31.1.08

Hvíla sig...

Ætlaði að nenna í skólann í dag en þorði ekki út í hálkuna og vindinn þegar til átti að taka. Svaf í staðinn fram að hádegi. Og það var nú gott. En það gerist víst ekki mikið á meðan maður liggur í hreyfingarleysi, svo ég er að huxa um að demba mér í að taka til í slatta af skúffum. Verkefni sem mig er lengi búið að langa til.

Svo er víst mæðraskoðun seinnipartinn og hún Dagný segir vonandi eitthvað sniðugt, spaklegt, jákvætt og líklegt.

Annars var ég að frétta að þorrablót Eyfirðinga í Freyvanginum verði haldið laugardaginn 9. febrúar. Freigátan fæddist einmitt klukkan 18.00, á blótsdag og var heitasta kjaftasagan á blóti 2006. Sverrir mágur heyrði meira að segja bara af henni, svona utan af sér, þar. Nú er 9. einmitt dagurinn eftir ásettan, útlit er fyrir að Smábátur verði í norðrinu, amma-Freigáta verður sennilega alveg komin í startholurnar að koma til okkar og Hugga frænka hefur sjálfsagt gaman af að passa svona eina laugardagsstund. Ef hún verður ekki þunn. 
Svo afmælisdagur Rannveigar Þórhalls er mjög afgerandi á planinu. Enda er hann enn ásettur, samkvæmt teljaranum, sem ég nennti ekki að leiðrétta eftir að sónarinn flýtti ásetningnum um einn dag.

Er annars komin með verki. Þeir eru alveg reglulegir, á svona 12 til 72 klukkutíma fresti og standa yfir í svona hálfa til eina mínútu... Hvað ætli sé þá langt í fæðingu? Mánuður?

En obbslega er nú gott þegar maður er búinn að vera duglegur að sofa.
Mmmmmm.

Engin ummæli: