13.10.07

Auðvitað

var það Jókó sem klauf meirihlutann í borginni. Eins og Bítlana. Endalaus ófriður í kringum þessa kellingu alltaf hreint.
Ragnar Reykás er snillingur.

Fórum í ferðalag til Kópavox í dag. Heimsóttum Huggu syss í nýja húsið sitt í vesturbænum þar, gáfum henni köku (aðallega ég), settum upp fyrir hana ljós (aðallega Rannsóknarskip) og rusluðum heilmikið til hjá henni (aðallega Freigátan). Í heimleiðinni rúntuðum við svo aðeins um vesturbæ Kópavox og mér tóxt að finna aftur húsið sem við Bára syss leigðum einu sinni í. Þetta er nú flott hverfi. Ég er ógurlega svag fyrir vesturbæjum.

Annars erum við búin að tjilla voðalega í dag. Ég er að lesa minn fyrsta Arnald, og á bara erfitt með að draga nefið uppúr honum nokkra stund. Ég er annars ógurlega kreðsin á reifara. Gafst fyrir skemmstu upp á fyrstu blaðsíðu Möltufálkans, þar sem hún fór mest í að lýsa útliti þeirra sem við sögu komu, í smáatriðum. Í bókinni hans Arnalds (Arnaldar?) hef ég ekki hugmynd um hvernig neinn lítur út. Upplýsingum um einkalíf Rannsakenda Málsins er líka haldið í algjöru lágmarki. (Fátt fer meira í pirrurnar á mér heldur en þegar löggurnar í húdönnitt fara allt í einu að klína einkalífi sínu, tala nú ekki um ef löggurnar eru kallar í efri miðaldra og í einkalífinu er kynlíf, inn í þættina, sem mér finnst að eigi bara að snúast um að finna glæpóninn og velta sér upp úr æ skuggalegra einkalífi fórnarlambsins og/eða glæpónsins. Þetta var löng setning og sennilega þarf smá rannsóknarvinnu til að komast að því um hvað hún var.
Allavega. Inntakið er, ég er að lesa skemmtilega bók.

Og nú er Freigátan sofnuð. Hið vikulega laugardax-ekkert í sjónvarpinu. Rakið að halda áfram með hana.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nákvæmlega! Hef lengi verið orðin talsvert þreytt á leiðigjörnum lýsingum á "dýpri" sálarinnviðum léttalkóhóliseraðra og tengslaheftra lögregluspæjara þegar þær hafa nákvæmlega engin tengsl við krimmasöguna að öðru leiti. Það virkar bara eins og höfundurinn lifi sig vandræðalega of sterkt inn í persónuna og geti ekki aðgreint sig. Frekar þreytandi þegar áhugi manns brennur kringum fléttuna og mögulegar sálarflækjur í henni sem slíkri. Það er það sem er interessant.