9.1.08

Plott

Teymisleiðtogi: Kommon pípúl, við verðum að finna uppá einhverju snjöllu. Við erum að skíttapa þessu. Hvað gerir okkar frambjóðanda sérstakan?

Þögn

Teymismaður: Uuuuu... maðurinn hennar?

Teymisleiðtogi: Nei, hann laug og hélt framhjá og Obama á flotta kellingu. Við getum ekki notað hann. Eitthvað annað?

Löng Þögn

Annar Teymismaður: Uuuuu... hún er kona?

Teymisleiðtogi: Fínt. Frábært. Dúd, þú ert snillingur! Og hvað gera konur? Hei, ég hef það!
(Tekur upp símann og hringir.)
Hurru, Hillarí, farðu að grenja!

Og það sem er kannski pínu skerí er... að það virkaði!

5 ummæli:

Elísabet Katrín sagði...

Þetta er eginlega pínu fyndið líka....maður ætti kanksi bara að fara að grenja oftar og athuga hvort allt verður ekki manni í hag ;) hehe

Gummi Erlings sagði...

Ég las nú samt grein í dag þar sem var talað um að þetta hefði nú aðallega verið öllum karlhlunkunum að kenna sem stjórna umræðuþáttum í bandarísku sjónvarpi, þeir hlökkuðu svo yfir óförum grey konunnar að áhorfendum blöskraði og hún fékk því fullt af simpaþívóts. Sel það ekki dýrara. En grenj virkar alveg líka, sko.

Og svo er þetta svo sannarlega írónískt.

Ásta sagði...

Sammála Gumma - grenjandi konur hafa löngum ekki þótt ákjósanlegar í pólitík. Eitt harmatár á hvarmi karlmanns hins vegar telst honum yfirleitt til tekna en konur eru gjarnan taldar á túr og þ.a.l. ekki hæfar til að stjórna nokkru. Ef hún hefði tapað væri væntanlega verið að gjamma um að gráturinn hafi nú bara sett punktinn yfir i-ið.

Sigga Lára sagði...

Satt best að segja er mér alveg hjartanlega sama hvers vegna Hillarí vann í Nýja Hampskíri. Eða hvort hún eða Obama verður næsti forseti, ef út í það er farið.

En mér finnst hins vegar alveg glært og gegnsætt að tilfinningasemin á téðum kosningafundi sé runnin undan rifjum einhvers snjalls spinndoktors.

Kosningabaráttur í Bandaríkjunum eru að verða einhver hin mest framleiddu framhaldsleikrit sem gerast. Ég fæ allavega reglulega svona Wag the Dog tilfinningu þessa dagana.

Ásta sagði...

Meira svona Wag the Dog spuni. Og ekki fallegt á að líta.