Elísabet mágkona mín á afmæli í dag.
Hún er kornung og þar að auki alveg svakalega dugleg að blogga, undanfarið.
Og er líka í háskóla á svipuðum ungs-aldri og ég.
Til hamingju, Eló.
Þessi fjöruga mynd er af téðri Elísabetu og Rannsóknarskipi, sonum hennar, Smábáti og Freigátu, Guðrúnu Mist (dóttur Þórðar Rannsóknarskips- og Elísabetarbróður) og einni stúlku sem ég þekki ekki. Og tekið í brúðkaupi Jóns, bróður þeirra allra.
Á morgun er annað næstum jafnmerkilegt afmæli. Jónas Hallgrímsson hefði orðið 200 ára hefði hann ekki dottið niður stiga.
Hann fann upp sjóndeildarhringinn. Og margt fleira sem ég man ekki í svipinn.
Á morgun er líka akkúrat ár síðan Hugleikur fékk viðurkenningu á degi íslenskrar tungu. Húrrahúrrah!
Menntamálaráðherra ætlar að heimslkja leikskíla Freigátunnar í fyrramálið, en vera farin áður en við komum þangað.
Og ég ætla að birta mjög dramatískt ljóð eftir Rannsíknarskipið í tilefni daxins.
Svo fylgist með í næsta þætti.
Á morgun er annað næstum jafnmerkilegt afmæli. Jónas Hallgrímsson hefði orðið 200 ára hefði hann ekki dottið niður stiga.
Hann fann upp sjóndeildarhringinn. Og margt fleira sem ég man ekki í svipinn.
Á morgun er líka akkúrat ár síðan Hugleikur fékk viðurkenningu á degi íslenskrar tungu. Húrrahúrrah!
Menntamálaráðherra ætlar að heimslkja leikskíla Freigátunnar í fyrramálið, en vera farin áður en við komum þangað.
Og ég ætla að birta mjög dramatískt ljóð eftir Rannsíknarskipið í tilefni daxins.
Svo fylgist með í næsta þætti.
1 ummæli:
Æ takk :) bæði fyrir kveðjuna og þessa líka fínu mynd :)
Knús og kossar til ykkar allra :)
Skrifa ummæli