11.10.07

Svooo sybbin

Mig dreymdi Joss Whedon í nótt. Ég sem hélt ég væri vaxin upp úr honum. Reyndar dreymdi mig hann í því samhengi að mig dreymdi að konan hans hringdi í mig og bað eða bauð mér að fara með fjölskylduna og passa hús sem þau ættu á einhverju skíðasvæði í Kanada yfir rúmlega helgi... Þessi draumur gæti reyndar einmitt staðfest að ég væri vaxin upp úr Whedon. Meiraðsegja meistari Buffysins er kominn í eitthvað fjölskyldusamhengi.

Það er komið að því. Síðustu "eðlilegu" gallabuxurnar eru farnar að þrengjast um bumbuna á mér. Bráðum þarf ég að leggja þeim ef ég vil ekki að Ofurlítil Duggan verði krypplingur. Annars er ég búin að vera dugleg að fitna ekkert mikið annars staðar en á bumbunni. Áðan gerði ég meira að segja smá morgunleikfimi á Rás 1 á meðan ég var að keyra. Treysti mér reyndar ekki til að reyna að gera hnébeygjur, en ég gat spennt rassvöðvana. Einhvern morguninn var ég að huxa um að fara í morgunleikfimi hérna heima. En nennti ekki að standa upp til að draga fyrir. Svo málið dó.

Ég er ekkert farin að gera af því sem ég ætlaði að gera í dag. Ennþá óskaplega eitthvað þreytt og úldin eftir gærdaginn. Samt er ekkert mikið sem ég var búin að ákveða að gera í dag. Bezt að gera allavega tilraun til að hamra saman einhverja tilraun að handriti að útvarpsþætti. Og reyna líka að nenna að senda mönnunum sem ég ætla að viðtala tölvupóst.

Einn tveir og Nenn.

Engin ummæli: