12.1.08

Uhu

36 vikur og allt í einu er allt alveg ógurlega erfitt. Fyrir örfáum vikum var ég að rúlla upp öllu í skólanum og haug af heimilisverkum og misveikri fjölskyldu á daglegum basís án þess að blása úr nös.

Hérna megin jóla á ég svakalega bágt, finn allsstaðar til, get ekkert, finnst ég aldrei geta hvílt mig nóg og bjúgurinn hleðst á mig eins og... mý á mykjuskán. Og ég er ekki einu sinni farin að þurfa að gera neitt fyrir skólann að ráði.

EIns ágætt að það er ekkert svakalega langt eftir... gæti reyndar verið alveg 6 vikur, ef við reiknum með gangsetningu og degi til. Sem er líklega öruggast.

1 ummæli:

Elísabet Katrín sagði...

Ég ætla að nota "forspár"hæfileika mína og segja að þú munir eignast strák þann 4.febrúar! Sem er alveg gangstætt minni tilfinningu sem segir að þú munir eignast stelpu einhverntíman eftir miðan feb. :) Ég er svo margbrotin persóna ;) He he...gangi þér vel með þetta allt saman, barnið, námið og lífið :)