17.11.07

Syfj

Hefði nú þurft að gera slatta um helgina, en ég er með ógurlega syfju. Meðgöngumælirinn sýnir nú 28 vikur og doktor.is segir að ég geti farið að finna fyrir svefnörðugleikum. Ég finn hins vegar fyrir hinum mestu vökuörðugleikum. Ég á allavega miklu erfiðara með að vera vakandi en sofandi.

Rannsóknarskip og Freigáta drösluðu mér nú samt í Hringluna í dag og þar fjárfesti ég í forláta óléttubuxum sem ég get fitnað fullt í í viðbót. Þær eru meiraðsegja með innbyggðri viðbyggingu sem er hægt að renna frá þegar að fer að kreppa. 
Einnig fann ég sérhannaðan galla til að klæða Ofurlitlu Dugguna í þegar þarf að koma henni heim á fæðingardeildinni. Og þangað aftur í fimm daga skoðun. Djöfull svakalega er maður að skipuleggja yfir sig. 
Svo misstum við okkur aðeins og hófum jólagjafainnkaup. Sem er bara fínt. Syfjugrýlan verður sjálfsagt ekki minni þegar líður á aðventu.

En á morgun gengur þetta ekki lengur. Ég verð að fara að hunskast til að skrifa fyrirlestur fyrir þýðingafræði á þriðjudaginn. Á morgun eftirhádegis gefst til dæmis fínt tækifæri. Meðan Freigátan sefur og Rannsóknarskip fer á höfunda/leikstjórafund fyrir jólaprógramm Hugleix með tvo, frekar en einn, nýskrifaða jólaþætti eftir sjálfan sig í farteskinu. Já, hann er alveg að Ortona hringi í kringum mig. Svo er hann að tala um að fara að blogga meira líka. 
É'v'tekki hvar þetta endar eiginlega.

Engin ummæli: