29.1.08

Ríki anns

Var að gera dagskipulag fyrir komandi verkefni, skrif, lær, þýð og ýmsar útréttingar, eitthvað fram í tímann. Fattaði allt í einu að ég var komin fram yfir 20. febrúar og var ekki búin að gera ráð fyrir svo mikið sem klukkutíma til að, til dæmis, skreppa á fæðingardeildina og eiga barn. Eða tíma til að jafna mig eftir það. Við Bára vorum að reyna að koma á einum verkefnisfundi á meðan hún verður á landinu, sem er alla næstu viku, og tóxt með herkjum að finna einhvern einnoghálfan tíma einn daginn, milli skóla og mæðraskoðunar hjá mér.

Ég þarf að þýða í allan dag, svo þetta verður ekki dagurinn sem ég gríp réttri hendi í feita rassinn á mér og fer að reyna að gera einhverja skólavinnu.

Og mig sem langar ekki að gera neitt nema leggja mig og hreiðrast.

Engin ummæli: