Rannsóknarskip og Freigáta drösluðu mér nú samt í Hringluna í dag og þar fjárfesti ég í forláta óléttubuxum sem ég get fitnað fullt í í viðbót. Þær eru meiraðsegja með innbyggðri viðbyggingu sem er hægt að renna frá þegar að fer að kreppa.
Einnig fann ég sérhannaðan galla til að klæða Ofurlitlu Dugguna í þegar þarf að koma henni heim á fæðingardeildinni. Og þangað aftur í fimm daga skoðun. Djöfull svakalega er maður að skipuleggja yfir sig.
Svo misstum við okkur aðeins og hófum jólagjafainnkaup. Sem er bara fínt. Syfjugrýlan verður sjálfsagt ekki minni þegar líður á aðventu.
En á morgun gengur þetta ekki lengur. Ég verð að fara að hunskast til að skrifa fyrirlestur fyrir þýðingafræði á þriðjudaginn. Á morgun eftirhádegis gefst til dæmis fínt tækifæri. Meðan Freigátan sefur og Rannsóknarskip fer á höfunda/leikstjórafund fyrir jólaprógramm Hugleix með tvo, frekar en einn, nýskrifaða jólaþætti eftir sjálfan sig í farteskinu. Já, hann er alveg að Ortona hringi í kringum mig. Svo er hann að tala um að fara að blogga meira líka.
É'v'tekki hvar þetta endar eiginlega.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli