ég hef gert. Í tilefni dagsins ætla ég að reyna að sýna óvenjumikið geðheilbrigði í dag. Enda eins gott að halda á spöðum og vera með á nótum í dag.

Nonni mágur er hjá okkur, en hann er að flytja til Liverpool í dag. (Vonum bara að hann sé nógu Danalegur til að Tjallarnir taki sæmilega á móti honum.) Seinnipartinn ætlar Ingamma líka að ræna Smábátnum og hann ætlar að skemmta henni um helgina. Í staðinn fáum við ömmu á Egilsstöðum til okkar. Sem er eins gott þar sem Móðurskipið er að fara á fund í kvöld, námskeið á morgun og annað hinn daginn.

Svo það er bara tjúllað að gera hjá okkur.

2 ummæli:

Hugrún sagði...

Nú er mamma á leið í bæinn. Ég er passlega að fara í sumarbústað með Mæju í dag og kem aftur á sunnudag. Hvað verður konan lengi?
Hægt að ná í mig í gsm síma um helgina.

Siggadis sagði...

Til hamingju með fjögur árin :-)