11.10.07

Ekki margt um málið að segja...

Fráfarandi og aðkomandi borgarstjórar eiga það sameiginlegt að mér er jafn hjartanlega sama um þá. Ég er bara fegin að Stefán Jón er einhvers staðar í Affríku, þá fær fullorðið fólk kannski samt að vera áfram í tónlistarskólum. En mér fannst nú pínu ljótt af þeim að láta gamla meirihlutann mæta á fund í Höfða og láta hann frétta af málinu þar, í fjölmiðlaherkví. Mér hefði nú þótt flottara af þeim að slíta fyrst gamla meirihlutasamstarfinu áður en maður stofnar nýtt.

Ég veit ekkert um Orkuveitumálin. Samt meira en fráfarandi borgarstjóri. Ég hef allavega oft séð þennan Lista.

Og það er alveg sama hvað Bjarni Ármannsson er mikið gleraugnalaus og í peysu. Mér finnst hann samt alltaf vera með gleraugu og bindi.

Engin ummæli: