9.10.07

Tími

Ég er frekar geðvond. Nú hafa fávitarnir tekið yfir.

---

Ef maður veit ekki neitt sérstakt, og ætlar ekki einu sinni að vera fyndinn, þá á maður bara að þegja í tímum.
Einu sinni fannst mér allir sem töluðu í tímum ógurlega gáfulegir.
Núna skil ég hvað allir eru að segja og finnst það ekki neitt merkilegt.

---

En ég þegi nú yfirleitt jafnfast, eftir sem áður.

---

Menn eru með óvenjumikla munnræpu. Kennarinn kemst varla að. Og hún er of kurteis til að segja öllum að þeir séu kjánar og tali vitleysu. Þvert á móti hlustar hún ógurlega kurteisilega og reynir eins og hún getur að fá vit í vitleysuna og að reyna að samþykkja allt sem allir segja, þó flestir séu úti í móa. Og rugla saman hugtökum úr alltöðrum greinum.

---

Úff. Og svo er sumt fólk með ógurlega leiðinlegan talanda og ferlega tilhneigingu til að tjá sig í löööööhöööööngu máli.

Og þetta er svo undarlegt. Fólk er ekki beint að spyrja. Það er heldur ekki að leggja neitt nýtt til málanna. (Nema það sé þá einhver arfavítlaus misskilningur.) Annars eru menn bara að endurtaka það sem kennarinn er búinn að segja með mismunandi dæmum og myndmáli.

Ég þoli ekki bókmenntafræðinga.

---

Þessi tími verður aldrei búinn.

Ég er ponku fegin að það er verkefnavika í næstu viku og allir eiga að vera heima hjá sér að vinna. Og þegja.

---

Greit. Og nú fer tíminn framyfir til helvítis. Bara útaf pakkinu með munnræpuna.
Ég er með heimþrá. Og er kalt. Og örugglega farið að rigna.

Og allir halda örugglega að ég sé svakalega dugleg að glósa allt sem þeir segja af því að ég pikka svo mikið.
Hih.

---

Loxins og hale-fokkíng-lúja!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sé þetta allt fyrir mér og hef kannski upplifað það sama. Þá var kennarinn reyndar hann en ekki hún, en leyfði samt endalausa þvælu, m.a. um hvernig Silvía Nótt var þýdd sem hugmynd. Þá var það hin vel gerða ég sem sagði sisona: Var ekki meiningin að fara yfir 2. kafla í tímanum?

Berglind

Elísabet Katrín sagði...

Algerlega sammála, virðist vera að ganga í háskólum! Mér finnst þeir sem tala mest og nánast alltaf....annaðhvort bulla eða þvæla málið út í einhverja óskiljanlega vitleysu. Finnst bara að allir ættu að þegja og hlusta á kennarann. Og margir sem spyrja, spyrja í óendanlega löngu máli...púff!

Nafnlaus sagði...

Thetta er omurlegt, en thvi midur er alltaf til folk sem elskar ad heyra sjalft sig tala, og tha skiptir engu mali hvad thad segir.
Eg hef tekid upp a thvi ad ganga ut ur timum thegar thetta gerist, nenni ekki ad sitja undir thessu.

Hugrún sagði...

Þetta var líka svona í sálfræðinni. Alltaf einhverjir bjánar að spyrja. Meira áberandi var þetta þó þegar maður var í sameiginlegum fögum með stelpunum í uppeldisfræðinni. Þær sögðu REYNSLUSÖGUR af börnum sínum og hvenær þau hefðu náð ákveðnum þroskastigum. Fávitar!

Ásta sagði...

Ég upplifði óttalegt deja vu við þessa færslu - í alla staða - kannaðist sérstaklega við sessunautinn sem var að fara yfirum af leiðindum og skrifaði litla punkta í glósubókina um það hversu mikið var af hálfvitum á svæðinu. Og skreytti gleraugun sín reglustikum ;)

Sigga Lára sagði...

Hih. Já, það var nú sniðugt trikk...
Bjargaði miklu í BAinu

Sigga Lára sagði...

Hvað sem ég var nú að gera með reglustriku í bókmenntafræðitímum...