21.11.07

Ég sofnaði í lyftunni

á leiðinni frá fjórðu niður á fyrstu í Árnagarði í dag. Greinilega orðin of ólétt fyrir löngu miðvikudagana. Eins gott að útvarpsþáttagerðin kláraðist í dag. Þar með myndaðist át og sundgat á miðjum miðvikudögum. Svo klárast eitt á viku hér eftir, sýnist mér.

Líka farin að þurfa að forgangsraða þvottinum betur. Bumban er farin að standa út úr næstum öllu sem ég á. Veit ekki hvað ég heiti núna.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Í VRII er hægt að stöðva lyftuna með þar til gerðum rofa.
Gott að vita ef þig langar í almennilegan lyftublund.