11.1.08

Fastir liðir

Þá höfum við endurheimt Smábátinn og sent hann í skólann. Fengum líka aðeins að sjá Ingu ömmu og Óla afa í gær, en þau voru voða sybbinm öll í amerískju svefntímarugli. Þau gáfu okkur nammi og allskyns og við gáfum þeim kaffi, sem dugði ekki til.

Freigátan er hins vegar heima með smá hor í dag og viðo sitjum bara og horfum á Stubbana og borðum Mentos úr tollinum. Rannsóknarskip kemur heim eftir hádegi svo ég komist í gífurlega þarft bumbusund þar sem ég er öll eitthvað af mér gengin þessa dagana. Það má því segja að allt sé komið í fastar skorður.

Bloggið er dautt og internetið er bóla. Ég ætla samt að hrósa nokkrum á linkalistanum mínum sem eru duglegir þessa dagana.
Hann Júllijúl bloggar ýmist í ökkla eða eyra, og þessa dagana er hann alveg óstöðvandi. Svo er ég búin að setja nýjan link á Þráinn, sem er kominn með nýtt blogg og er nokkuð iðinn við kolann. Eló mágkona er líka búin að vera svakalega dugleg í vetur og gaman að lesa hana. Og svo er Nonni mágur að blogga af ferðum þeirra hjóna um Suður-Ameríku og einhverntíma bráðlega verður þeirra för heitið til Afríku, svo það getur alveg verið gaman að skoða þau.

Annars verð ég að passa mig svakalega á að sitja ekki of lengi yfir tölvunni, þessa dagana, eða á að vera í sömu stellingunni lengi, yfirhöfuð. Ég hef eitthvað verið með of mikla kryppu, aðallega vinstra megin, og rifin þar eru öll komin í flækju og hönk. Svo ég þarf að vera dugleg að teygja mig í tíma og ótíma, mæta í jóga og sund og teygja mig meira. Og svo er ég í massívri sjúkraþjálfun þessa dagana. Enda eins gott, betra að vera búinn að raða rifjunum aftur í rétta röð áður en að fæðingu kemur.

Svo er víst að bresta á með einhverjum leikhúsferðum. Bekkurinn minn í "Íslensk samtímaleiklist í ljósi leiklistakenninga 20. aldar" stefnir í að verða ofvirkur og ætlar strax á laugardaginn að streyma á lokasýningu á Óhappi í Þjóðleikhúsinu. Svo var víst búið að bjóða Rannsóknarskipinu á Hin konan, eða eitthvað svoleiðis (eða hvort Hin konan var að bjóða honum í leikhús, ég náði þessu ekki alveg) svo við tökum kannski sjómann um hvort fær að fara. Svo er um næstu helgi frumsýning á verkinu Útsýni eftir Júlíu Hannam í Möguleikhúsinu (semsagt, Hugleikur sýnir) og ég er að reyna að múta Rannsóknarskipi með því að hann fái að fara á Jólafund Hugleix í kvöld en ég fái frumsýninguna. Svo heyrsit mér stefna í ritræpukeppni um hvort fær að fara á höfundafund á sunnudag. (Fleiri útprentaðar blaðsíður af ólesnu vinnur. Ég er algjörlega sigurviss. Á fleiri ára skúffubirgðir og tel mig ósigrandi í þessu efni, þó svo að Rannsóknarskip sé að hamast við að Ortona mig fram og aftur.)

Þanngi er það nú, best að vinna eitthvað gott sjónvarpslím fyrir Freigátuna svo ég geti haldið áfram að taka til í skápnum mínum. Er þegar komin með einn ruslapoka í Hjálpræðisherinn og annan í ruslið!

3 ummæli:

Gummi Erlings sagði...

Þú meinar "hugleikur útsýnir". Annars var Silja að smala á generál í gær, sem verður á föstudaginn kemur, þannig að rannsó ætti að geta kíkt þá.

Elísabet Katrín sagði...

Þið hafið ekkert spáð í að fá ykkur bara barnapíu? Alger nauðsin að hafa svona 3 í takinu ;) Hverrar krónu virði ;)

Védís sagði...

Hæ Sigga Lára, ég kíki annað slagið hér inn, alltaf gaman að fylgjast með gömlum kunningjum.
Til hamingju með ófædda krílið (já og að sjálfsögðu með eldra barnið)
Kveðja,
Védís (frá EGS)