bjóst ég við að láta hafa eftir mér eftirfarandi setningu:
"Mikið var ég nú fegin að komast í bókhlöðuna í dag."
En þannig er það nú samt. Freigátan fór nánast óhóstandi í leikskólann og án þess að úr nefinu á henni hafi runnið horlufsa frá fyrriparti gærdags. Enda urðu fagnaðarfundir og það var sko ekkert mál að skilja við Móðurskipið í dag.
Svo skaust ég í Hlöðuna að gera allt sem ég er búin að trassa um helgina.
En það er einhvern veginn þannig að sé maður búinn að hrúga upp nógu miklu, þá er eins og manni sé skotið úr teygjubyssu og spýtist í gegnum verkefnin. Enda held ég að viðskiptum okkar Baudelaires sé nú bara svei mér þá lokið, og klukkan ekki nema rétt 11.
Sem er eins gott. Ég á að halda fyrirlestur í þýðingafræði í næstu viku og hann er ekkert byrjaður að undirbúast. Svo ekki sé nú minnst á Kóraninn, sem ég hef ekki enn lesið stafkrók í. Ég þarf reyndar ekki að skila honum fyrr en í lok mánaðar... en það er bara allt í einu svo asskoti langt liðið á þennan mánuð. Og ég held ég eigi líka að skila einhverri ógurlega heimspekilega þenkjandi ritgerð um menningarspeglun þann 28. Svo þetta er eiginlega að verða svolítið... ja ég má allavega ekki vera að fleiri veikjum fyrr en kannski í desember. Annars er óvenjulegt að vera í námi og vera eiginlega búinn að öllu þegar desember byrjar. Í þeim mánuði þarf ég bara að skrifa eina ritgerð. Reyndar tvisvar.
Jæjah. Bezt að fara þá bara niður á kaffistofu og fá sér kaffi og eitthvað alvarlega gott meððí, hunskast svo í búð og versla rækilega og fara svo heim og panta flugfar handa Smábátnum, setja í eins og eina þvottavél og fara í bumbusund.
No rest for the wicked.
12.11.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli