29.1.08

Hmmm.

Er að horfa á Mamet-mynd með hitt augað á leslistunum fyrir það sem ég er að þykjast vera að læra. Kannski þarf ég að horfast í augu við það að ég klári ekki allt sem ég er skráð í...

Hmmmm...

Á hinn bóginn er það allt í lagi. Ég á einingar frá síðustu önn sem lánasjóðurinn vill víst alveg taka mark á þeim seinna. Og svo get ég fengið ívilnun vegna barneignar. Svo er ég að fara að fá algjörlega aðrar auka-aukaeiningar fyrir verkefni í sumar. Sem ég þarf líklega ekki að nota.

Jájá. Vottever. Allt í fína.

Annars er ég eitthvað ferlega geðvond inni í mér og skrítin. Kannski er ég bara að fara að eignast barn, einhverntíma á næstu vikum. En mér finnst ég vera að af-óléttast. Ég er ekki lengur jafn hreyfihömluð (enda er tognunin sem ég var með í rifjunum öll að verða bötnuð), ég léttist bara og er öll að afbjúgast eftir jólin og þessir fínu fyrirvaraverkir sem ég var farin að fá eru alveg hættir að láta á sér kræla.

Þetta var kannski bara alltsaman ímyndun?
Kannski er ég bara svona feit?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef ég man rétt, þá þýða öll þessi afóléttueinkenni bara að þú ert tilbúin í átökin;-) Nú er barnið tilbúið og mun bara dorma og safna kröftum fyrir gegnumspýtinginn! Ger þú bara eins, því betur sem þú ert hvíld, því minna vesen í fæðingu...
Knús ljúfan frá einni fjögurra barna...Halla

Siggadis sagði...

Heyri í þér, systir... ég held einmitt að þetta c bara ímyndunarveiki í mér - svo langt síðan að maður fór í sónar og solleis að það getur bara vel verið að þetta hafi verið misskilningur...? Rangur misskilningur, þá?