11.11.07

Plögg og fleira

Maður er nú ekki að standa sig.

Fyrsta Þjóðleikhúskjallaraprógramm Hugleix er í kvöld. Húsið opnar kl. 20.30, Sýningin byrjar kl. 21.00. 6 einþáttungar eftir og leikstýrt af félaxmönnum á boðstólnum. (Rannsóknarskip leikur í einum.) Skitinn þúsundkall inn. Seinni sýning á þriðjudaginn. Ég fer á hana, Smábátur fer í kvöld ásamt afa sínum og ömmu, en hann er þar í láni síðan í gær, en það gengi passar síðan Freigátuna á þriðjudaginn.

Annars er allt á uppleið. Ég var að huxa um að leyfa Freigátunni að kíkja aðeins út í dag, en svo er hún aðeins að hora og hósta svo ég ákvað að fresta öllu sollis þangað til í leikskólanum á morgun. Hún fékk hins vegar að fara í bað og er þess vegna hvorki með gamalt hor eða svita í hárinu lengur, móður sinni til mikillar gleði. Og virðist ekki hafa orðið meint af, heldur hefur dregið úr horfossi ef eitthvað er.

Og við erum að horfa á Barbapapa á frönsku.
Ég er löngu búin að sjá hvaðan Vinstri grænir hafa alla sína hugmyndafræði.
Ætli Steingrímur J. geti breytt um lögun?

Við erum annars búin að eiga frekar lata helgi. Rannsóknarskip og Smábátur fóru í Kringluna í gær og keyptu sér föt. Þar ber helst til tíðinda að nú vill drengurinn helst hafa öll föt svört. Ég sé unglingsaldurinn nálgast óðfluga.

Móðurskipið er nú farið að verða aðeins latara og feitara, sprettur kannski ekki lengur upp eins og stálfjöður, við hvert tækifæri, til þjónustu reiðubúin, en samkvæmt teljaranum eru víst núna 90 dagar eftir af óléttunni. Sem þýðir að þeir eru samkvæmt sónar 89 (ég nennti ekki að leiðrétta hann á sínum tíma) og eru örugglega í verunni eitthvað allt annað. Duggan er orðin ansi fyrirferðarmikil og sparkar þannig að það sést. Og Móðurskipið er eitthvað svo sybbið að ég frestaði öllu sem ég ætlaði að gera um helgina fram á mánudag, með einu kötti og peisti.

Enda eins gott. Við Freigáta þurfum að sjá um okkur sjálfar allan seinnipartinn. En á svona innidögum með litlu lasi verða eftirmiðdagarnir oft ansi geðvondir og kryddaðir með nokkrum frekjuköstum. Í augnablikinu er þó alveg dúnalogn. Barbapapa rúlar.

1 ummæli:

Elísabet Katrín sagði...

Veit ekki hvort það er líka unglingsárin hjá Mikael mínum (vonandi samt ekki alveg strax) en hann vill öll föt líka svört! Mér finnst ég vera að senda ósýnilega barnið í skólann á morgnana, en hugga mig við endurskinsmerki :/ Kanski er þetta bara "krakka tískan" núna ;)
Knúskveðja :)