10.1.08

Hlaupkunargeymsla?

Mér verður oft starsýnt á litlu fötin sem ég er að þvo. Málið er að mér finnst ég vera nýbúin að ganga frá þeim. Og þegar Freigátan passaði í sum þeirra var hún ekki einu sinni neitt alveg nýfædd lengur. En þau eru öll svo líííítil! Geta föt hlaupið í geymslum?

Á hinn bóginn, ég þarf víst að fæða það sem á að passa í þessi föt.
Miðað við það eru þau kannski ekkert svo lítil...

Ókei. Anda. Og endurtaka 800 sinnum í röð:
Það hlýtur að verða skárra en síðast...

3 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Ég er örugglega búin að segja þér þetta, en það er samt ágætt að rifja þetta upp :-) Þegar Rósa var fædd var mín fyrsta hugsun, þetta get ég ekki gert aftur. Og þegar Guðmundur Steinn var fæddur var það fyrsta sem ég hugsaði, iss þetta var nú ekkert mál! Og þetta eru ekki einu sinni ýkjur eða fært í stílinn, þetta var nákvæmlega svona.

Sigga Lára sagði...

Ég reyndar huxaði og sagði mjög fljótlega (ja, einum 10 mínútum) eftir að Gyða fæddist: Jæja, þetta verður auðveldara næst.

Árni fölnaði upp, jafnvel meira, og sagði: Næst!?!

Elísabet Katrín sagði...

Tja, mér var nú tjáð að það væri alltaf auðveldara að eiga barn nr.2, sem jú er kanski rétt, ég var rúmar 16 klst. að eiga Kristján en "bara rúmar 12 klst. að koma Mikael í heiminn ;) svo...jú þetta er ekkert mál og batnar bara :)