16.11.07

Koppí!

Ég reikna með því að Freigátan verði ekkert alltaf sátt við mig á unglingsárunum. Þó ekki verði fyrir annað en það sem ég ætla að birta núna í fjölmiðli fyrir sjónum alheims:

Um nokkurt skeið hefur hún tilkynnt þegar hún þarf að "issa og kúka". Þrátt fyrir margar heiðarlegar tilraunir, aðallega af hálfu Rannsóknarskips, hefur þó ekkert lent í koppnum til þessa. Ýmist er allt um seinan þegar þangað er komið eða þá að ekkert skilar sér þrátt fyrir þrálátar zetur og bóklestur ýmiskonar. 
Áðan barst ákveðin viðvörun. Koppur var sóttur og sest við Andrés. 
Og svo gerðust undur og stórmerki!

Dags íslenskrar tungu verður hér eftir minnst öðruvísi en annars staðar á þessu heimili. 
Hann verður hér eftir Kúkadagurinn Mikli í Kopp.

2 ummæli:

Hugrún sagði...

Jibbí, dagur hins íslenska kúks!

Berglind Rós sagði...

Vei, til hamingju með daginn!