28.1.08

Alvöru afmæli

Akkúrat núna eru akkúrat 2 ár síðan það var akkúrat örugglega verið að sauma mig saman eftir hina bráðskemmtilegu fæðingu Freigátunnar. Það var nú gaman. Akkúrat þá leið mér allavega alveg ferlega vel. Hætt að pínast og öll í dópinu bara.

Freigátan skemmti sér svakalega vel á leikskólanum á afmælisdaginn, fékk kórónu og svo var haldinn dansleikur, þar sem hún ku vera fræg á leikskólanum fyrir að bresta gjarnan í söng og dans, í tíma og ótíma.

Í dag hefur eftirfarandi uppgötvun verið gerð: 
Ef maður potar sér í bikini, kominn 38 og hálfa viku á leið, þá gerast undarlegar sjónhverfingar. Bumban verður alveg svo riiiisastór að manni finnst rassinn á manni minnka um allan helming í samanburðarhlutföllum. Zzzexí!

Og dagurinn sem átti að verða svo ógurlega bissí að hann átti helst að koma af stað fæðingu varð það bara alls ekki. Mæðraskoðun frestaðist fram á fimmtudag, var útskrifuð úr sjúkraþjálfun nema eitthvað einstaklega óheppilegt komi uppá, jógatíminn var kjaftatími, svo að eftir sundið var ég ekki með einn einasta fyrirvaraverk, einusinni.

Freigátan fær því að eiga afmælisdaginn sinn í friði og mér finnst líklegt að það verði nú allavega vika eða tvær á milli. Sennilega fá þau bara alveg að eiga sitt hvora afmælisveisluna þegar fram líða stundið. 

(Ég segi þau, það er nefnilega búið að segja mér svo oft að ég sé með strákabumbu. Rannsóknarskip sagði um daginn, og ég held ég verið bara að taka undir það: 
"Ég hugsa að ég verði aftur jafnhissa ef það kemur stelpa."
Við erum ekki sérlega fljót að læra...)

1 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Til hamingju með afmælið Gyða litla og til hamingju með hana, þið öll hin í flotanum ;)