Já, allt er greinilega að verða ferlega mikið eins og venjulega. Freigátan veiktist í gærkvöldi og nótt og er komin með heilmikið hor og uppundir 40 stiga hita. Móðurskipið átti ekki annars úrkosti en að fresta nuddtímanum, skrópa í bumbusundið og vera heima að snýta. Svaf annars sjálf ferlega lítið í nótt vegna öflux brjóstsviða og er búin að vera með einhverjar magapínur af og til í dag... en þar sem ljósmóðirin SAGÐI í gær að það væri ekkert að draga neitt til tíðinda þá trúi ég henni bara. Ég er kannski með einhverja samúðarverki með Siggudís, sem ku vera eitthvað kannske að mjakast af stað.
Gat allavega alveg lagt mig áðan og sofið heillengi eins og grjót, en allt fór reyndar aftur á fullt þegar ég fór aftur á stjá.
Spurnig hvort maður á að vera á stjái og ímynda sér að það sé að koma barn eða halda kyrru fyrir og halda að þetta cé magapína?
Hjálpar til við ákvarðanatöku að ég nenni eiginlega ekki að hreyfa mig neitt. Bezt að leggja sig bara aftur og melta pulsurnar.
Og Fljótsdalshérað ku ætla að mala Skagfirðinga í hallærislega spurningaþættinum í sjónvarpinu í kvöld.
1.2.08
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Heyrðu vinan, viltu gjöra svo vel að senda þessa verki hið snarasta á mig! Tengdó er komin í bæinn og EKKERT BARN til að sýna henni... Ef svo fer fram sem horfir fer Einsi í vinnuna á mánudaginn og ég jafnvel líka - maður þorir varla að skella sér í bíó eða neitt sökum anna við að koma þessu barni í heiminn... en svo bara kemur það ekki neitt... árans ári :/
Vonandi fer amk pínan frá þér og yfir til mín - er með breitt bak og enn feitari maga :-)
Skrifa ummæli