Var á fyrsta Þjóðleikhúskjallaraprógrammi Hugleix. Það var nú algjört æði. 6 fínir þættir og vel úr görðum gjörðir að öllu leyti. Og eins var ógurlega gaman að sjá að félagið fúnkerar alveg bara ljómandi vel þó ég sé í pásu. Ekki að ég hafi ekki alveg reiknað með því, en ég var bara komin með heiminn svo ógurlega á herðarnar yfir þessu í fyrra og orðin illa haldin af leikfélaxþunglyndi. Ég þoli fátt ver en að halda að ég sé ómissandi. Ég þarf að vera... missandi.
Og Rannsóknarskip lék eins og hetja. Mér finnst mikilvægt að taka fram að ég kúka aldrei þegar hann er í sturtu.
Svo hangir maður bara og dinglar sér eitthvað og ætlar aldrei að koma sér í bælið. Sem gengur ekki. Það er skóladagur á morgun.
Ofurlítilli Duggu fannst mjög skemmtilegt í leikhúsi og sparkaði eins og vítleysingur allan tímann. Ég er nú farin að hlakka dáldið til að hitta hana/hann.
Freigátan var á meðan dugleg að sofa á meðan afi og amma Smábátsins pössuðu hana, og Smábáturinn var duglegur að passa þau, lesa fyrir þau Íslendingasögurnar og laga handa þeim kaffi.
Allir duglegir, bara.
13.11.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli