9.1.08

Í gær var merkilegur dagur, akkúrat mánuður í "ásettan" fæðingardag. Í tilefni daxins var Rannsóknarskip rekinn niður í geymslu með harðri hendi til að rýma til svo ég gæti leitað að kössum með ungbarnafötum og dóti. Ég held ég hafi fundið næstum allt.

Tók pólitíska ákvörðun um að byrja á að þvo allt annað en bleikt og kjóla. Sem gerir það að verkum að ég er að fara að þvo næstum eingöngu föt af Smábátnum. (Sem leiddi í ljós að Freigátan eignaðist næstum eingöngu bleikt og kjóla á fyrstumánuðunum.) Um helmingurinn fór sem sagt bara aftur niður í kassa, þar til annað kemur í ljós.

Svo er nú Smábáturinn að koma heim í eigin persónu á morgun. Við erum farin að hlakka ógurlega til að fá hann heim. Það er búið að vera hálftómlegt í kotinu síðan við komum heim. Okkur finnst við alltaf vera að gleyma einhverju og Freigátan er farin að spyrja mikið um hann og þarf að fá að skoða myndir af honum oft á dag.

Ég er líka að byrja í skólanum á morgun, svo það er líklega vissara að haska sér að verki og reyna að þvo slatta af Ofurlitlum Duggufötum í dag.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sendi þér samúðarþvottastrauma héðan úr Árbænum - það er það sama upp á tengingnum hér :/ Kv.,Siggadís