8.10.07

Um þetta leyti árs

finnst mér ógurlega skemmtilegt að lesa bloggið mitt nákvæmlega þrjú ár aftur í tímann. Undarlegt að huxa til þess að það eru bara þrjú ár síðan við Rannsóknarskip fórum að gjóa svo mikið sem hornauga til hvors annars.
Og, zzzúmmmm, eins og við manninn mælt, allt í einu er ég alveg bandgift og ráðsett, með næstum fimm manna fjölskyldu og godnósvott.
Skemmtilegt að geta sagt skuldbindingafælum heimsins frá því að allt þetta er hægt að gera algjörlega án þess að missa niðrum sig persónuleikann, hætta neinu áhugamáli, ekki einusinni að safna fánýtum námum eða skrifa að meðaltali eitt leikrit á ári.

Og að vera giftur ynnnndislegum manni er nottla ekkert annað en ynnnndislegt.
Og hvað sem hvaða sérfræðingar í sambandaráðgjöf segja. Það er ekki Vinna. Það er Frí.

Engin ummæli: