Þetta voru nú aldeilis spennandi jól.
Það var sagt í hverjum einasta fréttatíma að það væri snargargandibrjálað veður allt norðan úr Húnavatnssýslu og suður að Lóni, eða um allt Norður- og Austurland.
Í hvert skipti sem við heyrðum þetta litum við furðu lostin út í heiðríkjuna, þar sem blakti ekki eitt einasta snjókorn og eina úrkoman var stöku jólasnjókoma. Bara lítil og falleg, varla einu sinni hundslappadrífa.
Þetta lygaviðri er sumsé búið að standa öll jólin, og ekkert bólar á hríðinni, sem þó er búið að vera mjög spennandi að bíða eftir.
Og nú ætla ég að borða fjórtánhundruðustu máltíð þessara jóla. Á morgun fer ég sennilega til Akureyrar, nema hríðin ákveði að venda sínu kvæði í kross og koma loxins.
26.12.04
24.12.04
Þá eru það jólin í hinum Frjálsa Heimi.
Í virðingarskyni við hinn Frjálsa Heim, þá verða fyrirvarar á öllum jólakveðjum í ár. Sem sagt:
Gleðileg jól...
(...nema náttúrulega ef lesandinn er einn af þeim sem þykir jólaskraut ljótt, jólamatur vondur og leiðinlegt að fá frí í vinnunni og gjafir, þá þarf hann náttúrulega ekkert að taka þetta til sín. Má halda ógleðileg jól mín vegna. Heldur ekki ef hann er frábitinn jólum af trúarlegum, andlegum eða líkamlegum ástæðum.)
...og farsælt komandi ár.
(...nema náttúrulega ef lesandinn vill ekki að næsta ár verði skemmtilegt og líður bara almennt betur ef tímarnir eru verri. Heldur ekki ef hann er með ofnæmi fyrir árum sem enda á 5 og þykir þau alla jafna leiðinleg. Auðvita er mönnum frjálst að hafa næsta ár eins og þeir vilja. Maður segir bara svona...)
Þakka allan viðurgjörning á liðnu ári.
(...hvort sem mönnum líkar betur eða ver.)
Í virðingarskyni við hinn Frjálsa Heim, þá verða fyrirvarar á öllum jólakveðjum í ár. Sem sagt:
Gleðileg jól...
(...nema náttúrulega ef lesandinn er einn af þeim sem þykir jólaskraut ljótt, jólamatur vondur og leiðinlegt að fá frí í vinnunni og gjafir, þá þarf hann náttúrulega ekkert að taka þetta til sín. Má halda ógleðileg jól mín vegna. Heldur ekki ef hann er frábitinn jólum af trúarlegum, andlegum eða líkamlegum ástæðum.)
...og farsælt komandi ár.
(...nema náttúrulega ef lesandinn vill ekki að næsta ár verði skemmtilegt og líður bara almennt betur ef tímarnir eru verri. Heldur ekki ef hann er með ofnæmi fyrir árum sem enda á 5 og þykir þau alla jafna leiðinleg. Auðvita er mönnum frjálst að hafa næsta ár eins og þeir vilja. Maður segir bara svona...)
Þakka allan viðurgjörning á liðnu ári.
(...hvort sem mönnum líkar betur eða ver.)
22.12.04
Kæri Davíð.
Gleðileg jól og til hamingju með góðærið, hagvöxtinn og að við skulum vera með ríkustu þjóðum heims. Þetta var nú aldeilis vel af sér vikið hjá þér. Að koma þjóðfélaginu á þessa líka gargandi siglingu.
Nokkrir menn eru meira að segja orðnir grilljónamæringar! (Reyndar náttúrulega ekki rétta fólkið, Jónarnir Ásgeir og Ólafs áttu náttúrulega ekkert að vera að vilja upp á dekk með að troða vinum þínum um tær... En á móti kemur að nú getur þú reddað öllum sem þú þekkir fínum embættum á vegum ríkisins. Það var nú eins gott.)
Já, það er góðæri. Allir sem máli skipta hafa það gífurlega gott. (Reyndar eru alltaf einhverjir öryrkjar og aumingjar vælandi, þykjast ekki eiga í sig eða á og standa í stækkandi biðröð fyrir framan Fjölskylduhjálpina og Mæðrastyrksnefnd fyrir hver jól. En eins og þú sjálfur sagðir: Þar sem eitthvað er ókeypis þá hópast náttúrulega sníkjudýrin að. Þetta er auðvitað rakkarapakk sem helst ætti að éta það sem úti frýs, hvort sem er.)
Og til hamingju með stríðið í Írak! Stórkostleg framtakssemi! Að koma á lýðræði! Eins og í Afganistan! (Reyndar er lýðræðið í Afgan ekki alveg að virka, löggan gerir það sem henni sýnist og glæpagengi ráða því sem þau vilja og menn eru að fá talsvert verri útreið en hjá Talebönum áður, en það er ekki okkar vandamál... er það?) Og Írakar skulu fá lýðræði, hvort sem þeim líkar betur eða verr. (Reyndar er útlit fyrir að þeim líki það verr, enda heittrúaðir talebanskir múslimar meirihluti þjóðarinnar. Og menn eru strádrepnir þar á hverjum degi og útlit fyrir að einhver slatti af fólki fái ekki að lifa af jólin... En þetta pakk náttúrulega veit bara ekki hvað því er fyrir bestu!)
Og til hamingju með lýðræðið á Íslandi! (Auðvitað var ekkert hægt að láta hvaða sótraft sem var hafa rétt á að hafa skoðun á fjölmiðlafrumvarpinu. Að láta sér detta annað eins í hug! Lýðræðið gengur náttúrulega ekki nema meirihluti þjóðarinnar sé sammála þér, eins og þú veist.)
Já, ég hef enga trú á öðru en að þú eigir gleðileg jól og sofir vel á nóttunni eftir allar þessar stórkostlegu ákvarðanir sem allar hafa verið þjóðinni og mannkyninu öllu til framdráttar. Hér mun ríkja Stöðugleiki og Lýðræðislegt Frelsi um aldir alda og megi Afturhaldskommatittir Aldrei Þrífast.
Gleðileg jól og til hamingju með góðærið, hagvöxtinn og að við skulum vera með ríkustu þjóðum heims. Þetta var nú aldeilis vel af sér vikið hjá þér. Að koma þjóðfélaginu á þessa líka gargandi siglingu.
Nokkrir menn eru meira að segja orðnir grilljónamæringar! (Reyndar náttúrulega ekki rétta fólkið, Jónarnir Ásgeir og Ólafs áttu náttúrulega ekkert að vera að vilja upp á dekk með að troða vinum þínum um tær... En á móti kemur að nú getur þú reddað öllum sem þú þekkir fínum embættum á vegum ríkisins. Það var nú eins gott.)
Já, það er góðæri. Allir sem máli skipta hafa það gífurlega gott. (Reyndar eru alltaf einhverjir öryrkjar og aumingjar vælandi, þykjast ekki eiga í sig eða á og standa í stækkandi biðröð fyrir framan Fjölskylduhjálpina og Mæðrastyrksnefnd fyrir hver jól. En eins og þú sjálfur sagðir: Þar sem eitthvað er ókeypis þá hópast náttúrulega sníkjudýrin að. Þetta er auðvitað rakkarapakk sem helst ætti að éta það sem úti frýs, hvort sem er.)
Og til hamingju með stríðið í Írak! Stórkostleg framtakssemi! Að koma á lýðræði! Eins og í Afganistan! (Reyndar er lýðræðið í Afgan ekki alveg að virka, löggan gerir það sem henni sýnist og glæpagengi ráða því sem þau vilja og menn eru að fá talsvert verri útreið en hjá Talebönum áður, en það er ekki okkar vandamál... er það?) Og Írakar skulu fá lýðræði, hvort sem þeim líkar betur eða verr. (Reyndar er útlit fyrir að þeim líki það verr, enda heittrúaðir talebanskir múslimar meirihluti þjóðarinnar. Og menn eru strádrepnir þar á hverjum degi og útlit fyrir að einhver slatti af fólki fái ekki að lifa af jólin... En þetta pakk náttúrulega veit bara ekki hvað því er fyrir bestu!)
Og til hamingju með lýðræðið á Íslandi! (Auðvitað var ekkert hægt að láta hvaða sótraft sem var hafa rétt á að hafa skoðun á fjölmiðlafrumvarpinu. Að láta sér detta annað eins í hug! Lýðræðið gengur náttúrulega ekki nema meirihluti þjóðarinnar sé sammála þér, eins og þú veist.)
Já, ég hef enga trú á öðru en að þú eigir gleðileg jól og sofir vel á nóttunni eftir allar þessar stórkostlegu ákvarðanir sem allar hafa verið þjóðinni og mannkyninu öllu til framdráttar. Hér mun ríkja Stöðugleiki og Lýðræðislegt Frelsi um aldir alda og megi Afturhaldskommatittir Aldrei Þrífast.
Now is the summer of my content...
Er að fara austur á eftir. Á reyndar eftir að pakka og gera nokkurþúsund hluti. Jæjajæja. Ég veit ekki hversu dugleg ég verð að blogga næstu 10 daga, ca., fer alveg eftir því hvernig staða tölvumála á bernskuheimili mínu er um þessar mundir. Það kemur nú samt vonandi jólakveðja, þar sem ég hef ekki frekar en venjulega nennt að senda jólakort, og áramótapistill af því að það er hefð.
Ég verð líka eins og landafjandi á milli austur- og norðurlands. Fer austur í dag, norður 28., austur aftur á gamlársdag, norður aftur, sennilega 2. og suður 3. þannig náum við Rannsóknarskipið heilli viku í hvors annars návist og verður það mikil gleði. Þó þetta sé náttúrulega talsvert hindranahlaup með þessar asnalegu fjarlægðir allar saman. Kannski samt eins gott að halda þeim bara, menn hafa tekið upp á þeim leiða ávana að gefast bara upp á mér ef ég er nær...
Vona bara að vika sé ekki of mikið...
Best að fá ekki kvíðaröskun yfir því alveg strax. og einbeita sér að hamingjusamlegri hlutum. Í kvöld fæ ég mömmumat! Jeij!
Er að fara austur á eftir. Á reyndar eftir að pakka og gera nokkurþúsund hluti. Jæjajæja. Ég veit ekki hversu dugleg ég verð að blogga næstu 10 daga, ca., fer alveg eftir því hvernig staða tölvumála á bernskuheimili mínu er um þessar mundir. Það kemur nú samt vonandi jólakveðja, þar sem ég hef ekki frekar en venjulega nennt að senda jólakort, og áramótapistill af því að það er hefð.
Ég verð líka eins og landafjandi á milli austur- og norðurlands. Fer austur í dag, norður 28., austur aftur á gamlársdag, norður aftur, sennilega 2. og suður 3. þannig náum við Rannsóknarskipið heilli viku í hvors annars návist og verður það mikil gleði. Þó þetta sé náttúrulega talsvert hindranahlaup með þessar asnalegu fjarlægðir allar saman. Kannski samt eins gott að halda þeim bara, menn hafa tekið upp á þeim leiða ávana að gefast bara upp á mér ef ég er nær...
Vona bara að vika sé ekki of mikið...
Best að fá ekki kvíðaröskun yfir því alveg strax. og einbeita sér að hamingjusamlegri hlutum. Í kvöld fæ ég mömmumat! Jeij!
21.12.04
Ég hef oft og gjarnan huxað henni J.K. Rowling þegjandi þörfina undanfarna mánuði og ár fyrir að láta mann alltaf bíða lengur og lengur eftir næstu Harry Potter bók. Biðin virðist vera á enda í þetta skiptið, hún er búin að skrifa bókina og senda hana til útgefenda sem ætla að segja mönnum í dag hvenær hún kemur út.
Ég er mjög hamingjusöm. Þetta bjargaði alveg þessum annars dimmasta degi ársins.
(Örskömmu síðar)
Og svo kemur hún ekki fyrr en í JÚLÍ!!! Komm on!
Ég er mjög hamingjusöm. Þetta bjargaði alveg þessum annars dimmasta degi ársins.
(Örskömmu síðar)
Og svo kemur hún ekki fyrr en í JÚLÍ!!! Komm on!
Hún Ásta átti afmæli í gær og til hamingju með það. Ég komst hins vegar ekki til að heimsækja hana í tilefni daxins sökum nennuleysis á náttfötunum.
Enda kom ekki dagur í gær. Ég veit það kemur ekki svoleiðis heldur í dag, á morgun eða nokkurn tíma fyrr en á næsta ári. Það verður nú bara að viðurkennast að skammdegið fer illa í mig og það er fáránlega erfitt að fara fram úr og gera eitthvað af viti. En, það verður mér sennilega til lífs að fara heim og láta mömmuna sjá um mig þangað til á næsta ári. Hún sökkar, skammdegisfýlan...
Ég er annars búin að kaupa allar jólagjafirnar, lá reyndar við nokkrum kvíðaköstum í Kringlunni í gær. Hvaðan kemur eiginlega allt þetta fólk?
Varð vitni að einu. Var í bókabúð og var að fá afgreiðslu þegar inn storma fjórir pottormar, á aldrinum 10 til 12 ára, ca, og spyrja afgreiðslukonuna hvort hún selji klámblöð. Konan kvað já við því en lét fylgja sögunni að þeir væru of ungir til að kaupa slíkt. Pottormarnir sinntu því engu, en snöruðust að tímaritahillunum þar sem þeir horfðu á forsíður að Burda og Bride Magazine í 10 sekúndur sögðu "OJ" og héldu síðan á brott flissandi og frussandi. Okkur afgreiðslustúlkunni var skemmt.
Ég fór nú samt aðeins að velta þessu fyrir mér, svona eftirá. Ætli kvenfólk sé sem sagt orðið svona rækilega hlutgert í augum komandi kynslóðar karlpenings að myndir af slíkum fyrirbærum séu samstundis orðnar klám? Ætli þetta hafi verið litlir og upprennandi talebanar sem krefjast þess heima fyrir að mæður þeirra og systur hylji á almannafæri allt nema augu og fingur? Ætli uppvaxandi kynslóð hyggi á siðferðisbyltingu með viðeigandi kvenhulningu? Eða kannski er bara búinn að vera vetur svo lengi að blessuð börnin hafa ekki séð úlpulaust kvenfólk síðan þau muna eftir sér...
Enda kom ekki dagur í gær. Ég veit það kemur ekki svoleiðis heldur í dag, á morgun eða nokkurn tíma fyrr en á næsta ári. Það verður nú bara að viðurkennast að skammdegið fer illa í mig og það er fáránlega erfitt að fara fram úr og gera eitthvað af viti. En, það verður mér sennilega til lífs að fara heim og láta mömmuna sjá um mig þangað til á næsta ári. Hún sökkar, skammdegisfýlan...
Ég er annars búin að kaupa allar jólagjafirnar, lá reyndar við nokkrum kvíðaköstum í Kringlunni í gær. Hvaðan kemur eiginlega allt þetta fólk?
Varð vitni að einu. Var í bókabúð og var að fá afgreiðslu þegar inn storma fjórir pottormar, á aldrinum 10 til 12 ára, ca, og spyrja afgreiðslukonuna hvort hún selji klámblöð. Konan kvað já við því en lét fylgja sögunni að þeir væru of ungir til að kaupa slíkt. Pottormarnir sinntu því engu, en snöruðust að tímaritahillunum þar sem þeir horfðu á forsíður að Burda og Bride Magazine í 10 sekúndur sögðu "OJ" og héldu síðan á brott flissandi og frussandi. Okkur afgreiðslustúlkunni var skemmt.
Ég fór nú samt aðeins að velta þessu fyrir mér, svona eftirá. Ætli kvenfólk sé sem sagt orðið svona rækilega hlutgert í augum komandi kynslóðar karlpenings að myndir af slíkum fyrirbærum séu samstundis orðnar klám? Ætli þetta hafi verið litlir og upprennandi talebanar sem krefjast þess heima fyrir að mæður þeirra og systur hylji á almannafæri allt nema augu og fingur? Ætli uppvaxandi kynslóð hyggi á siðferðisbyltingu með viðeigandi kvenhulningu? Eða kannski er bara búinn að vera vetur svo lengi að blessuð börnin hafa ekki séð úlpulaust kvenfólk síðan þau muna eftir sér...
20.12.04
Það er svo fyndið, þegar það eru að koma jól, þá er alltaf líka eins og það sé að koma heimsendir. Það þarf Allt að gerast Fyrir Jól, annars bara... gaaaah!
Í tilefni þess kem ég til með að eyða eftirmiðdeginu í Kringlunni og gott ef ekki Smáralindinni líka og kvöldinu á haus ofan í skúringafötunni. Aldeilis eins gott að það sé hreint heima hjá manni um jólin, það sér nefnilega enginn. (Nema kannski álfarnir ef þeir vilja halda partí. Treysti Hugrúnu síðan til að henda þeim út þegar hún kemur þann 27.)
Ég er að fara heim ekkjámorgunheldur hinn og ætla að búa í ömmuhúsi. (Þar sem ömmurúm er of stutt fyrir litlabróður, en ekki fyrir Rannsóknarskipið. Já, við erum margt smátt fólk.) Þar með komum við Hugrún til með að búa saman í tæpa viku... af því að okkur gengur það alltaf svo ljómandi vel... Juminn...
Ísskápurinn minn er tómur og ég fantasera þessa dagana mikinn um hvað ég ætla að borða í jólafríinu. Það er margt stórt.
Í tilefni þess kem ég til með að eyða eftirmiðdeginu í Kringlunni og gott ef ekki Smáralindinni líka og kvöldinu á haus ofan í skúringafötunni. Aldeilis eins gott að það sé hreint heima hjá manni um jólin, það sér nefnilega enginn. (Nema kannski álfarnir ef þeir vilja halda partí. Treysti Hugrúnu síðan til að henda þeim út þegar hún kemur þann 27.)
Ég er að fara heim ekkjámorgunheldur hinn og ætla að búa í ömmuhúsi. (Þar sem ömmurúm er of stutt fyrir litlabróður, en ekki fyrir Rannsóknarskipið. Já, við erum margt smátt fólk.) Þar með komum við Hugrún til með að búa saman í tæpa viku... af því að okkur gengur það alltaf svo ljómandi vel... Juminn...
Ísskápurinn minn er tómur og ég fantasera þessa dagana mikinn um hvað ég ætla að borða í jólafríinu. Það er margt stórt.
Þetta var helgi menningar og félagslegrar meðvitundar á alla kanta.
Á föstudaxkvöld ákvað ég að nenna ekki á Memento Mori (enda saumavélin sem ég ætlaði að sækja flúin af vettvangi) og ákvað í staðinn að vera heima og horfa á þrennt í sjónvarpinu í einu. List sem aðeins er hægt að iðka ef maður er aleinn um fjarstýringuna. Fljótlega urðu þó bæði Law & Order og Ædolið að lúta í lægra haldi, heimildaþátturinn um Band Aid tók alveg yfir. Þetta er, að ég held, í fyrsta skipti sem ég hef grenjað yfir heimildamynd. Ég veit ekki alveg hvort það var hreinlega það að sjá öll æskugoðin mín á einum stað að syngja jólalag, eða upprifjun á hungurkláms-myndunum frá Eþíópíu, eða myndir af sama stað nú 20 árum seinna þegar menn eru tiltölulega glaðir, börnin kát og ekkert tiltakanlega svöng, en ég vatnaði mörgum músum. Á milli þess þegar ég skellihló að lýsingunum á því hvað allar eitís stjörnurnar voru þunnar þennan dag og hversu alvarleg hárspreyslykt var í loftinu. (Og svo eru menn hissa á því að það hafi komið gat á Ósonlagið?) Og að Boy George sem var næstum eini maðurinn í heiminum sem var kominn út úr skápnum og þreyttist ekki á að bregða samgoðum sínum um samkynhneigð. Sérstaklega George Michael (!)
Á laugardaxkvöld byrjaði ég á að fara að sjá Birdy hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar. Skemmst frá því að segja að sú sýning er mikil snilld. Hver silkihúfan upp af annarri í leikarahópnum og flottar lausnir út um allt. Virkilega gaman að sjá.
Velkominn Ingvar.
Þaðan lá leiðin á Þjóðleikhúskjallarann að sjá fjóra kraftflimtingamenn í röð með Ágústu Skúla á milli. Það var algjör gargandi snilld og mér er ennþá illt í hlævöðvunum.
Í gærkvöldi reif ég mig svo upp úr þynnkunni og fór að sjá leikritið Þú veist hvernig þetta er, hjá Stúdentaleikhúsinu. Fyrr á árinu var eitthvað verið að reyna að segja mér að pólitískt leikhús væri dautt og úrelt. Það er haugalygi. Sem er eins gott vegna þess að þá væri nú minn leikritunarferill á enda. Þessi sýning er gargandi snilld og gladdi mig gífurlega þar sem þar sem það er nú ljóst að ég er ekki eina manneskjan sem finnst þetta þjóðfélag vera að sigla hraðbyri til Helvítis. Þetta átti víst að vera allra síðasta sýning, en mér finnst það ætti að vera allavega ein enn, starfsmannasýning á Alþingi.
Og svo eru víst bara að koma jól! Jahjarna.
Á föstudaxkvöld ákvað ég að nenna ekki á Memento Mori (enda saumavélin sem ég ætlaði að sækja flúin af vettvangi) og ákvað í staðinn að vera heima og horfa á þrennt í sjónvarpinu í einu. List sem aðeins er hægt að iðka ef maður er aleinn um fjarstýringuna. Fljótlega urðu þó bæði Law & Order og Ædolið að lúta í lægra haldi, heimildaþátturinn um Band Aid tók alveg yfir. Þetta er, að ég held, í fyrsta skipti sem ég hef grenjað yfir heimildamynd. Ég veit ekki alveg hvort það var hreinlega það að sjá öll æskugoðin mín á einum stað að syngja jólalag, eða upprifjun á hungurkláms-myndunum frá Eþíópíu, eða myndir af sama stað nú 20 árum seinna þegar menn eru tiltölulega glaðir, börnin kát og ekkert tiltakanlega svöng, en ég vatnaði mörgum músum. Á milli þess þegar ég skellihló að lýsingunum á því hvað allar eitís stjörnurnar voru þunnar þennan dag og hversu alvarleg hárspreyslykt var í loftinu. (Og svo eru menn hissa á því að það hafi komið gat á Ósonlagið?) Og að Boy George sem var næstum eini maðurinn í heiminum sem var kominn út úr skápnum og þreyttist ekki á að bregða samgoðum sínum um samkynhneigð. Sérstaklega George Michael (!)
Á laugardaxkvöld byrjaði ég á að fara að sjá Birdy hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar. Skemmst frá því að segja að sú sýning er mikil snilld. Hver silkihúfan upp af annarri í leikarahópnum og flottar lausnir út um allt. Virkilega gaman að sjá.
Velkominn Ingvar.
Þaðan lá leiðin á Þjóðleikhúskjallarann að sjá fjóra kraftflimtingamenn í röð með Ágústu Skúla á milli. Það var algjör gargandi snilld og mér er ennþá illt í hlævöðvunum.
Í gærkvöldi reif ég mig svo upp úr þynnkunni og fór að sjá leikritið Þú veist hvernig þetta er, hjá Stúdentaleikhúsinu. Fyrr á árinu var eitthvað verið að reyna að segja mér að pólitískt leikhús væri dautt og úrelt. Það er haugalygi. Sem er eins gott vegna þess að þá væri nú minn leikritunarferill á enda. Þessi sýning er gargandi snilld og gladdi mig gífurlega þar sem þar sem það er nú ljóst að ég er ekki eina manneskjan sem finnst þetta þjóðfélag vera að sigla hraðbyri til Helvítis. Þetta átti víst að vera allra síðasta sýning, en mér finnst það ætti að vera allavega ein enn, starfsmannasýning á Alþingi.
Og svo eru víst bara að koma jól! Jahjarna.
17.12.04
Var að átta mig á því að ég hef ekki heyrt í einum einasta jólafýlupoka fyrir þessi jól! Mikil undur. Yfirleitt lendir maður nú alltaf í einum eða tveimur sem segjast „ekki sjá tilganginn með öllu þessu veseni“ eða bölsótast yfir því að einhverjir skulu græða á öllu saman. Svo eru náttlega allir sem eru of matsjó til að viðurkenna að þeim þyki jafnvæmið fyrirbæri og jólin, með öllu sínu glimmeri, falleg og góð.
En, í ár hefur jólafýlan verið víðsfjarri. Reyndar smá hætta á að hún taki að ásækja mig eftir hádegi þar sem ég hyggst eyða eftirmiðdeginu í Kringlunni... Ásamt hálfri þjóðinni.
Talandi um þjóðina, ég lenti á smá hugstrump um heims- og þjóðmálin og var að huxa um að rífa smá kjaft. Endaði í langhundi.
Það er helst í fréttum að ríkisstjórnin ætlar að kaupa verk Sigmunds á 18 milljónir. Ekki það að öll hans verk eru varðveitt, til útgefin og hvur veit hvað, en þegar mann vantar pening er náttlega fínt að vera vinur Sjálfstæðisflokksins. Ætli ég geti selt ríkisstjórninni eitthvað, t.d. sál mína, fyrir 18 milljónir? Þá gæti ég akkúrat keypt piparkökuhúsið.
Og Bin Laden kallinn er búinn að senda frá sér tilkynningu þar sem hann áréttar að stjórnvöld í Sádi-Arabíu séu ekki vinir sínir. Er þetta ekki stórmerkilegt? Sádí er landið sem beinast lægi við að kenna um tilvist hans og Al-Kaída. Á móti kemur að þetta er eitt af fáum löndum sem Bandaríkjamenn vilja alls ekki pota neitt í. Hvað sem mannréttindabrotum, hryðjuverkasamtökum eða gereyðingavopnaeign líður. Og svo skemmtilega vill til að Usama kallinn tekur skýrt fram með reglulegu millibili að þeir séu ekki vinir hans. Tilviljun? My ass. (Mitt félagsheimili.)
Ætla menn virkilega ekkert að fara að sjá í gegnum þetta?
Ég verð alltaf fokvond þegar ég heyri menn halda því fram í fúlustu alvöru að það hafi þurft að koma Saddam og Talebönum frá völdum þar sem þeir hafi verið svo vondir við þegnana sína. Ekki það að það sé ekki alveg laukrétt. En hvað með alla einvaldana í Afríku? Hvað með borgarastíðið í Kongó þar sem 3 milljónum manna var slátrað á 5 árum? Hvað með Sádí Arabíu? Hvað með Bandaríkin þar sem menn fá að drepast ofan í klofin á sér umvörpum vegna vanrækslu stjórnarinnar? Hvað með talebanísku sértrúarþorpin í Bandaríkjunum þar þar sem allir vita að mannréttindi eru fótum troðin? Það er meira að segja búið að gera bandaríska fréttaþætti um þá í lange baner. Og er í ljósi alls þessa virkilega einhver svo skyni skroppinn að halda að Bandaríkjamenn séu að slátra Írökum með mannréttindasjónarmið að leiðarljósi?
Og er einhver að kaupa það að við séum á lista hinna sauðheimsku og viljugu af sömu ástæðu? Nei, við erum þar vegna þess að við erum hérna með hersetið land. Og við þurfum að halda áfram að sleikja bandaríska rassa á meðan við viljum hafa vinnu fyrir Suðurnesjamenn og nærsveitunga og alþjóðaflugvöll.
Allt þetta vita allir, og það fer í pirrurnar á mér að forsætisráðherrarnir mínir, núna tveir í röð, skuli ekki bera meiri virðingu fyrir heilabúum landsmanna en svo að þeir skuli reyna statt og stöðugt að ljúga einhverju öðru.
En, staðreyndin er sú að í ákveðnum málefnum er ríkisstjórnin okkar leppstjórn. Við höfum aldrei verið sjálfstætt ríki, þó við viljum halda öðru fram á 17. júní. Sorrí gæs, frelsishetjurnar góðu störfuðu til einskis í sexhundruð sumur og gengu til einskis götuna fram eftir veg. Það er bara þannig. Daginn eftir lýðræðistökuna, eða jafnvel fyrr, seldum við landið. Reyndar bara fyrir nokkuð gott verð. Eða vildu menn kannski heldur búa enn í torfkofum og vera kotbændur?
Þjóðarhreyfingin verður sumsé að gera sér grein fyrir því hvað það gæti hugsanlega kostað okkur að fara af þessum ágæta lista. Eru menn til í að fara alltaf á báti til útlanda?
En, í ár hefur jólafýlan verið víðsfjarri. Reyndar smá hætta á að hún taki að ásækja mig eftir hádegi þar sem ég hyggst eyða eftirmiðdeginu í Kringlunni... Ásamt hálfri þjóðinni.
Talandi um þjóðina, ég lenti á smá hugstrump um heims- og þjóðmálin og var að huxa um að rífa smá kjaft. Endaði í langhundi.
Það er helst í fréttum að ríkisstjórnin ætlar að kaupa verk Sigmunds á 18 milljónir. Ekki það að öll hans verk eru varðveitt, til útgefin og hvur veit hvað, en þegar mann vantar pening er náttlega fínt að vera vinur Sjálfstæðisflokksins. Ætli ég geti selt ríkisstjórninni eitthvað, t.d. sál mína, fyrir 18 milljónir? Þá gæti ég akkúrat keypt piparkökuhúsið.
Og Bin Laden kallinn er búinn að senda frá sér tilkynningu þar sem hann áréttar að stjórnvöld í Sádi-Arabíu séu ekki vinir sínir. Er þetta ekki stórmerkilegt? Sádí er landið sem beinast lægi við að kenna um tilvist hans og Al-Kaída. Á móti kemur að þetta er eitt af fáum löndum sem Bandaríkjamenn vilja alls ekki pota neitt í. Hvað sem mannréttindabrotum, hryðjuverkasamtökum eða gereyðingavopnaeign líður. Og svo skemmtilega vill til að Usama kallinn tekur skýrt fram með reglulegu millibili að þeir séu ekki vinir hans. Tilviljun? My ass. (Mitt félagsheimili.)
Ætla menn virkilega ekkert að fara að sjá í gegnum þetta?
Ég verð alltaf fokvond þegar ég heyri menn halda því fram í fúlustu alvöru að það hafi þurft að koma Saddam og Talebönum frá völdum þar sem þeir hafi verið svo vondir við þegnana sína. Ekki það að það sé ekki alveg laukrétt. En hvað með alla einvaldana í Afríku? Hvað með borgarastíðið í Kongó þar sem 3 milljónum manna var slátrað á 5 árum? Hvað með Sádí Arabíu? Hvað með Bandaríkin þar sem menn fá að drepast ofan í klofin á sér umvörpum vegna vanrækslu stjórnarinnar? Hvað með talebanísku sértrúarþorpin í Bandaríkjunum þar þar sem allir vita að mannréttindi eru fótum troðin? Það er meira að segja búið að gera bandaríska fréttaþætti um þá í lange baner. Og er í ljósi alls þessa virkilega einhver svo skyni skroppinn að halda að Bandaríkjamenn séu að slátra Írökum með mannréttindasjónarmið að leiðarljósi?
Og er einhver að kaupa það að við séum á lista hinna sauðheimsku og viljugu af sömu ástæðu? Nei, við erum þar vegna þess að við erum hérna með hersetið land. Og við þurfum að halda áfram að sleikja bandaríska rassa á meðan við viljum hafa vinnu fyrir Suðurnesjamenn og nærsveitunga og alþjóðaflugvöll.
Allt þetta vita allir, og það fer í pirrurnar á mér að forsætisráðherrarnir mínir, núna tveir í röð, skuli ekki bera meiri virðingu fyrir heilabúum landsmanna en svo að þeir skuli reyna statt og stöðugt að ljúga einhverju öðru.
En, staðreyndin er sú að í ákveðnum málefnum er ríkisstjórnin okkar leppstjórn. Við höfum aldrei verið sjálfstætt ríki, þó við viljum halda öðru fram á 17. júní. Sorrí gæs, frelsishetjurnar góðu störfuðu til einskis í sexhundruð sumur og gengu til einskis götuna fram eftir veg. Það er bara þannig. Daginn eftir lýðræðistökuna, eða jafnvel fyrr, seldum við landið. Reyndar bara fyrir nokkuð gott verð. Eða vildu menn kannski heldur búa enn í torfkofum og vera kotbændur?
Þjóðarhreyfingin verður sumsé að gera sér grein fyrir því hvað það gæti hugsanlega kostað okkur að fara af þessum ágæta lista. Eru menn til í að fara alltaf á báti til útlanda?
16.12.04
Það var náttúrulega ljóst, áður en ég flutti í dásamlegu íbúðina mína, að kannski yrði ég þar ekki sérstaklega lengi. Var náttúrulega þegar búin að leggja drög að huxanlegri stækkun á fjölskyldunni, og það um tvo frekar en einn. (Þar á ég við Rannsóknarskipið og Smábátinn, svona til að enginn misskilningur fari nú á kreik.)
Og það verður að viðurkennast að ég var farin að huxa til þess með hálfgerðum hryllingi að þurfa huxanlega í fyrirsjáanlegri framtíð að flytja búferlum úr dásamlega hanabjálkanum mínum sem brakar í í einhverja drapplitaða blokk í úthverfi með ferköntuðum gluggum og baðkari í staðlaðri stærð.
En í gær herti ég loxins upp hugann og gáði hvað er þarna úti. Bara svona til að vita það. Og er rórra. Á meðan svona piparkökuhús eru að laumast um á markaðnum annað slagið þá hlýtur að verða hægt að finna eitthvað skemmtilegt í fyrirsjáanlegu framtíðinni líka.
Og það verður að viðurkennast að ég var farin að huxa til þess með hálfgerðum hryllingi að þurfa huxanlega í fyrirsjáanlegri framtíð að flytja búferlum úr dásamlega hanabjálkanum mínum sem brakar í í einhverja drapplitaða blokk í úthverfi með ferköntuðum gluggum og baðkari í staðlaðri stærð.
En í gær herti ég loxins upp hugann og gáði hvað er þarna úti. Bara svona til að vita það. Og er rórra. Á meðan svona piparkökuhús eru að laumast um á markaðnum annað slagið þá hlýtur að verða hægt að finna eitthvað skemmtilegt í fyrirsjáanlegu framtíðinni líka.
15.12.04
Það veit sennilega ekki á gott þegar það er búið að sjóða á manni einu sinni, og maður er búinn að rífa kjaft á leiklistarspjallinu, fyrir klukkan 10. Bölvaðir bjánar út um allt, alltaf hreint.
Og bíllinn nennti ekki heim úr vinnunni í gærkvöldi, þverskallaðist við að fara í gang og fékk að gista þar. Vona bara að hann taki við sér á eftir, til þess að Faðir Vor geti fengið hann lánaðan.
Og ég er ekkert farin að jólast. Alveg pollróleg yfir því líka. Er næstum alveg viss um að jólin koma hvað sem ég geri eða geri ekki. Næstum alveg. Íbúðin er allavega öll í drasli og ég er ekki búin að kaupa svo mikið sem eina jólagjöf. Sé fram á að eyða helginni í Smáralindinni, ef drossían lofar.
Og ég skil ekki hvert tíminn fer. Nú er einhver búinn að vera að fikta í þessu.
Og ég er búin að vera að reyna að komast að því hvort næsta Harry Potter bók sé ekki á leiðinni. En, nei. Ég komst bara að því að höfundurinn er óléttur, einu sinni enn. Getur þetta fólk ekki hamið sig nokkra stund? Hins vegar las ég heimasíðu J.K. Rowling áðan, alveg upp til agna, og fyrirgaf henni barnadelluna, upp að vissu marki. Þessi vefur er nefnilega skemmtilegur og fær hérmeð fastan link.
Líka Osho.com, Zen tarot, sem hefði náttúrulega átt að vera komið inn fyrir löngu.
Og bíllinn nennti ekki heim úr vinnunni í gærkvöldi, þverskallaðist við að fara í gang og fékk að gista þar. Vona bara að hann taki við sér á eftir, til þess að Faðir Vor geti fengið hann lánaðan.
Og ég er ekkert farin að jólast. Alveg pollróleg yfir því líka. Er næstum alveg viss um að jólin koma hvað sem ég geri eða geri ekki. Næstum alveg. Íbúðin er allavega öll í drasli og ég er ekki búin að kaupa svo mikið sem eina jólagjöf. Sé fram á að eyða helginni í Smáralindinni, ef drossían lofar.
Og ég skil ekki hvert tíminn fer. Nú er einhver búinn að vera að fikta í þessu.
Og ég er búin að vera að reyna að komast að því hvort næsta Harry Potter bók sé ekki á leiðinni. En, nei. Ég komst bara að því að höfundurinn er óléttur, einu sinni enn. Getur þetta fólk ekki hamið sig nokkra stund? Hins vegar las ég heimasíðu J.K. Rowling áðan, alveg upp til agna, og fyrirgaf henni barnadelluna, upp að vissu marki. Þessi vefur er nefnilega skemmtilegur og fær hérmeð fastan link.
Líka Osho.com, Zen tarot, sem hefði náttúrulega átt að vera komið inn fyrir löngu.
14.12.04
Fór á samlestur hjá Hugleik í gær. Ætlaði „bara að kíkja og sjá framan í fólkið“ alveg ákveðin í að „gera ekkert eftir áramót“ en þegar á hólminn var komið greip mig einhver óútskýranleg löngun til að vera aðstoðarleikstjóri. Enda leikstjórar verka vorsins ekki af verri endanum, Bergur Ingólfs og Toggi, en þeir eru þeir einu sem, fattaði ég á leiðinni heim, hafa leikstýrt verkum í fullri lengd eftir mig. Tilviljun? Trúlega.
Ég sumsé bauðst til að vera aðstoðarleikstjóri í hverju sem vera vildi og þar með er planið um að "gera ekkert" farið út um gluggann. En, iss, var einhver að trúa á það?
Og, er búin að skipuleggja leikhúshelgi um þá næstu. Bara svona af því að mér finnst fyndið að hafa leikhúshelgi helgina fyrir jól þegar allar keeellingar eiga að vera uppi á eldhússkápunum, samkvæmt forskrift móður minnar. Finnst ég vera að rebella.
Á föstudaginn ætla ég að vera á Memento Mori, aftur, á laugardag ætla ég að sjá Birdy hjá Leikfélagið Hafnarfjarðar, ef hægt sé, og á sunnudaginn verk Stúdentaleikhússins sem menn halda vart vatni yfir.
Einhvern tíma skilst mér svo að kraftflimtingamaðurinn Snorri minn Hergill sé með uppistand og það ætla ég helst að sjá líka. Síðasta helgi fyrir jól verður semsagt alveg vaðandi í menningu.
Ég sumsé bauðst til að vera aðstoðarleikstjóri í hverju sem vera vildi og þar með er planið um að "gera ekkert" farið út um gluggann. En, iss, var einhver að trúa á það?
Og, er búin að skipuleggja leikhúshelgi um þá næstu. Bara svona af því að mér finnst fyndið að hafa leikhúshelgi helgina fyrir jól þegar allar keeellingar eiga að vera uppi á eldhússkápunum, samkvæmt forskrift móður minnar. Finnst ég vera að rebella.
Á föstudaginn ætla ég að vera á Memento Mori, aftur, á laugardag ætla ég að sjá Birdy hjá Leikfélagið Hafnarfjarðar, ef hægt sé, og á sunnudaginn verk Stúdentaleikhússins sem menn halda vart vatni yfir.
Einhvern tíma skilst mér svo að kraftflimtingamaðurinn Snorri minn Hergill sé með uppistand og það ætla ég helst að sjá líka. Síðasta helgi fyrir jól verður semsagt alveg vaðandi í menningu.
12.12.04
Í gær var nú aldeilis góður dagur. Á meðan ég var ennþá á náttfötunum unnu mínir menn skemmtilegan sigur á þessum illum með þeim afleiðingum að ég söng hástöfum í baðinu, nágrönnum mínum eflaust til mikillar skemmtunar. Og þá er bara að vona að þessir haldi þessum á mottunni í dag til þess að mínir hangi á öðru sætinu í deildinni.
Og þá eru mínir allt í einu komnir í topp-ish slag við menn litlabróður, sem fyrir skemmstu voru lávarðar heims. Það er nú aldeilis skemmtilegt.
Og þá eru mínir allt í einu komnir í topp-ish slag við menn litlabróður, sem fyrir skemmstu voru lávarðar heims. Það er nú aldeilis skemmtilegt.
10.12.04
Langtímamarkmið: Næstu jól ætla ég að eiga Aftur Sama Kærastann.
Var að huxa um jólagjafir handa Nýja Manninum og Nýja Barninu og hef ekki hugmynd. Og fékk margfalt deja vu. Þetta eru sumsé fjórðu jólin í röð sem ég á Nýjan Mann og veit ekkert í minn haus. Finnst klént að bjarga mér önnur jólin í röð á Liverpool-dóti. Hef reyndar þann valkost í ár að bjarga þessu með áfengi (gagnvart Rannsóknarskipinu, ekki Smábátnum... ennþá... held ég...) en notaði það eiginlega þegar hann átti afmæli.
Ég er orðin of gömul til að nota hugmyndaflugið á hverju ári. Þess vegna segi ég og skrifa, og Morrinn má éta mig í heilu lagi ef ég stend ekki við það, ég ætla Aldrei Aftur að Skipta um Mann. Aldrei.
Ef það verður aftur reynt að að dömpa mér ætla ég bara að stinga puttunum í eyrun, loka augunum og syngja hátt: „Heyri ekki tilðín! Lallallah!“
Og ef það text samt, á einhvern lymskulegan hátt, eins og t.d. í tölvupósti, og einhver annar ætlar að fara að gera hosur sínar grænar fyrir næstu jól, þá ætla ég að segja: „Þegiðu og farðu, nenni ekki að tala við þig fyrr en eftir áramót.“
Allt útspekúlerað.
Var að huxa um jólagjafir handa Nýja Manninum og Nýja Barninu og hef ekki hugmynd. Og fékk margfalt deja vu. Þetta eru sumsé fjórðu jólin í röð sem ég á Nýjan Mann og veit ekkert í minn haus. Finnst klént að bjarga mér önnur jólin í röð á Liverpool-dóti. Hef reyndar þann valkost í ár að bjarga þessu með áfengi (gagnvart Rannsóknarskipinu, ekki Smábátnum... ennþá... held ég...) en notaði það eiginlega þegar hann átti afmæli.
Ég er orðin of gömul til að nota hugmyndaflugið á hverju ári. Þess vegna segi ég og skrifa, og Morrinn má éta mig í heilu lagi ef ég stend ekki við það, ég ætla Aldrei Aftur að Skipta um Mann. Aldrei.
Ef það verður aftur reynt að að dömpa mér ætla ég bara að stinga puttunum í eyrun, loka augunum og syngja hátt: „Heyri ekki tilðín! Lallallah!“
Og ef það text samt, á einhvern lymskulegan hátt, eins og t.d. í tölvupósti, og einhver annar ætlar að fara að gera hosur sínar grænar fyrir næstu jól, þá ætla ég að segja: „Þegiðu og farðu, nenni ekki að tala við þig fyrr en eftir áramót.“
Allt útspekúlerað.
Nú er heima.
Nákvæmlega 2 vikur í aðfangadag, baðkarið mjakast nær og nær Betlehem og þjóðfélagið nær og nær barmi taugaáfalls, og ég er ekkert farin að gera. Íbúðin mín lítur alls ekki út eins og systir mín hin smámunasamari sé að fara að vera þar um áramótin og ég veit ekki neitt um jólagjafir handa neinum. Sé fram að að eyða næstu tveimur helgum í Smáralindinni með taugadrullu.
Desember, alltaf sama stuðið.
Get þó ekki á mér setið að senda öllum námsmönnum nær og fjær innilegar samúðarkveðjur. Man allt of greinilega hvað þeir eru að ganga í gegnum *hryll* allavega nógu vel til að ætla aldrei að læra neitt framar.
Ég man hins vegar ennþá lengra aftur þegar desember var skemmtilegasti mánuður í heimi. Maður fékk súkkulaðidagatal (ekki enn búið að finna upp á þeirri fásinnu að súkkulaði væri óhollur morgunmatur fyrir börn), fékk í skóinn, og svo var jólaköku- og laufabrauðsbakstur og amma gerði flatbrauð niðri í kjallara. Og litlujól. Og alvörujól. Og áramót sem voru ekkert misheppnuð þó manni láðist að detta íða og manni var alveg sama hver væri að spila á ballinu. Gjörsamlega endalaus haugur af skemmtan.
Hvað varð eiginlega af þessu öllu saman? Það kannski bara rétt sem mamma mín (hin næstum sextuga kona sem er ekki orðin amma) andvarpar um hver jól: Það eru nú eiginlega engin jól nema það séu börn...
Beini þeim tilmælum til bróður míns, hins harðgifta, að fara nú að bæta úr þessu! Helst fyrir jól!
(Ef hann þorir... veit reyndar ekki hvernig nokkru barni myndi reiða af með þrjár frenjur eins og okkur systur hans fyrir föðursystur... þannig að ég skil vel ef hann þorir ekki...)
Nákvæmlega 2 vikur í aðfangadag, baðkarið mjakast nær og nær Betlehem og þjóðfélagið nær og nær barmi taugaáfalls, og ég er ekkert farin að gera. Íbúðin mín lítur alls ekki út eins og systir mín hin smámunasamari sé að fara að vera þar um áramótin og ég veit ekki neitt um jólagjafir handa neinum. Sé fram að að eyða næstu tveimur helgum í Smáralindinni með taugadrullu.
Desember, alltaf sama stuðið.
Get þó ekki á mér setið að senda öllum námsmönnum nær og fjær innilegar samúðarkveðjur. Man allt of greinilega hvað þeir eru að ganga í gegnum *hryll* allavega nógu vel til að ætla aldrei að læra neitt framar.
Ég man hins vegar ennþá lengra aftur þegar desember var skemmtilegasti mánuður í heimi. Maður fékk súkkulaðidagatal (ekki enn búið að finna upp á þeirri fásinnu að súkkulaði væri óhollur morgunmatur fyrir börn), fékk í skóinn, og svo var jólaköku- og laufabrauðsbakstur og amma gerði flatbrauð niðri í kjallara. Og litlujól. Og alvörujól. Og áramót sem voru ekkert misheppnuð þó manni láðist að detta íða og manni var alveg sama hver væri að spila á ballinu. Gjörsamlega endalaus haugur af skemmtan.
Hvað varð eiginlega af þessu öllu saman? Það kannski bara rétt sem mamma mín (hin næstum sextuga kona sem er ekki orðin amma) andvarpar um hver jól: Það eru nú eiginlega engin jól nema það séu börn...
Beini þeim tilmælum til bróður míns, hins harðgifta, að fara nú að bæta úr þessu! Helst fyrir jól!
(Ef hann þorir... veit reyndar ekki hvernig nokkru barni myndi reiða af með þrjár frenjur eins og okkur systur hans fyrir föðursystur... þannig að ég skil vel ef hann þorir ekki...)
8.12.04
Pfff. Uppfylling fyrirheita um hálft atvinnuleysi virðast nú ætla eitthvað að láta á sér standa... Eins og staðan er í dag lít ég út fyrir að vera að vinna á Dévoffinu frá og með deginum í dag til og með fimmtudax í næstu viku. Svindl... En vona nú að uppsögn mín taki gildi einhvern tíma á þeim tíma. Nenni allsallsekki...
Fór með einkabarnið, ásamt með ljóta miðanum frá skoðunarmanninum, á verkstæði í morgun. Þar tók við því föðurlegur maður sem lofaði að sjá til að það fengi bót allra meina sinna og yrði búið að fara í endurskoðun fyrir daxlok. Þá er bara eftir að láta laga framrúðuna, sem mennirnir á hinu verkstæðinu sprengdu. En ólíklegt er að greyið komist í nýjan alklæðnað (heilsprautun) fyrir jól, sýnist mér. Litla græna gæludýrið mitt er samt allt að verða hið fínasta.
Á þessum árstíma annríkis hjá öllum öðrum gerist hins vegar alltaf nokkuð merkilegt á minni skrifstofu. Nefnilega mest lítið, fyrir utan einn og einn jólasvein sem vantar skegglím. Það er byrjað að sjást niður úr haugunum af því sem ég þarf að skrá og vesenast með þannig að hér ríkja rólegheit, fyrir utan eina og eina sprengingu frá athafnasvæðinu við hliðina. Þær gera það að verkum að minjagripum í hillum fer fækkandi, sem aftur gerir jólahreingerningu komanda auðveldari. Og er það vel.
Það rignir annars hundum, köttum og páfagaukum í dag. Ekki sérstaklega jólalegt... Var samt að fatta að ég er að fara heim í heiðardalinn eftir nákvæmilega 2 vikur!
Jibbíkóla!
Fór með einkabarnið, ásamt með ljóta miðanum frá skoðunarmanninum, á verkstæði í morgun. Þar tók við því föðurlegur maður sem lofaði að sjá til að það fengi bót allra meina sinna og yrði búið að fara í endurskoðun fyrir daxlok. Þá er bara eftir að láta laga framrúðuna, sem mennirnir á hinu verkstæðinu sprengdu. En ólíklegt er að greyið komist í nýjan alklæðnað (heilsprautun) fyrir jól, sýnist mér. Litla græna gæludýrið mitt er samt allt að verða hið fínasta.
Á þessum árstíma annríkis hjá öllum öðrum gerist hins vegar alltaf nokkuð merkilegt á minni skrifstofu. Nefnilega mest lítið, fyrir utan einn og einn jólasvein sem vantar skegglím. Það er byrjað að sjást niður úr haugunum af því sem ég þarf að skrá og vesenast með þannig að hér ríkja rólegheit, fyrir utan eina og eina sprengingu frá athafnasvæðinu við hliðina. Þær gera það að verkum að minjagripum í hillum fer fækkandi, sem aftur gerir jólahreingerningu komanda auðveldari. Og er það vel.
Það rignir annars hundum, köttum og páfagaukum í dag. Ekki sérstaklega jólalegt... Var samt að fatta að ég er að fara heim í heiðardalinn eftir nákvæmilega 2 vikur!
Jibbíkóla!
7.12.04
Nú ætla ég að stríða Höllu.
Þann 6.10. (rétt áður en ég fór norður á hinn afdrifaríka haustfund) skrifaði hún nefnilega svohljóðandi komment á bloggið mitt:
Líklega er helst að finna karla með fulle mem úti í skógi? Þeir eru amk ekki á Akureyri og nágrenni Sigga mín, ef þú ætlar að skoða þig um fyrir norðan ljúfan!
Hahaha! Sumir hafa greinilega minni trú á sinni heimabyggð en efni standa til!
Halla þó! Nú held ég að Rannsóknarskipið verði hvumsa.
Þann 6.10. (rétt áður en ég fór norður á hinn afdrifaríka haustfund) skrifaði hún nefnilega svohljóðandi komment á bloggið mitt:
Líklega er helst að finna karla með fulle mem úti í skógi? Þeir eru amk ekki á Akureyri og nágrenni Sigga mín, ef þú ætlar að skoða þig um fyrir norðan ljúfan!
Hahaha! Sumir hafa greinilega minni trú á sinni heimabyggð en efni standa til!
Halla þó! Nú held ég að Rannsóknarskipið verði hvumsa.
6.12.04
Best að hætta að þvæla um einhver jólalög og fara að einbeita sér að því sem máli skiptir. Er ekki einu sinni byrjuð að huxa um jólagjafir. Hvað þá fara í búðir. Geissssp.
Þessa dagana eru þeir auðþekkjanlegir sem vinna í búð. Það eru þessir þreyttustu sem maður sér. Þeir sem vinna á veitingastöðum væru enn auðþekkjanlegri vegna þreytu, ef þeir sæjust einhvern tíma annars staðar en í vinnunni.
Alltaf þegar ég á leið framhjá Lækjarbrekku þessa dagana fer um mig hálfgerður hrollur, en að sama skapi hálflangar mig að stökkva upp á Litlu-Brekku, skella Mariuh Carey í spilarann og fara að dekka upp, syngjandi hástöfum. Vona bara að sú freisting fari ekki að bera mig ofurliði. Þegar ég verð orðin atvinnulaus að hlutastarfi þarf ég nefnilega að skrifa dót.
Fór á tónleika með Hraun um helgina. Það var skemmtilegt. Gerði nákvæmilega ekkert annað og átti í mestu vandræðum með að halda mér vakandi það sem eftir lifði helgar. Skammdegisþunglyndið heldur betur farið að kikka inn. Það er alltaf jafnskemmtilegt. Þegar maður gerir ekkert, en er síðan með vonda samvisku yfir að gera ekkert, en gerir samt ekkert. Og fær meiri vonda samvisku. Þarf að fara að éta blómafræbbla og kál, eða eitthvað.
Þessa dagana eru þeir auðþekkjanlegir sem vinna í búð. Það eru þessir þreyttustu sem maður sér. Þeir sem vinna á veitingastöðum væru enn auðþekkjanlegri vegna þreytu, ef þeir sæjust einhvern tíma annars staðar en í vinnunni.
Alltaf þegar ég á leið framhjá Lækjarbrekku þessa dagana fer um mig hálfgerður hrollur, en að sama skapi hálflangar mig að stökkva upp á Litlu-Brekku, skella Mariuh Carey í spilarann og fara að dekka upp, syngjandi hástöfum. Vona bara að sú freisting fari ekki að bera mig ofurliði. Þegar ég verð orðin atvinnulaus að hlutastarfi þarf ég nefnilega að skrifa dót.
Fór á tónleika með Hraun um helgina. Það var skemmtilegt. Gerði nákvæmilega ekkert annað og átti í mestu vandræðum með að halda mér vakandi það sem eftir lifði helgar. Skammdegisþunglyndið heldur betur farið að kikka inn. Það er alltaf jafnskemmtilegt. Þegar maður gerir ekkert, en er síðan með vonda samvisku yfir að gera ekkert, en gerir samt ekkert. Og fær meiri vonda samvisku. Þarf að fara að éta blómafræbbla og kál, eða eitthvað.
4.12.04
Útlitsdýrkun í jólalagi
Í fyrra var ég að hlusta á hina snilldarlegu jólaplötu með Þrjú á palli. (Gjarnan nefnd JólaplatAN með ákveðnum greini á mínu heimili.) Og fór að hlusta á textann í jólalaginu sem byrjar:
Ég þekki Grýlu og ég hef hana séð.
Hún er sig svo ófríð og illileg með.
Í þessu lagi er sumsé gerður aðsúgur að útlitinu á konugreyinu, því haldið fram að hún hafi 3 höfuð, eyru niður á læri og fleira. Hins vegar er ekkert minnst á hvað hún gerir, svona að öðru leyti. Boðskapurinn er einfaldlega sá að Grýla sé óheppin í útliti og þar af leiðandi vond og ill.
Segiði svo að útlitsdýrkun Íslendinga sé nýtilkomin!
Í fyrra var ég að hlusta á hina snilldarlegu jólaplötu með Þrjú á palli. (Gjarnan nefnd JólaplatAN með ákveðnum greini á mínu heimili.) Og fór að hlusta á textann í jólalaginu sem byrjar:
Ég þekki Grýlu og ég hef hana séð.
Hún er sig svo ófríð og illileg með.
Í þessu lagi er sumsé gerður aðsúgur að útlitinu á konugreyinu, því haldið fram að hún hafi 3 höfuð, eyru niður á læri og fleira. Hins vegar er ekkert minnst á hvað hún gerir, svona að öðru leyti. Boðskapurinn er einfaldlega sá að Grýla sé óheppin í útliti og þar af leiðandi vond og ill.
Segiði svo að útlitsdýrkun Íslendinga sé nýtilkomin!
3.12.04
Meira af jólalögum...
Um árið var mikil umræða um jólalagið „Jólasveinar ganga um gólf“. Ég hélt í einfeldni minni að þetta væri nú bara einhver bóla, menn myndu átta sig á því að það gengi náttúrulega ekkert að ætla að fara að breyta þessu með einhverju handafli. En, í gær heyrði ég útundan mér að það var einhver hljómsveit að spila jólalög á rás 2. Og, hvað heyri ég? Stúlka með fallega rödd syngur:
...uppi á hól stend ég og kanna...
og skammast sín ekki einu sinni. Ég bara tek ekki þátt í þessu. Ég segi heldur ALDREI Mexíkói. Mér er alveg sama hvað hver segir. Á meðan ég dreg andann skal ég syngja: Uppi á STól stendUR MÍN KANNA, og Lítill MexíKANI með somsombreró, þegar mér þykir henta. Og ekkert rugl.
Það er annars helst í fréttum að nú sér fyrir endann á prófarkalestrarferli mínum. Þykir mér það allt hið besta mál og hef sennilega aldrei verið jafn kát yfir að vera rekin úr nokkurri vinnu. Nú skal spýtt í lófa og lögð drög að aukafjáröflunum sem eru LÍKA skemmtilegar. Er þegar komin með nokkrar hugmyndir og vilyrði frá valinkunnum einstaklingum og lízt vel. Ekkert er nú samt enn á hreinu og allt veltur á því að ég vinni almennilega úr, sem er kannski ólíklegt að gerist miðað við minn letistuðul, þannig að ef einhver veit um einhver skemmtileg hlutastarfsverkefni sem tengjast mínu fagi og/eða áhugasviði og borgar eitthvað þá mega þeir gjarnan setja sig í samband.
Um árið var mikil umræða um jólalagið „Jólasveinar ganga um gólf“. Ég hélt í einfeldni minni að þetta væri nú bara einhver bóla, menn myndu átta sig á því að það gengi náttúrulega ekkert að ætla að fara að breyta þessu með einhverju handafli. En, í gær heyrði ég útundan mér að það var einhver hljómsveit að spila jólalög á rás 2. Og, hvað heyri ég? Stúlka með fallega rödd syngur:
...uppi á hól stend ég og kanna...
og skammast sín ekki einu sinni. Ég bara tek ekki þátt í þessu. Ég segi heldur ALDREI Mexíkói. Mér er alveg sama hvað hver segir. Á meðan ég dreg andann skal ég syngja: Uppi á STól stendUR MÍN KANNA, og Lítill MexíKANI með somsombreró, þegar mér þykir henta. Og ekkert rugl.
Það er annars helst í fréttum að nú sér fyrir endann á prófarkalestrarferli mínum. Þykir mér það allt hið besta mál og hef sennilega aldrei verið jafn kát yfir að vera rekin úr nokkurri vinnu. Nú skal spýtt í lófa og lögð drög að aukafjáröflunum sem eru LÍKA skemmtilegar. Er þegar komin með nokkrar hugmyndir og vilyrði frá valinkunnum einstaklingum og lízt vel. Ekkert er nú samt enn á hreinu og allt veltur á því að ég vinni almennilega úr, sem er kannski ólíklegt að gerist miðað við minn letistuðul, þannig að ef einhver veit um einhver skemmtileg hlutastarfsverkefni sem tengjast mínu fagi og/eða áhugasviði og borgar eitthvað þá mega þeir gjarnan setja sig í samband.
2.12.04
Með vísnasöng ég kökuna mína hræri...
Þessi gullmoli barst mér að norðan í gær. Og ég fór að hugsa um jólalögin. (Hef reyndar ekki heyrt eitt einasta ennþá.) En datt í hug nokkuð sem mig hefur lengi langað til að gera. Nefnilega skoða aðeins texta Sveinbjörns Egilssonar við Heims um ból, út frá heilbrigðri skynsemi og orðabók menningarsjóðs. Það er nefnilega margt skrítið í kýrhausnum.
Heims um ból
helg eru jól.
Gott og vel. Svolítið verið að benda á hið augljósa kannski en...
Signuð mær... (!)
Bíddu nú við? Signuð? Er það gott eða slæmt? „Æi, þú veist, hún Mæja. Hún er eitthvað svo siiiiignuð, mar...“
...son Guðs ól,...
Lengi vel hélt ég að þetta ætti að vera son Guð sól, og fannst það bara alveg í samræmi við vitið í þessum texta.
...frelsun mannanna, frelsisins lind
frumglæði ljóssins,...
Frumglæði! Ójá. Og frumglæði ljóssins? Það eina sem mér dettur í hug er kveikjari. Þá er þetta orðin skemmtileg myndlíking. En svo kemur meira undarlegt:
...en gjörvöll mannkind
meinvill í myrkrunum lá.
Takkfyrir það. Það eina sem mér dettur í hug er að hér sé verið að þýða sum orð beint úr ensku: Mannkind=mankind, Meinvill=meanwhile. Semsagt, á mannamáli, gjörvallt mannkyn var í myrkrinu á meðan. Meikar sens. Annars er þessi meinvill búinn að þvælast fyrir mér alla ævina.
Heimi í hátíð er ný,
himneskt ljós lýsir ský,...
Tímaflakk, gott og vel.
...liggur í jötunni lávarður heims,
lifandi brunnur hins andlega seims,...
Hins andlega... seims? „Já, góðan daginn, ég er að huxa um að ganga í þennan sértrúarsöfnum, ég þarf nefnilega að finna minn andlega seim. Hef grun um að hann sé einhvers staðar við hliðina á konunni í sjálfri mér...“ Nema hér sé aftur verið að beinþýða... lifandi brunnur hins handlega, seems... og þá erum við farin að bregða sálmaskáldinu um vantrú.
konungur lífs vors og ljós.
Gottogvel.
Heyra má himnum í frá
englasöng: Allelújá.
Friður á jörðu því faðirinn er
fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér
Tilreiðir sér? Já, ég tilreiddi mér íbúð um daginn. Svo tilreiddi ég mér nýjan kærasta... Ég er að huxa um að fara að nota þessa ágætu sögn. Að tilreiða.
samastað syninum hjá.
Og það.
Það eru mörg jólalög sem ég skil ekki. Hef til dæmis aldrei skilið hvað lögin „Gekk ég yfir sjó og land“ og „Adam átti syni sjö“ hafa með jólin að gera. Og hvað var hann líka að klappa saman lófunum og stappa niður fótunum og snúa sér í hring eins og fífl? Varð það bara svona almennt eitthvað sem menn gerðu þegar þeir voru búnir að eignast sjö syni og sá? Var maðurinn eitthvað bilaður? Það var kannski líka hann sem var gamli maðurinn sem bjó hinu megin við sjó og land og gat ekki ákveðið hvar hann átti heima? Sá stappaði líka og klappaði og lét öllum illum látum.
Ég held það hafi nú bara verið eitthvað að honum Adam.
Þessi gullmoli barst mér að norðan í gær. Og ég fór að hugsa um jólalögin. (Hef reyndar ekki heyrt eitt einasta ennþá.) En datt í hug nokkuð sem mig hefur lengi langað til að gera. Nefnilega skoða aðeins texta Sveinbjörns Egilssonar við Heims um ból, út frá heilbrigðri skynsemi og orðabók menningarsjóðs. Það er nefnilega margt skrítið í kýrhausnum.
Heims um ból
helg eru jól.
Gott og vel. Svolítið verið að benda á hið augljósa kannski en...
Signuð mær... (!)
Bíddu nú við? Signuð? Er það gott eða slæmt? „Æi, þú veist, hún Mæja. Hún er eitthvað svo siiiiignuð, mar...“
...son Guðs ól,...
Lengi vel hélt ég að þetta ætti að vera son Guð sól, og fannst það bara alveg í samræmi við vitið í þessum texta.
...frelsun mannanna, frelsisins lind
frumglæði ljóssins,...
Frumglæði! Ójá. Og frumglæði ljóssins? Það eina sem mér dettur í hug er kveikjari. Þá er þetta orðin skemmtileg myndlíking. En svo kemur meira undarlegt:
...en gjörvöll mannkind
meinvill í myrkrunum lá.
Takkfyrir það. Það eina sem mér dettur í hug er að hér sé verið að þýða sum orð beint úr ensku: Mannkind=mankind, Meinvill=meanwhile. Semsagt, á mannamáli, gjörvallt mannkyn var í myrkrinu á meðan. Meikar sens. Annars er þessi meinvill búinn að þvælast fyrir mér alla ævina.
Heimi í hátíð er ný,
himneskt ljós lýsir ský,...
Tímaflakk, gott og vel.
...liggur í jötunni lávarður heims,
lifandi brunnur hins andlega seims,...
Hins andlega... seims? „Já, góðan daginn, ég er að huxa um að ganga í þennan sértrúarsöfnum, ég þarf nefnilega að finna minn andlega seim. Hef grun um að hann sé einhvers staðar við hliðina á konunni í sjálfri mér...“ Nema hér sé aftur verið að beinþýða... lifandi brunnur hins handlega, seems... og þá erum við farin að bregða sálmaskáldinu um vantrú.
konungur lífs vors og ljós.
Gottogvel.
Heyra má himnum í frá
englasöng: Allelújá.
Friður á jörðu því faðirinn er
fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér
Tilreiðir sér? Já, ég tilreiddi mér íbúð um daginn. Svo tilreiddi ég mér nýjan kærasta... Ég er að huxa um að fara að nota þessa ágætu sögn. Að tilreiða.
samastað syninum hjá.
Og það.
Það eru mörg jólalög sem ég skil ekki. Hef til dæmis aldrei skilið hvað lögin „Gekk ég yfir sjó og land“ og „Adam átti syni sjö“ hafa með jólin að gera. Og hvað var hann líka að klappa saman lófunum og stappa niður fótunum og snúa sér í hring eins og fífl? Varð það bara svona almennt eitthvað sem menn gerðu þegar þeir voru búnir að eignast sjö syni og sá? Var maðurinn eitthvað bilaður? Það var kannski líka hann sem var gamli maðurinn sem bjó hinu megin við sjó og land og gat ekki ákveðið hvar hann átti heima? Sá stappaði líka og klappaði og lét öllum illum látum.
Ég held það hafi nú bara verið eitthvað að honum Adam.
1.12.04
Druslan búin í skoðun, fékk ljótan endurskoðunarmiða. Það þarf víst að laga eitt og annað. (Hvur skrattinn eru stýrisendar, til dæmis?)
Fékk fagkast og hafði samband við nokkra til að skoða mig um í verkefnum í menningartengda heiminum. Viðbrögðin létu ekki neitt á sér standa og nú þarf að dusta rykið af heilasellunum og setjast niður og skrifa niður eigin hugdettur í sambandið við ýmislegt. Gangi það sæmilega get ég huxanlega lagt stafsetningarskóna á hilluna einhvern tíma á næsta ári. Það væri nú vel þar sem ég hef komist að því að stafsetningar- og málfræðiáráttu minni er stórlega ábótavant.
Og Lalli Vill missti legvatnið yfir Memento Mori. Enda fyllsta ástæða til. Sýning í kvöld, allir áana.
Og, Gleðilegan Desember! Nú má víst hengja upp jólaljós og þruma jólalögin hástöfum án þess að nokkur fái hland fyrir hjartað.
Já ég vildað alla daga, væru jól! (Syngi hver með sýni nefi og Eiríks Haukssonarlegum tilþrifum.)
Og, hið ódauðlega tilþrifaverk, Þegar Grýla stal jólunum, eftir mig sjálfa, verður haft til sýningar á litlujólum Grunnskóla Seyðisfjarðar. Ósköp yljar það nú.
Fékk fagkast og hafði samband við nokkra til að skoða mig um í verkefnum í menningartengda heiminum. Viðbrögðin létu ekki neitt á sér standa og nú þarf að dusta rykið af heilasellunum og setjast niður og skrifa niður eigin hugdettur í sambandið við ýmislegt. Gangi það sæmilega get ég huxanlega lagt stafsetningarskóna á hilluna einhvern tíma á næsta ári. Það væri nú vel þar sem ég hef komist að því að stafsetningar- og málfræðiáráttu minni er stórlega ábótavant.
Og Lalli Vill missti legvatnið yfir Memento Mori. Enda fyllsta ástæða til. Sýning í kvöld, allir áana.
Og, Gleðilegan Desember! Nú má víst hengja upp jólaljós og þruma jólalögin hástöfum án þess að nokkur fái hland fyrir hjartað.
Já ég vildað alla daga, væru jól! (Syngi hver með sýni nefi og Eiríks Haukssonarlegum tilþrifum.)
Og, hið ódauðlega tilþrifaverk, Þegar Grýla stal jólunum, eftir mig sjálfa, verður haft til sýningar á litlujólum Grunnskóla Seyðisfjarðar. Ósköp yljar það nú.
30.11.04
Nú er Gunna á nýju skónum, og bíllinn minn líka. Kominn á flunkunýja takkaskó að framan, þar sem dekkjamaðurinn úrskurðaði tvö gömlu dekkjanna óviðræðuhæf. Einnig tjáði hann mér að minn bíll væri einn af kannski tíu á landinu sem væri á þessari stærð af dekkjum. Frekar pirraður. Ég var hins vegar hin kátasta, alveg hamingjusöm með að bíllinn minn væri soldið spes.
Og Rannsóknarskipið hefur haldið úr höfn og ég veit ekki hvort mér auðnast að berja það augum eða útlimum aftur á þessu ári. Eitt fyndið kom nú samt upp á yfirborðið, svona fyrir þá sem þekkja brekkum****-húmorinn. Frá hvaða bæ í Eyjafirði haldiði að maðurinn sé? Já, það er margt í mörgu.
Í dag eru orðin 36 ár síðan foreldrin mín giftu sig. Það var nú gott hjá þeim. Mér finnst við hæfi að minnast á það hér, þar sem þeim þykja brúðkaupsafmælin sín svo ómerkileg að þau muna yfirleitt ekkert eftir þeim.
Í dag ætla ég líka að fara að grafa upp jólaskrautið á skrifstofunni.
Og á morgun kemur desember. Aftur. Þetta er nú ekki fyndið með tímann.
Líklega best að fara að huxa upp hverju maður ætlar að ljúga í næsta áramótapistli.
Og Rannsóknarskipið hefur haldið úr höfn og ég veit ekki hvort mér auðnast að berja það augum eða útlimum aftur á þessu ári. Eitt fyndið kom nú samt upp á yfirborðið, svona fyrir þá sem þekkja brekkum****-húmorinn. Frá hvaða bæ í Eyjafirði haldiði að maðurinn sé? Já, það er margt í mörgu.
Í dag eru orðin 36 ár síðan foreldrin mín giftu sig. Það var nú gott hjá þeim. Mér finnst við hæfi að minnast á það hér, þar sem þeim þykja brúðkaupsafmælin sín svo ómerkileg að þau muna yfirleitt ekkert eftir þeim.
Í dag ætla ég líka að fara að grafa upp jólaskrautið á skrifstofunni.
Og á morgun kemur desember. Aftur. Þetta er nú ekki fyndið með tímann.
Líklega best að fara að huxa upp hverju maður ætlar að ljúga í næsta áramótapistli.
29.11.04
Nú ætla ég að éta ofan í mig orð mín og gera leikskáldin ómerk sinna.
Í gærkvöldi þegar ég kom heim úr vinnunni var þar fyrir maður. Ójá, rannsóknarskipið mitt var búið að ELDA! Og var svona líka ógurlega kátur yfir sigri Liverpool á Arsenal. Ókei. Ég verð að viðurkenna að ég gat ekki annað en glaðst með Dásamlega Manninum og svarti listinn er farinn veg allrar veraldar.
Enda er bara ekki hægt að vera með einhverja fjúríu þegar lífið er svona dandalagott.
Sennilega þarf maður að ákveða hvort maður nennir að vera Scorned.
Þetta var annars með betri helgum í heiminum. Frumsýning á Mementó á fimmtudag gekk ljómandi, held ég. Nú er bara að gá hvað rýnendur segja. Mér skilst að þeir hafi mætt á sýningu í gær.
Svo var bara gargandi rómantík, svona inn á milli helgarvakta á DV og stjórnarfundar á Bandalaginu. Og rannsóknarskipið siglir eftir hádegi. Alheiminum til armæðu. Og ég veit ekki hvenær ég hitti það aftur. *Andvarp*
En það þýðir víst lítið að væla yfir því. Komin vinnuvika og allt mögulegt að gera í henni. Er með mikil plön um aðventuföndur, ekki get ég þó enn séð hvenær tími gefst til slíks. Bíllinn er enn óskoðaður með sprungna framrúðu á inniskónum og á víst líka að fara í sprautun einhverntíma. Gluggatjaldamál í helberum ólestri, enda saumavélin að leika í Mementó, og yfirhöfuð undarleg afstaða á milli hlutanna heima hjá mér og ýmsar mublur ósóttar út um allan bæ.
Já, ég held að það verði örugglega komin jól áður en ég verð tilbúin fyrir þau.
Í gærkvöldi þegar ég kom heim úr vinnunni var þar fyrir maður. Ójá, rannsóknarskipið mitt var búið að ELDA! Og var svona líka ógurlega kátur yfir sigri Liverpool á Arsenal. Ókei. Ég verð að viðurkenna að ég gat ekki annað en glaðst með Dásamlega Manninum og svarti listinn er farinn veg allrar veraldar.
Enda er bara ekki hægt að vera með einhverja fjúríu þegar lífið er svona dandalagott.
Sennilega þarf maður að ákveða hvort maður nennir að vera Scorned.
Þetta var annars með betri helgum í heiminum. Frumsýning á Mementó á fimmtudag gekk ljómandi, held ég. Nú er bara að gá hvað rýnendur segja. Mér skilst að þeir hafi mætt á sýningu í gær.
Svo var bara gargandi rómantík, svona inn á milli helgarvakta á DV og stjórnarfundar á Bandalaginu. Og rannsóknarskipið siglir eftir hádegi. Alheiminum til armæðu. Og ég veit ekki hvenær ég hitti það aftur. *Andvarp*
En það þýðir víst lítið að væla yfir því. Komin vinnuvika og allt mögulegt að gera í henni. Er með mikil plön um aðventuföndur, ekki get ég þó enn séð hvenær tími gefst til slíks. Bíllinn er enn óskoðaður með sprungna framrúðu á inniskónum og á víst líka að fara í sprautun einhverntíma. Gluggatjaldamál í helberum ólestri, enda saumavélin að leika í Mementó, og yfirhöfuð undarleg afstaða á milli hlutanna heima hjá mér og ýmsar mublur ósóttar út um allan bæ.
Já, ég held að það verði örugglega komin jól áður en ég verð tilbúin fyrir þau.
25.11.04
Ég er ekki manneskja til að gera leikskáldin ómerk orða sinna. Svona almennt.
Mér gengur samt illa með setningurna "Hell hath no fury like a woman scorned." Fjúrían er bara svo gífurlega fljót að gufa upp eftir hvert Scorn, að það er eiginlega vandræðalegt. Ég hef gripið til þess ráðs að setja fótboltalið Scornara á svartan lista. Og fagna svo ógurlega þegar þau tapa. Nýlega bættust Liverpool og FH þannig á lista sem fyrir innihélt Tottenham og Glasgow Celtics.
(Og það breytir engu þó rannsóknarskipið sé líka í flota Liverpool. Ef lið eru á listanum, þá bara eru þau það. Óafturkallanlega.)
Um daginn komst ég síðan að því, mér til mikillar kæti, að undirmeðvitundin hjálpar til við þetta verkefni. Þegar ég kom heim með sjónvarpið mitt og DVD-spilarann, eftir að hafa keypt frekar randomlí, þá tók ég eftir því að hvorutveggja var af tegundinni United.
Múhahahaha!
(Þetta skilja sennilega bara þeir sem vita hverjir eru erkifjendur hverra í enska boltanum, en örlög annarra eru bara að skilja ekki málið.)
Mér gengur samt illa með setningurna "Hell hath no fury like a woman scorned." Fjúrían er bara svo gífurlega fljót að gufa upp eftir hvert Scorn, að það er eiginlega vandræðalegt. Ég hef gripið til þess ráðs að setja fótboltalið Scornara á svartan lista. Og fagna svo ógurlega þegar þau tapa. Nýlega bættust Liverpool og FH þannig á lista sem fyrir innihélt Tottenham og Glasgow Celtics.
(Og það breytir engu þó rannsóknarskipið sé líka í flota Liverpool. Ef lið eru á listanum, þá bara eru þau það. Óafturkallanlega.)
Um daginn komst ég síðan að því, mér til mikillar kæti, að undirmeðvitundin hjálpar til við þetta verkefni. Þegar ég kom heim með sjónvarpið mitt og DVD-spilarann, eftir að hafa keypt frekar randomlí, þá tók ég eftir því að hvorutveggja var af tegundinni United.
Múhahahaha!
(Þetta skilja sennilega bara þeir sem vita hverjir eru erkifjendur hverra í enska boltanum, en örlög annarra eru bara að skilja ekki málið.)
24.11.04
Ætlaði að bíða þangað til á morgun með að plögga, en, fyrst ég hef tíma.
Á morgun verður frumsýnt nýtt verk hjá Hugleik/Leikfélagi Kópavogs. Það heitir
Memento Mori
Mér verður eiginlega frekar orða vant þegar ég á að fara að plögga það og lýsa. Finnst ég eiginlega vera hálfgildings ódómbær, en held samt að ég sé búin að verða vitni að einhverju ótrúlegu fæðast þarna undanfarnar vikur. Til marks um það:
- Ég vildi gjarnan eiga meiri heiður af þessari sýningu en ég síðan reyndist koma í verk. (Nokkrar setningar í handriti sem sennilega eru teljandi á fingrum annarrar handar.) Það er bara... eitthvað við þetta.
- Ég er búin að fylgjast með æfingum, eins og ég hef getað, og hef séð nokkur rennsli í nokkurn veginn fullum skrúðum núna undanfarið. Skemmst frá því að segja að það hafa verið með betri klukkutímum lífs míns. Ætla að sjá generál núna á eftir, frumsýningu á morgun og væri til í að sjá allar sýningar sem sýndar verða á þessu verki. Það er bara... eitthvað við það.
- Í hvert skipti sem það er að fara að byrja rennsli þá hlakka ég til. Svona eiginlega alveg eins og þegar ég var 5 ára og afmælið mitt var alveg að fara að byrja. Eða jólin. Eins og ég segi... það er eitthvað... við það.
Tekið skal fram að ég hef næstum aldrei nennt að sjá sýningar oft, ekki einu sinni þær sem ég hef skrifað sjálf.
En þessi, já, það er eitthvað... við hana.
Mæli allavega með henni. Held þetta sé örugglega eitthvað... merkilegt.
Á morgun verður frumsýnt nýtt verk hjá Hugleik/Leikfélagi Kópavogs. Það heitir
Memento Mori
Mér verður eiginlega frekar orða vant þegar ég á að fara að plögga það og lýsa. Finnst ég eiginlega vera hálfgildings ódómbær, en held samt að ég sé búin að verða vitni að einhverju ótrúlegu fæðast þarna undanfarnar vikur. Til marks um það:
- Ég vildi gjarnan eiga meiri heiður af þessari sýningu en ég síðan reyndist koma í verk. (Nokkrar setningar í handriti sem sennilega eru teljandi á fingrum annarrar handar.) Það er bara... eitthvað við þetta.
- Ég er búin að fylgjast með æfingum, eins og ég hef getað, og hef séð nokkur rennsli í nokkurn veginn fullum skrúðum núna undanfarið. Skemmst frá því að segja að það hafa verið með betri klukkutímum lífs míns. Ætla að sjá generál núna á eftir, frumsýningu á morgun og væri til í að sjá allar sýningar sem sýndar verða á þessu verki. Það er bara... eitthvað við það.
- Í hvert skipti sem það er að fara að byrja rennsli þá hlakka ég til. Svona eiginlega alveg eins og þegar ég var 5 ára og afmælið mitt var alveg að fara að byrja. Eða jólin. Eins og ég segi... það er eitthvað... við það.
Tekið skal fram að ég hef næstum aldrei nennt að sjá sýningar oft, ekki einu sinni þær sem ég hef skrifað sjálf.
En þessi, já, það er eitthvað... við hana.
Mæli allavega með henni. Held þetta sé örugglega eitthvað... merkilegt.
Gvendr heitr maðr og er Erlingsson. Vann sá sér það helst til frægðar (svona allavega hjá mér) að leika smá í Fáfnismönnum og búa í sama húsi og ég á tímabili. Svo hef ég rekist á hann á vergangi annað slagið.
Varríus var búinn að grafa upp bloggið hans fyrir nokkru og þar var ég að lesa langhund um kvikmyndahandrit sem gerði það að verkum að samviskubit tók sig upp, vegna grófs uppdráttar af Ungir menn á uppleið, ðe múví, sem liggur einhvers staðar ofan í kassa hjá mér og hefur ekki enn farið til þeirra sem það pöntuðu á sínum tíma (3 árum síðar).
Allavega, ég rak augun í að téður Guðmundur er með link á mig, þannig að, hér er hann.
Varríus var búinn að grafa upp bloggið hans fyrir nokkru og þar var ég að lesa langhund um kvikmyndahandrit sem gerði það að verkum að samviskubit tók sig upp, vegna grófs uppdráttar af Ungir menn á uppleið, ðe múví, sem liggur einhvers staðar ofan í kassa hjá mér og hefur ekki enn farið til þeirra sem það pöntuðu á sínum tíma (3 árum síðar).
Allavega, ég rak augun í að téður Guðmundur er með link á mig, þannig að, hér er hann.
Eyddi deginum í búðum. Misgeðvond. Smá yfirlit yfir hverjar þeirra henta geðvondum og hverjar EKKI.
Sjónvarpsmiðstöðin er dásamleg búð. Það eru yndislegir sölumenn sem hafa fullan skilning á því ef maður vill tæknivæða íbúðina sína fyrir lítið. Eru ekki að reyna að selja manni neitt sem maður hefur ekki efni á og maður þarf ekkert að bíða eða hanga. Og þeir eru með heimsendingarþjónustu á sjónvörpum fyrir litlar og bakveikar konur. Hreinasta dásemd.
Síminn er annað mál. Ég hef þurft að eiga mikil samskipti við símabúðir, bæði Símans og Og vodafone undanfarið út af alls konar símaævintýrum og áður en maður fer inn í svoleiðis þarf maður að sækja frönsku biðraðaþolinmæðina. Maður þarf að bíða í hálftíma minnst. Sama hvenær dax maður er á ferðinni. (Enda var ég næstum búin að hjóla í unglingsgreyið sem ætlaði að reyna að troðast fram fyrir mig í röðinni.) Svo þegar maður loxins kemst að er yfirleitt ekki hægt að afgreiða það sem maður ætlaði að fá (breiðbandið var "ekki til") og starfsmenn geta lítið leiðbeint manni. Um, t.d. hvernig internet maður á að fá sér. Skítapleis.
Rúmfatalagerinn er... misjafn. Ég hef verið að þvælast uppi í Holtagörðum, stundum þarf maður að bíða smá þar og svo er líka ekkert alltaf allt til sem mann vantar. Rúmfatalagerinn í Skeifunni er hins vegar allt annað mál. Þar fæst allt og hægt að leika sér klukkutímum saman, ef maður þorir þangað. Persónulega er ég með ofnæmi fyrir Skeifunni. Ég veit aldrei í hvaða átt ég má keyra eða beygja, lendi alltaf í vandræðum með að finna búðirnar sem ég er að leita að og þegar ég finn þær á ég alltaf í vandræðum með að finna stað fyrir bílinn.
Húsasmiðjan úti á Granda er líka snilldarbúð. Hún er opin lengi og um 7-leytið á kvölin er næstum enginn þar. Þar fæst allt sem maður getur þurft að nota, svo sem hamrar og naglar og súperglú.
Ég sem sagt bætti mjög rækilega við draslið í íbúðinni minni í gær og nú er eins og Annþór hafi komið þar við. Svo fór ég að leika mér með súperglú í gær, ætlaði að líma saman ýmsa skrautmuni sem hafa orðið fyrir hnjaski í flutningunum. Var reyndar svo mikið að horfa á nýja sjónvarpið mitt að ég límdi aðallega saman á mér puttana og gleraugun við hárið.
Í dag þarf að taka til. Ójamm.
Sjónvarpsmiðstöðin er dásamleg búð. Það eru yndislegir sölumenn sem hafa fullan skilning á því ef maður vill tæknivæða íbúðina sína fyrir lítið. Eru ekki að reyna að selja manni neitt sem maður hefur ekki efni á og maður þarf ekkert að bíða eða hanga. Og þeir eru með heimsendingarþjónustu á sjónvörpum fyrir litlar og bakveikar konur. Hreinasta dásemd.
Síminn er annað mál. Ég hef þurft að eiga mikil samskipti við símabúðir, bæði Símans og Og vodafone undanfarið út af alls konar símaævintýrum og áður en maður fer inn í svoleiðis þarf maður að sækja frönsku biðraðaþolinmæðina. Maður þarf að bíða í hálftíma minnst. Sama hvenær dax maður er á ferðinni. (Enda var ég næstum búin að hjóla í unglingsgreyið sem ætlaði að reyna að troðast fram fyrir mig í röðinni.) Svo þegar maður loxins kemst að er yfirleitt ekki hægt að afgreiða það sem maður ætlaði að fá (breiðbandið var "ekki til") og starfsmenn geta lítið leiðbeint manni. Um, t.d. hvernig internet maður á að fá sér. Skítapleis.
Rúmfatalagerinn er... misjafn. Ég hef verið að þvælast uppi í Holtagörðum, stundum þarf maður að bíða smá þar og svo er líka ekkert alltaf allt til sem mann vantar. Rúmfatalagerinn í Skeifunni er hins vegar allt annað mál. Þar fæst allt og hægt að leika sér klukkutímum saman, ef maður þorir þangað. Persónulega er ég með ofnæmi fyrir Skeifunni. Ég veit aldrei í hvaða átt ég má keyra eða beygja, lendi alltaf í vandræðum með að finna búðirnar sem ég er að leita að og þegar ég finn þær á ég alltaf í vandræðum með að finna stað fyrir bílinn.
Húsasmiðjan úti á Granda er líka snilldarbúð. Hún er opin lengi og um 7-leytið á kvölin er næstum enginn þar. Þar fæst allt sem maður getur þurft að nota, svo sem hamrar og naglar og súperglú.
Ég sem sagt bætti mjög rækilega við draslið í íbúðinni minni í gær og nú er eins og Annþór hafi komið þar við. Svo fór ég að leika mér með súperglú í gær, ætlaði að líma saman ýmsa skrautmuni sem hafa orðið fyrir hnjaski í flutningunum. Var reyndar svo mikið að horfa á nýja sjónvarpið mitt að ég límdi aðallega saman á mér puttana og gleraugun við hárið.
Í dag þarf að taka til. Ójamm.
23.11.04
Mamma mín hefur sennilega fengið yfirnáttúrulegt veður af og hefur frestað hingaðkomu sinni fram á fimmtudag. Ég verð sem sagt ein að geðvonskast um gardínu- og sjónvarpsbúðir í dag. Fer sennilega best á því.
Til þess að reyna að koma skapinu í lag hef ég huxað mér að eyða allavega 50.000 kalli í lífsgæði og prjál.
Til þess að reyna að koma skapinu í lag hef ég huxað mér að eyða allavega 50.000 kalli í lífsgæði og prjál.
Man, ég er orðin skammdegisgeðvond. Held þetta heiti ekki þunglyndi, lítur miklu meira út eins og venjuleg geðvonska.
Í morgun er einn viðskiptavinur, ein ljósritunarvél og faxmaskínan búin að pirra mig ógurlega og klukkan er ekki orðin 11. Í gær pirraði einn leikfélagsformaður mig svo mikið um morguninn að ég gat ekki sofnað um kvöldið. Held sé kominn tími á að fá sér milljón sjónvarpsstöðvar í gegnum breiðband, internet heim og reyna svo að halda sig frá mannlegu samfélagi fram á vor.
Og í dag ætlar hún móðir mín með mér í gluggatjaldaleiðangur. Öjmingja konan, hún veit ekki hvað hún er að fara út í.
Verð að reyna að ná einhverri stjórn á þessu fyrir fimmtudag svo ég hræði nú ekki Rannsóknarskipið út í hafsauga.
Í morgun er einn viðskiptavinur, ein ljósritunarvél og faxmaskínan búin að pirra mig ógurlega og klukkan er ekki orðin 11. Í gær pirraði einn leikfélagsformaður mig svo mikið um morguninn að ég gat ekki sofnað um kvöldið. Held sé kominn tími á að fá sér milljón sjónvarpsstöðvar í gegnum breiðband, internet heim og reyna svo að halda sig frá mannlegu samfélagi fram á vor.
Og í dag ætlar hún móðir mín með mér í gluggatjaldaleiðangur. Öjmingja konan, hún veit ekki hvað hún er að fara út í.
Verð að reyna að ná einhverri stjórn á þessu fyrir fimmtudag svo ég hræði nú ekki Rannsóknarskipið út í hafsauga.
22.11.04
Skammdegið er farið að fara í pirrur mínar. Mér finnst myrkur leiðinlegt. Til að reyna að sporna við þróun niður í alsvartasta skammdegisþunglyndi keypti ég mér jóladagatal. Með súkkulaði. Og er að reyna að koma skipulagi á líf mitt.
Í gær ferðaðist t.d. eitthvað af pjönkum mínum til míns heima, úr geymslum systra minna. Mikil ógrynni átti ég af drasli sem ég var búin að gleyma. Bíllinn er enn á inniskónum, en stefnir á naglana í dag. Að því loknu hef ég huxað mér að festa kaup á sjónvarpi, gluggatjöldum og tæknivæðingu heimilisins í formi heimasíma, heima-internets og ógrynni sjónvarpsstöðva í formi breiðbands. Svo þarf ég aldrei aftur að fara út.
Þessu skal öllu lokið áður en Rannsóknarskipið kemur í bæinn á fimmtudag.
Og talandi um fimmtudag, þá hyggja menn á að frumsýna Memento Mori, samstarfsverkefni Hugleix og Leikfélax Kópavox. Virðist ætla að verða hin ágætasta sýning, en verður ekki sýnd mjög oft í þessari hrinu. Veit ekki ennþá nákvæmilega neitt... eiginlega, nema að það mál er bráðum að verða búið þannig að maður fer að geta verið stöku sinnum heima hjá sér, með góðri samvisku.
Það verður nú aldeilis munur.
Í gær ferðaðist t.d. eitthvað af pjönkum mínum til míns heima, úr geymslum systra minna. Mikil ógrynni átti ég af drasli sem ég var búin að gleyma. Bíllinn er enn á inniskónum, en stefnir á naglana í dag. Að því loknu hef ég huxað mér að festa kaup á sjónvarpi, gluggatjöldum og tæknivæðingu heimilisins í formi heimasíma, heima-internets og ógrynni sjónvarpsstöðva í formi breiðbands. Svo þarf ég aldrei aftur að fara út.
Þessu skal öllu lokið áður en Rannsóknarskipið kemur í bæinn á fimmtudag.
Og talandi um fimmtudag, þá hyggja menn á að frumsýna Memento Mori, samstarfsverkefni Hugleix og Leikfélax Kópavox. Virðist ætla að verða hin ágætasta sýning, en verður ekki sýnd mjög oft í þessari hrinu. Veit ekki ennþá nákvæmilega neitt... eiginlega, nema að það mál er bráðum að verða búið þannig að maður fer að geta verið stöku sinnum heima hjá sér, með góðri samvisku.
Það verður nú aldeilis munur.
19.11.04
Langhundur
Aldrei slíku vant er rólegt í vinnunni og ég fór að huxa um kennarana og þjóðfélagið. Kom sjálfri mér á óvart (eða þannig) með því að hafa aragrúa af róttækum skoðunum. Nú er ég að huxa um að hrifla smá, enda er þetta eins og með sígarettuna og strætóinn, þá kemur örugglega einhver.
Fyrst verð ég að setja milljón spurningarmerki við þessar undarlegu tölur sem ég er búin að vera að heyra um "meðallaun". Og líka, um laun eftir háskólamenntun. Ég er með 5 ára háskólamenntun, búin að vera með þriggja ára háskólamenntun árum saman og hef aldrei nokkurn tíma komist nálægt þeim launum sem kennarar eru að fara fram á í byrjunarlaun. Og það er ekki bara ég. Svona allt í allt þá sýnist mér fólk þurfa að vera komið mjög langt upp metorðastigann hjá sínu fyrirtæki til að vera komið með það sem í dag er kallað "meðallaun".
En, mér finnst kjarabarátta kennara alls ekki eiga að snúast um það. Heldur þarf að leiðrétta alvarlega hugsanavillu í samfélaginu.
Það er einhvern veginn þannig að í dag vilja menn meta allt til fjár. Ekkert telst með nema það sé hægt að sýna fram á hagnað í krónum og milljónum. Heilbrigðiskerfið á að standa undir sér. Sem og menntakerfið. Og það í peningun, heilbrigði og menntun múgsins virðist bara ekki skipta nokkru einasta máli í þessu samhengi. Er ekki eitthvað bogið við þessa heimsmynd? Manngildið er úrelt. Fólk þarf að skila hagnaði með allri sinni tilvist. Annars hrynur hagkerfið og það er sko alvarlegra en Skaftáreldarnir.
Þó svo að ég hafi ekki komið að fjölgun mannkyns á einn eða annan hátt þá, svo ég vitni í Whitney Houston, trúi ég því nú samt að börnin séu framtíðin.
Kennarar gegna mikilvægasta hlutverki í þjóðfélaginu. Þeir eru að ala upp komandi kynslóðir. Þetta er starf sem verður aldrei metið til fjár. Og hæfileikunum sem fólk þarf að hafa til að vera góðir kennarar er ekki hægt að ná með neinni menntun.
Mér finnst að, sama hvað það kostar eða hvaðan peningarnir koma, eigi kennarar að vera með hæst launuðustu stéttum þjóðfélagsins. Skilyrðislaust. Kennarastöður eiga að vera svo eftirsóttar að á hverju hausti ætti hver einasti skóli að geta valið úr aragrúa umsókna og greina hafrana frá sauðunum og velja hæfasta fólkið í þjóðfélaginu til að sinna þessum mikilvægu hlutverkum. Og þessi hæfni fer alls ekkert endilega eftir menntun. Kennarar þurfa að geta haldið aga, alveg án þess að fá kvíðaköst, í 20 manna bekk. (Ættu reyndar að vera fleiri og þurfa að kenna færri í einu.) Þeir þurfa að geta menntað marga og mismunandi einstaklinga í ýmsu, sinnt þörfum hvers og eins, tekið á öllum vandamálum sem upp kunna að koma og verið um leið góðar og heilsteyptar fyrirmyndir. Þeir þurfa að vera algjör ofurmenni.
Sjálf fæ ég kvíðaköst við það eitt að hugsa til þess að vera í þessari aðstöðu og fólkið sem leggur á sig þetta hugsjónastarf á góðan slurk af minni virðingu.
Og mér finnst þetta alltsaman liggja svo gjörsamlega í augum uppi. Ég þoli ekki að hinn vestræni heimur skuli liggja svo gjörsamlega á hægri hliðinni þessa áratugina að það skuli vera orðin mönnum algjörlega hulið hvað skiptir máli í þessum heimi. Meira að segja uppeldi barna þarf að "borga sig"! Í peningum!
Ég er búin að vera viðvarandi fokkíng pisst off yfir þessu öllu saman frá því að ég fæddist og kommúnistinn og mannúðarpúkinn í mér rís annað slagið upp á afturlappirnar og brjálast þannig að minnstu munar að ég stofni stjórnmálaflokk. (Guð forði...)
Svo get ég nú yfirleitt svæft þá félaga aftur með því að leggjast aftur til sunds í efnishyggjunni og hugsa um hvað ég ætla að kaupa næst í fallegu, barnlausu og mannúðarsnauðu veröldina mína.
Aldrei slíku vant er rólegt í vinnunni og ég fór að huxa um kennarana og þjóðfélagið. Kom sjálfri mér á óvart (eða þannig) með því að hafa aragrúa af róttækum skoðunum. Nú er ég að huxa um að hrifla smá, enda er þetta eins og með sígarettuna og strætóinn, þá kemur örugglega einhver.
Fyrst verð ég að setja milljón spurningarmerki við þessar undarlegu tölur sem ég er búin að vera að heyra um "meðallaun". Og líka, um laun eftir háskólamenntun. Ég er með 5 ára háskólamenntun, búin að vera með þriggja ára háskólamenntun árum saman og hef aldrei nokkurn tíma komist nálægt þeim launum sem kennarar eru að fara fram á í byrjunarlaun. Og það er ekki bara ég. Svona allt í allt þá sýnist mér fólk þurfa að vera komið mjög langt upp metorðastigann hjá sínu fyrirtæki til að vera komið með það sem í dag er kallað "meðallaun".
En, mér finnst kjarabarátta kennara alls ekki eiga að snúast um það. Heldur þarf að leiðrétta alvarlega hugsanavillu í samfélaginu.
Það er einhvern veginn þannig að í dag vilja menn meta allt til fjár. Ekkert telst með nema það sé hægt að sýna fram á hagnað í krónum og milljónum. Heilbrigðiskerfið á að standa undir sér. Sem og menntakerfið. Og það í peningun, heilbrigði og menntun múgsins virðist bara ekki skipta nokkru einasta máli í þessu samhengi. Er ekki eitthvað bogið við þessa heimsmynd? Manngildið er úrelt. Fólk þarf að skila hagnaði með allri sinni tilvist. Annars hrynur hagkerfið og það er sko alvarlegra en Skaftáreldarnir.
Þó svo að ég hafi ekki komið að fjölgun mannkyns á einn eða annan hátt þá, svo ég vitni í Whitney Houston, trúi ég því nú samt að börnin séu framtíðin.
Kennarar gegna mikilvægasta hlutverki í þjóðfélaginu. Þeir eru að ala upp komandi kynslóðir. Þetta er starf sem verður aldrei metið til fjár. Og hæfileikunum sem fólk þarf að hafa til að vera góðir kennarar er ekki hægt að ná með neinni menntun.
Mér finnst að, sama hvað það kostar eða hvaðan peningarnir koma, eigi kennarar að vera með hæst launuðustu stéttum þjóðfélagsins. Skilyrðislaust. Kennarastöður eiga að vera svo eftirsóttar að á hverju hausti ætti hver einasti skóli að geta valið úr aragrúa umsókna og greina hafrana frá sauðunum og velja hæfasta fólkið í þjóðfélaginu til að sinna þessum mikilvægu hlutverkum. Og þessi hæfni fer alls ekkert endilega eftir menntun. Kennarar þurfa að geta haldið aga, alveg án þess að fá kvíðaköst, í 20 manna bekk. (Ættu reyndar að vera fleiri og þurfa að kenna færri í einu.) Þeir þurfa að geta menntað marga og mismunandi einstaklinga í ýmsu, sinnt þörfum hvers og eins, tekið á öllum vandamálum sem upp kunna að koma og verið um leið góðar og heilsteyptar fyrirmyndir. Þeir þurfa að vera algjör ofurmenni.
Sjálf fæ ég kvíðaköst við það eitt að hugsa til þess að vera í þessari aðstöðu og fólkið sem leggur á sig þetta hugsjónastarf á góðan slurk af minni virðingu.
Og mér finnst þetta alltsaman liggja svo gjörsamlega í augum uppi. Ég þoli ekki að hinn vestræni heimur skuli liggja svo gjörsamlega á hægri hliðinni þessa áratugina að það skuli vera orðin mönnum algjörlega hulið hvað skiptir máli í þessum heimi. Meira að segja uppeldi barna þarf að "borga sig"! Í peningum!
Ég er búin að vera viðvarandi fokkíng pisst off yfir þessu öllu saman frá því að ég fæddist og kommúnistinn og mannúðarpúkinn í mér rís annað slagið upp á afturlappirnar og brjálast þannig að minnstu munar að ég stofni stjórnmálaflokk. (Guð forði...)
Svo get ég nú yfirleitt svæft þá félaga aftur með því að leggjast aftur til sunds í efnishyggjunni og hugsa um hvað ég ætla að kaupa næst í fallegu, barnlausu og mannúðarsnauðu veröldina mína.
Fyrir Varríus minn, af því að hann ætlar að vera svo vænn að lána mér síma:
Toppar og botnar úr negravinnu Zatans
Topp 5
5. Þegar ég þarf að nota tölvupugginn minn til að komast inn (kerfi sem var sett á eftir handrukkarana). Mér finnst það svo kúl.
4. Þegar ég les sportið.
3. Þegar blaðamenn taka upp á því að syngja fyrirsagnir eins og blaðsöludrengir til að prófa þær.
2. Vinnan er á kvöldmatartíma. Fín megrun.
1. Þegar eru pizzur. Þær birtast stundum, alveg upp úr þurru. Þá er þessi prófarkalesari miklu kátari og velvirkari. (Þó megrunin fari fyrir lítið.)
Botn 5
1. Starfið felst í stafsetningu. Let's face it, nobody's dreamjob.
2. Þegar fólk les yfir öxlina á mér... og finnur vitleysur.
3. Þegar það eru ekki pizzur og ég er svöng.
4. Þegar það er of vont veður til að fara út að reykja.
5. Þegar koma handrukkarar og rusla til.
Svo mörg voru þau orð.
Toppar og botnar úr negravinnu Zatans
Topp 5
5. Þegar ég þarf að nota tölvupugginn minn til að komast inn (kerfi sem var sett á eftir handrukkarana). Mér finnst það svo kúl.
4. Þegar ég les sportið.
3. Þegar blaðamenn taka upp á því að syngja fyrirsagnir eins og blaðsöludrengir til að prófa þær.
2. Vinnan er á kvöldmatartíma. Fín megrun.
1. Þegar eru pizzur. Þær birtast stundum, alveg upp úr þurru. Þá er þessi prófarkalesari miklu kátari og velvirkari. (Þó megrunin fari fyrir lítið.)
Botn 5
1. Starfið felst í stafsetningu. Let's face it, nobody's dreamjob.
2. Þegar fólk les yfir öxlina á mér... og finnur vitleysur.
3. Þegar það eru ekki pizzur og ég er svöng.
4. Þegar það er of vont veður til að fara út að reykja.
5. Þegar koma handrukkarar og rusla til.
Svo mörg voru þau orð.
Fór á sultugóða tónleika eftir vinnu í gær. Verst að ég man ekki hvað hljómsveitin heitir. Allavega, Jón Geir er í henni og hún var að spila á Airwaves og er að fara að spila smá í útlöndum. Þetta er allavega alveg súpergóð grúppa sem samanstendur að þremur snillingum. Lovely. (Þeir sem vita hvað hún heitir mega alveg skrifa það í komment.)
Vegna þessa útstáelsis er ég illa sofin í dag, en annars bara frekar kát. Þrátt fyrir ýmsan afturfótagang í lífinu.
Gleðilegan föstudag og farsæla komandi hláku,
Vegna þessa útstáelsis er ég illa sofin í dag, en annars bara frekar kát. Þrátt fyrir ýmsan afturfótagang í lífinu.
Gleðilegan föstudag og farsæla komandi hláku,
18.11.04
Ekki vænti ég...
...að einhver þarna úti eigi gsm-síma sem hann er hættur að nota?
Minn er nefnilega í sjúkdómsgreiningu og verður utan þjónustusvæðis næstu 5-10 daga. Mennirnir í búðinni áttu ekki annan til að lána mér á meðan. Þannig að ég er sambandslaus við umheiminn, ekki með heimasíma eða dyrabjöllu og ekki nokkur leið að ná í mig þessa dagana nema á bandalaginu mínu á milli 9 og 13 virka daga eða í tölvupóstinum (eða hér).
Enda þýðir svosem lítið að reyna að ná í mig, það er eitthvað mikið að gera núna og verður það væntanlega áfram... næstu 5-10 virka daga að minnsta kosti.
Ef einhver gæti síðan lagt svo á og mælt um að það komi hláka, nógu lengi til að ég komist að sækja nagladekkin, þá væri það líka vel þegið.
Er að vinna í topp- og botnlista yfir Dv-ið, að áskorun Varríusar.
Málið er í athugun.
...að einhver þarna úti eigi gsm-síma sem hann er hættur að nota?
Minn er nefnilega í sjúkdómsgreiningu og verður utan þjónustusvæðis næstu 5-10 daga. Mennirnir í búðinni áttu ekki annan til að lána mér á meðan. Þannig að ég er sambandslaus við umheiminn, ekki með heimasíma eða dyrabjöllu og ekki nokkur leið að ná í mig þessa dagana nema á bandalaginu mínu á milli 9 og 13 virka daga eða í tölvupóstinum (eða hér).
Enda þýðir svosem lítið að reyna að ná í mig, það er eitthvað mikið að gera núna og verður það væntanlega áfram... næstu 5-10 virka daga að minnsta kosti.
Ef einhver gæti síðan lagt svo á og mælt um að það komi hláka, nógu lengi til að ég komist að sækja nagladekkin, þá væri það líka vel þegið.
Er að vinna í topp- og botnlista yfir Dv-ið, að áskorun Varríusar.
Málið er í athugun.
17.11.04
Nú ætla ég að hætta á að hljóma kannski eins og geðverri systir mín. En:
Það er ekki búandi í þessu helvítis djöfulsins skítalandi!
Þetta er algjörlega veðurtengd pirra.
Það er staðreynd að mér er illa við að keyra bíla. Í hvert skipti sem ég sest undir stýri, sem ég geri ekki nema ég þurfi þess, er ég fullkomlega meðvituð um það að ég sé að fara að stýra maskínu sem er óútreiknanlegri en karlmenn og drepur fleiri Íslendinga en reykingar og skotvopn samanlagt ár hvert. Sérstaklega er mér ekki um að aka í ófærð á svæðum þar sem aðrir bílar eru mikið að þvælast fyrir mér. Í gær upplifði ég mína verstu martröð.
Drossían var sem sagt tilbúin úr viðgerð. Þegar ég tók stóra gula bílinn neðan úr bæ var að byrja að snjóa. Ég gerði mitt besta til að beita fjölkynngi á leiðinni upp á höfða til að breyta snjókomunni í rigningu. Eitthvað klikkaði, þannig að hún breyttist í byl. Og bíllinn á sumardekkjum. Keyrði heim til mín með hjartað í buxunum. Lagði og signdi yfir, þar sem illa skóað greyið fær sennilega bara að bíða vors, nákvæmilega á þessum stað. Ég fer ekki einu sinni að sækja vetrardekkin fyrr en síðasta snjókornið verður horfið af götunum. Mér er sama þó það verði ekki fyrr en um páska.
Dagurinn fór ekki batnandi. Þegar ég var á leiðinni í vinnu Zatans var ennþá bylur. Ég villtist á Miklatúninu. Í fúlustu alvöru. Hefði auðveldlega getað orðið úti. Þegar ég kom í vinnuna var síminn minn svolítið blautur, en virkaði samt. Skömmu síðar lenti hann í kaffitengdu vinnuslysi og hefur síðan ekki verið til viðræðu. Téður sími er líka eina vekjaraklukkan mín. Og ábyrgðarskírteinið af honum hefur eitthvað mislagst í flutningunum og hefur opinberlega verið lýst týnt.
Mitt karma var ekki gott í gær. Held ég þurfi að snúa af öllum villum míns vegar.
Það er ekki búandi í þessu helvítis djöfulsins skítalandi!
Þetta er algjörlega veðurtengd pirra.
Það er staðreynd að mér er illa við að keyra bíla. Í hvert skipti sem ég sest undir stýri, sem ég geri ekki nema ég þurfi þess, er ég fullkomlega meðvituð um það að ég sé að fara að stýra maskínu sem er óútreiknanlegri en karlmenn og drepur fleiri Íslendinga en reykingar og skotvopn samanlagt ár hvert. Sérstaklega er mér ekki um að aka í ófærð á svæðum þar sem aðrir bílar eru mikið að þvælast fyrir mér. Í gær upplifði ég mína verstu martröð.
Drossían var sem sagt tilbúin úr viðgerð. Þegar ég tók stóra gula bílinn neðan úr bæ var að byrja að snjóa. Ég gerði mitt besta til að beita fjölkynngi á leiðinni upp á höfða til að breyta snjókomunni í rigningu. Eitthvað klikkaði, þannig að hún breyttist í byl. Og bíllinn á sumardekkjum. Keyrði heim til mín með hjartað í buxunum. Lagði og signdi yfir, þar sem illa skóað greyið fær sennilega bara að bíða vors, nákvæmilega á þessum stað. Ég fer ekki einu sinni að sækja vetrardekkin fyrr en síðasta snjókornið verður horfið af götunum. Mér er sama þó það verði ekki fyrr en um páska.
Dagurinn fór ekki batnandi. Þegar ég var á leiðinni í vinnu Zatans var ennþá bylur. Ég villtist á Miklatúninu. Í fúlustu alvöru. Hefði auðveldlega getað orðið úti. Þegar ég kom í vinnuna var síminn minn svolítið blautur, en virkaði samt. Skömmu síðar lenti hann í kaffitengdu vinnuslysi og hefur síðan ekki verið til viðræðu. Téður sími er líka eina vekjaraklukkan mín. Og ábyrgðarskírteinið af honum hefur eitthvað mislagst í flutningunum og hefur opinberlega verið lýst týnt.
Mitt karma var ekki gott í gær. Held ég þurfi að snúa af öllum villum míns vegar.
16.11.04
Smitaðist af topptíu listamanninum Varríusi og datt í hug að gera topp fimm og botn fimm yfir það sem er skemmtilegast og leiðinlegast í vinnunni:
Botn 5
1. Þegar fólk hringir og segist ætla að koma „fyrir eitt“ að sækja eitthvað. Kemur svo tvær mínútur í og þarf voðalega mikið að skoða þegar ég er að flýta mér. (Athugist, á ekki við um fólk sem ég þekki og kemur í kaffi. Bara ókunnuga.)
2. Þegar fólk hringir og vantar leikrit og segir „Æi, veistu ekki um eitthvað skemmtilegt, með hlutverkum fyrir 15 unglingsstelpur...?“
(Veit um fullt af skemmtilegu. Veit hins vegar sjaldnast neitt um viðkomandi leikhóp eða hans smekk. Og leikrit fyrir 15 unglingsstelpur eru almennt ekki til.)
3. Þegar vítisvélin bilar og étur og krumpar eina handritið af einhverju meistaraverkinu.
4. Þegar unglingar koma inn, eftirlitslausir í hópum, bara til að skoða.
5. Þegar ég er með einhvern skemmtilegan í kaffi og allt fyllist af ókunnugum sem þurfa þjónustu.
Topp 5
5. Þegar ég sest fyrir framan tölvuna og skoða ruslpóstinn með fyrsta kaffibollann á morgnana.
4. Þegar margir skemmtilegir koma í kaffi í einu.
3. Þegar ég þarf að umslaga fundarboð eða formannapóst.
2. Þegar ég þarf að ljósrita leikrit sem eru búin að vera í umslögum áratugum saman og ég get sett þau í möppur með löggildri merkingu.
1. Þegar ég þarf að fara á Bandalagsþing, haustfundi, skólaslit, hátíðir eða annað þessháttar, hérlendis sem erlendis.
Topplistinn gæti reyndar verið endalaust lengri, þar er nefnilega næstum alltaf gaman í þessari vinnu. Því væri öfugt farið í Starfi Satans sem ég er í seinnipartinn...
Botn 5
1. Þegar fólk hringir og segist ætla að koma „fyrir eitt“ að sækja eitthvað. Kemur svo tvær mínútur í og þarf voðalega mikið að skoða þegar ég er að flýta mér. (Athugist, á ekki við um fólk sem ég þekki og kemur í kaffi. Bara ókunnuga.)
2. Þegar fólk hringir og vantar leikrit og segir „Æi, veistu ekki um eitthvað skemmtilegt, með hlutverkum fyrir 15 unglingsstelpur...?“
(Veit um fullt af skemmtilegu. Veit hins vegar sjaldnast neitt um viðkomandi leikhóp eða hans smekk. Og leikrit fyrir 15 unglingsstelpur eru almennt ekki til.)
3. Þegar vítisvélin bilar og étur og krumpar eina handritið af einhverju meistaraverkinu.
4. Þegar unglingar koma inn, eftirlitslausir í hópum, bara til að skoða.
5. Þegar ég er með einhvern skemmtilegan í kaffi og allt fyllist af ókunnugum sem þurfa þjónustu.
Topp 5
5. Þegar ég sest fyrir framan tölvuna og skoða ruslpóstinn með fyrsta kaffibollann á morgnana.
4. Þegar margir skemmtilegir koma í kaffi í einu.
3. Þegar ég þarf að umslaga fundarboð eða formannapóst.
2. Þegar ég þarf að ljósrita leikrit sem eru búin að vera í umslögum áratugum saman og ég get sett þau í möppur með löggildri merkingu.
1. Þegar ég þarf að fara á Bandalagsþing, haustfundi, skólaslit, hátíðir eða annað þessháttar, hérlendis sem erlendis.
Topplistinn gæti reyndar verið endalaust lengri, þar er nefnilega næstum alltaf gaman í þessari vinnu. Því væri öfugt farið í Starfi Satans sem ég er í seinnipartinn...
Ég á í siðferðilegri krísu.
Þannig er að þegar maður vinnur þar sem ég vinn og býr þar sem ég bý þá þarf maður að ganga hluta af Laugaveginum, stundum oft á dag. Ég þarf m.a. að ganga fram hjá nokkrum búðum sem ég VEIT að ég hef ekki efni á að versla í.
Kannski hefur milljónaeyðsla síðustu mánaða stigið mér til höfuðs, en undanfarið hef ég gert þau mistök að láta mig fara að langa... og langa... í dásemdarflík sem ég þarf að ganga fram hjá oft á dag. Í gær hleypti ég í mig kjarki, fór inn í búðina og gáði hvað dásemdin kostaði. 19.900 krónur íslenskar. Þar með hélt ég að málið væri dautt.
Litli eyðslupúkinn í hausnum á mér vildi nú samt ekki alveg gefast upp og minnti mig á það að það er nú alveg að koma frumsýning... og gaman væri nú að vera í nýrri dásemd... á nýja leikritinu...
Þetta er að verða þolraun hin mesta fyrir viljastyrkinn. Og enginn veit hvernig fer.
Annars getur verið að þetta leysi sig sjálft á næstu dögum. Drossían er víst að verða tilbúin, með nýjum ljósum, nýjum dempurum að framan og nýjum og skínandi öxli. Í beinu framhaldi þarf hún að fara í skoðun og á vetrardekk. Þar með gætu nú peningarnir alveg bara eiginlega orðið búnir, óvart, og þá þarf líklega ekki að velta frekar fyrir sér alltofdýrum dásemdum.
En ég komst hins vegar á æfingu á Memento Mori í gær. Sú sýning verður allra dásemda virði, sýnist mér.
Semsagt, enn í krísu.
Þannig er að þegar maður vinnur þar sem ég vinn og býr þar sem ég bý þá þarf maður að ganga hluta af Laugaveginum, stundum oft á dag. Ég þarf m.a. að ganga fram hjá nokkrum búðum sem ég VEIT að ég hef ekki efni á að versla í.
Kannski hefur milljónaeyðsla síðustu mánaða stigið mér til höfuðs, en undanfarið hef ég gert þau mistök að láta mig fara að langa... og langa... í dásemdarflík sem ég þarf að ganga fram hjá oft á dag. Í gær hleypti ég í mig kjarki, fór inn í búðina og gáði hvað dásemdin kostaði. 19.900 krónur íslenskar. Þar með hélt ég að málið væri dautt.
Litli eyðslupúkinn í hausnum á mér vildi nú samt ekki alveg gefast upp og minnti mig á það að það er nú alveg að koma frumsýning... og gaman væri nú að vera í nýrri dásemd... á nýja leikritinu...
Þetta er að verða þolraun hin mesta fyrir viljastyrkinn. Og enginn veit hvernig fer.
Annars getur verið að þetta leysi sig sjálft á næstu dögum. Drossían er víst að verða tilbúin, með nýjum ljósum, nýjum dempurum að framan og nýjum og skínandi öxli. Í beinu framhaldi þarf hún að fara í skoðun og á vetrardekk. Þar með gætu nú peningarnir alveg bara eiginlega orðið búnir, óvart, og þá þarf líklega ekki að velta frekar fyrir sér alltofdýrum dásemdum.
En ég komst hins vegar á æfingu á Memento Mori í gær. Sú sýning verður allra dásemda virði, sýnist mér.
Semsagt, enn í krísu.
15.11.04
Komin aftur. Mikil snilldarhelgi með Rannsóknarskipinu mínu. Hitti líka mestallan flotann og nokkra smábáta.
Freyvengir skemmtu mér konunglega á laugardaxkvöld. Upplifði m.a. að heyra verðandi mágkonu mína flytja Ruslönulagið af mikilli tilfinningu og verðandi mág minn skríða um með buxurnar á hælunum á flótta undan Playboy-kanínum syngjandi "Love hurts" með harmkvælum.
Dansaði mér síðan harðsperrur og endaði kvöldið með því að stíga á stokk, ásamt Eló (ekki hljómsveitinni), og flytja gamalt júróvísjónlag frá Danmörku með tilþrifum. Gerði þar með kommbakk á sviðið í Freyvangi, en hef ekki tjáð mig þar síðan í leikferð með Embættismannahvörfin 1997.
Og ðett vos ðett. Svo kom ég aftur í bæinn, allt í einu kominn vetur og jólaskreytingar á Laugaveginn... hvað var ég eiginlega lengi í burtu?
Freyvengir skemmtu mér konunglega á laugardaxkvöld. Upplifði m.a. að heyra verðandi mágkonu mína flytja Ruslönulagið af mikilli tilfinningu og verðandi mág minn skríða um með buxurnar á hælunum á flótta undan Playboy-kanínum syngjandi "Love hurts" með harmkvælum.
Dansaði mér síðan harðsperrur og endaði kvöldið með því að stíga á stokk, ásamt Eló (ekki hljómsveitinni), og flytja gamalt júróvísjónlag frá Danmörku með tilþrifum. Gerði þar með kommbakk á sviðið í Freyvangi, en hef ekki tjáð mig þar síðan í leikferð með Embættismannahvörfin 1997.
Og ðett vos ðett. Svo kom ég aftur í bæinn, allt í einu kominn vetur og jólaskreytingar á Laugaveginn... hvað var ég eiginlega lengi í burtu?
12.11.04
Í tilefni af umræðu á Varríusi um þjóðsönginn, og komment dr. Sigga um Íslendinga sem syngja hann fullir í útlöndum datt mér í hug lítil saga.
Þannig var að einu sinni, þegar ég var útlendingur, datt Íslendingamafíunni, þáverandi, í Montpellier að breggða sér á karókíbar sem einhver hafði rekist á fyrir tilviljun. Þangað ráfuðum við eitt kvöldið, fylktu liði, og ætluðum nú aldeilis að skemmta okkur og öðrum. Á leiðinni löbbuðum við m.a. í gegnum tóma verslanamiðstöð (Pólígonið) og skemmtum öryggisvörðum með upphitunarsöng...
...komum reyndar til baka ekki mjög löngu síðar eftir að okkur hafði verið fleygt öfugum út af karókíbarnum. Í ljós kom, sem sagt, að Frakkar taka karókísöng talsvert alvarlegar en 10 fullir Íslendingar og kunnu alls ekki að meta flutning Reynis og Aðalsteins á... hvaða lagi sem það nú annars var. Neituðu að úthluta okkar borði fleiri lögum (og misstu fyrir vikið af því að heyra í Sveppa, síðar söngleikjastjörnu) og gáfu kurteislega, en eilítið þurrlega, til kynna að nærveru vorrar væri ekki óskað. Svo héldu Frakkar á hvítum skyrtum áfram að þruma ballöður, reyndar meira af góðum vilja en óþrjótandi hæfileikum.
Þannig fór um sjóferð þá.
Þegar við vorum síðan á leiðinni til baka í gegnum Pólígonið, hálf-flissandi og pínulítið skömmustuleg, þá urðu öryggisverðirnir voða glaðir, enda örugglega leiðinlegt hjá þeim í vinnunni, og spurðu hvort við ætluðum ekki að syngja meira. Við fengum samtaka hugstrump og byrjuðum einum rómi á Þjóðsöng Íslendinga og kyrjuðum hann á leiðinni í gegn. Komumst að því að hljómburðurinn í tómu Pólígoninu var hrein snilld, auk þess sem það tekur akkúrat tímann sem það tekur að labba í gegnum það að syngja þjóðsönginn. Stoppuðum á stéttinni hinu megin til að leggja áherslu á lokatónana.
Skemmst frá því að segja að við það rjátlaðist af okkur skömmin og þjóðrembingurinn tók völdin að nýju.
En við fórum aldrei aftur á þennan karókíbar, enda ekki víst að okkur hefði verið hleypt inn.
Þetta var smásaga daxins.
Gleðilega helgi og ég vona að menn njóti hennar jafn vel og ég hef huxað mér að gera.
Óver end át.
Þannig var að einu sinni, þegar ég var útlendingur, datt Íslendingamafíunni, þáverandi, í Montpellier að breggða sér á karókíbar sem einhver hafði rekist á fyrir tilviljun. Þangað ráfuðum við eitt kvöldið, fylktu liði, og ætluðum nú aldeilis að skemmta okkur og öðrum. Á leiðinni löbbuðum við m.a. í gegnum tóma verslanamiðstöð (Pólígonið) og skemmtum öryggisvörðum með upphitunarsöng...
...komum reyndar til baka ekki mjög löngu síðar eftir að okkur hafði verið fleygt öfugum út af karókíbarnum. Í ljós kom, sem sagt, að Frakkar taka karókísöng talsvert alvarlegar en 10 fullir Íslendingar og kunnu alls ekki að meta flutning Reynis og Aðalsteins á... hvaða lagi sem það nú annars var. Neituðu að úthluta okkar borði fleiri lögum (og misstu fyrir vikið af því að heyra í Sveppa, síðar söngleikjastjörnu) og gáfu kurteislega, en eilítið þurrlega, til kynna að nærveru vorrar væri ekki óskað. Svo héldu Frakkar á hvítum skyrtum áfram að þruma ballöður, reyndar meira af góðum vilja en óþrjótandi hæfileikum.
Þannig fór um sjóferð þá.
Þegar við vorum síðan á leiðinni til baka í gegnum Pólígonið, hálf-flissandi og pínulítið skömmustuleg, þá urðu öryggisverðirnir voða glaðir, enda örugglega leiðinlegt hjá þeim í vinnunni, og spurðu hvort við ætluðum ekki að syngja meira. Við fengum samtaka hugstrump og byrjuðum einum rómi á Þjóðsöng Íslendinga og kyrjuðum hann á leiðinni í gegn. Komumst að því að hljómburðurinn í tómu Pólígoninu var hrein snilld, auk þess sem það tekur akkúrat tímann sem það tekur að labba í gegnum það að syngja þjóðsönginn. Stoppuðum á stéttinni hinu megin til að leggja áherslu á lokatónana.
Skemmst frá því að segja að við það rjátlaðist af okkur skömmin og þjóðrembingurinn tók völdin að nýju.
En við fórum aldrei aftur á þennan karókíbar, enda ekki víst að okkur hefði verið hleypt inn.
Þetta var smásaga daxins.
Gleðilega helgi og ég vona að menn njóti hennar jafn vel og ég hef huxað mér að gera.
Óver end át.
10.11.04
Öppdeit
Þegar 24 dagar voru í afhendingu á heimilinu mínu setti ég fram nokkur markmið. Rétt að gera úttekt á því hvernig málin standa.
1. Ég þarf að komast að því hverjir hafa búið á hanabjálkanum mínum, helst frá upphafi (a la Sesselja Agnes, fyrir þá sem þá bók þekkja) og helst vil ég að Þórbergur Þórðarson hafi leigt þar sem fátækur námsmaður. Mun allavega bera þær sögur út.
Skemmst frá því að segja að segja að sú rannsóknarvinna er ekki hafin. Frétti samt fyrir tilviljun að Sigga Birna bjó einu sinni í íbúðinni minni í smá tíma. Það er nú bara nokkuð merkilegt!
2. Fyrir kraftaverk mun ég hætta að reykja, eiga alltaf margar tegundir af te og gera jógaæfingar á morgnana. Eignast allskonar baðdót með blómailmum og fara í kertaljósaböð í tíma og ótíma með innhverfri íhugun.
Hmmm. Reyki stanslaust, um alla íbúð og aðallega í rúminu. Enn hefur hvorki te né baðdót komið inn fyrir þröskuldinn. Jógaæfingar hafa verið hverfandi. En kertaljósaböð eru á sínum stað, svona þegar tími vinnst til, en yfirleitt með púrtvínsdrykkju og reykingum og rómantískum órum, frekar en íhugun.
3. Mun ekki detta íða um helgar, sökum nálægðar við miðbæinn, heldur sitja heima í nýja ruggustólnum, hlusta á rás 1 eða klassíska tónlist og prjóna, eða lesa eitthvað af merkilegu bókunum sem hingað til hafa bara verið snobbað hilluskraut.
Er reyndar búin að hlusta helling á rásir 1 og 2. Það kemur til af fjarvistum sjónvarps. Og búin að prjóna. En bækur eru ýmist ofan í kössum eða enn fjarverandi. Og ég held ólifnaður hafi verið stundaður flestar helgar, þó ekki af neinni sérstakri nálægð við miðbæinn, heldur í Færeyjum og á öðrum undarlegum stöðum. Um helgina verður það t.d. Akureyri.
4. Mun ekki fleygja mér eins og örvæntingarfull lóðatík fyrir fætur fyrsta mannvesalings sem lítur á mig tvisvar, heldur bíða Alveg Róleg, með Reisn, Innri Kyrrð og Æðruleysi, eftir Hinum Eina Rétta. (Einhvern tíma geri ég svo tékklista yfir hvaða kröfur H.E.R. skal uppfylla.)
Það var ekki komin nein reynsla á þennan biðtíma þegar Rannsóknarskipið kom til sögu. Hvað þá komið á einhvers konar ástand reisnar, innri kyrrðar eða æðruleysis. Og hann var sennilega fyrstur til að líta á mig tvisvar og, já, held ég hafi svei mér þá gert allt sem ég ætlaði ekki, samkvæmt þessu markmiði. Gott mál. Algjörlega þess virði.
5. Á meðan ég bíð mun ég eyða afgangs orku í að skrifa Ódauðleg Meistaraverk og stefna á Nóbel. Ævinlega óaðfinnanlega tilhöfð.
Pah! Er komin með tölvu. Búin að nota hana til að horfa á 6 & the city. Á sloppnum.
6. Ég mun baka og elda af hjartans lyst, eins og hver önnur aðalpersóna í Snjólaugarbók og halda fámenn og innileg matarboð með exótískum smáréttum og heimpekilegum rökræðum um listir og menningu. Gjörning þennan mun ég jafnan fremja íklædd jarðarlituðum þægindaklæðnaði með viðeigandi lýsingu og tónlistarvali.
Já, einmitt. Ísskápurinn er búinn að vera krónískt tómur síðan ég flutti, sem og íbúðin öll, þannig að ekki hafa hin exótísku matarboð átt sér stað. Mig langar mikið að geta staðið við þetta, einhverntíma, en fyrst verður að vera hægt að bjóða mönnum sæti. Guðmá hins vegar vita hvenær það gerist.
Sem sagt, 1 Artífart Miðbæjarrotta, coming up!
Rrrright... eða bara enn ein efnishyggjurottan sem eyðir flestum vökustundum í vinnuna og lífsgæðakapphlaupið. Það er annað hvort í ökkla eða eyra.
Held sé óhætt að segja að langt sé í land með ansi margt á þessum ágæta markmiðalista, og sumt úrelt. Er að huxa um að bregðast við því með því að gera bara nýjan.
Þegar 24 dagar voru í afhendingu á heimilinu mínu setti ég fram nokkur markmið. Rétt að gera úttekt á því hvernig málin standa.
1. Ég þarf að komast að því hverjir hafa búið á hanabjálkanum mínum, helst frá upphafi (a la Sesselja Agnes, fyrir þá sem þá bók þekkja) og helst vil ég að Þórbergur Þórðarson hafi leigt þar sem fátækur námsmaður. Mun allavega bera þær sögur út.
Skemmst frá því að segja að segja að sú rannsóknarvinna er ekki hafin. Frétti samt fyrir tilviljun að Sigga Birna bjó einu sinni í íbúðinni minni í smá tíma. Það er nú bara nokkuð merkilegt!
2. Fyrir kraftaverk mun ég hætta að reykja, eiga alltaf margar tegundir af te og gera jógaæfingar á morgnana. Eignast allskonar baðdót með blómailmum og fara í kertaljósaböð í tíma og ótíma með innhverfri íhugun.
Hmmm. Reyki stanslaust, um alla íbúð og aðallega í rúminu. Enn hefur hvorki te né baðdót komið inn fyrir þröskuldinn. Jógaæfingar hafa verið hverfandi. En kertaljósaböð eru á sínum stað, svona þegar tími vinnst til, en yfirleitt með púrtvínsdrykkju og reykingum og rómantískum órum, frekar en íhugun.
3. Mun ekki detta íða um helgar, sökum nálægðar við miðbæinn, heldur sitja heima í nýja ruggustólnum, hlusta á rás 1 eða klassíska tónlist og prjóna, eða lesa eitthvað af merkilegu bókunum sem hingað til hafa bara verið snobbað hilluskraut.
Er reyndar búin að hlusta helling á rásir 1 og 2. Það kemur til af fjarvistum sjónvarps. Og búin að prjóna. En bækur eru ýmist ofan í kössum eða enn fjarverandi. Og ég held ólifnaður hafi verið stundaður flestar helgar, þó ekki af neinni sérstakri nálægð við miðbæinn, heldur í Færeyjum og á öðrum undarlegum stöðum. Um helgina verður það t.d. Akureyri.
4. Mun ekki fleygja mér eins og örvæntingarfull lóðatík fyrir fætur fyrsta mannvesalings sem lítur á mig tvisvar, heldur bíða Alveg Róleg, með Reisn, Innri Kyrrð og Æðruleysi, eftir Hinum Eina Rétta. (Einhvern tíma geri ég svo tékklista yfir hvaða kröfur H.E.R. skal uppfylla.)
Það var ekki komin nein reynsla á þennan biðtíma þegar Rannsóknarskipið kom til sögu. Hvað þá komið á einhvers konar ástand reisnar, innri kyrrðar eða æðruleysis. Og hann var sennilega fyrstur til að líta á mig tvisvar og, já, held ég hafi svei mér þá gert allt sem ég ætlaði ekki, samkvæmt þessu markmiði. Gott mál. Algjörlega þess virði.
5. Á meðan ég bíð mun ég eyða afgangs orku í að skrifa Ódauðleg Meistaraverk og stefna á Nóbel. Ævinlega óaðfinnanlega tilhöfð.
Pah! Er komin með tölvu. Búin að nota hana til að horfa á 6 & the city. Á sloppnum.
6. Ég mun baka og elda af hjartans lyst, eins og hver önnur aðalpersóna í Snjólaugarbók og halda fámenn og innileg matarboð með exótískum smáréttum og heimpekilegum rökræðum um listir og menningu. Gjörning þennan mun ég jafnan fremja íklædd jarðarlituðum þægindaklæðnaði með viðeigandi lýsingu og tónlistarvali.
Já, einmitt. Ísskápurinn er búinn að vera krónískt tómur síðan ég flutti, sem og íbúðin öll, þannig að ekki hafa hin exótísku matarboð átt sér stað. Mig langar mikið að geta staðið við þetta, einhverntíma, en fyrst verður að vera hægt að bjóða mönnum sæti. Guðmá hins vegar vita hvenær það gerist.
Sem sagt, 1 Artífart Miðbæjarrotta, coming up!
Rrrright... eða bara enn ein efnishyggjurottan sem eyðir flestum vökustundum í vinnuna og lífsgæðakapphlaupið. Það er annað hvort í ökkla eða eyra.
Held sé óhætt að segja að langt sé í land með ansi margt á þessum ágæta markmiðalista, og sumt úrelt. Er að huxa um að bregðast við því með því að gera bara nýjan.
Í gær var dagur stórinnkaupa. Eyddi ótrúlega miklum peningum í tvo hluti.
En nú get ég líka kúrt í nýja sófanum mínum og leikið mér að nýju tölvunni minni þangað til bíllinn losnar af spítalanum og getur sótt það sem eftir er af draslinu mínu. Það er nú eiginlega alveg 160.000 króna virði. Kemur líka til með að stytta þessa tvo daga þangað til ég hitti Rannsóknarskipið mitt.
Vona að unglingar heimsins sjái sóma sinn í því að láta skrifstofuna mína í friði í dag.
En nú get ég líka kúrt í nýja sófanum mínum og leikið mér að nýju tölvunni minni þangað til bíllinn losnar af spítalanum og getur sótt það sem eftir er af draslinu mínu. Það er nú eiginlega alveg 160.000 króna virði. Kemur líka til með að stytta þessa tvo daga þangað til ég hitti Rannsóknarskipið mitt.
Vona að unglingar heimsins sjái sóma sinn í því að láta skrifstofuna mína í friði í dag.
9.11.04
Eins og lauslega var minnst á í færslu hér í gær, þá ákvað ég á ákveðnum tímapunkti að verða ekki kennari. Það var nú aldeilis eins gott.
Í morgun hefur vaknað úr dvala sem aldrei fyrr undirliggjandi óbeit á unglingi hvers konar. Og það er greinilega komið kennaraverkfall. Og það mætti halda að það hefði verið auglýst einhvers staðar: "Unglingar miðbæjar sameinist! Allir á Bandalagið að "skoða", fikta og rusla til og trufla heiðvirt fólk í vinnunni!"
Mér finnst börnum og unglingum eigi að vera bannaður aðgangur að verslunum, skrifstofum og hálf-opinberum stofnunum til tvítux. Nema í fylgd með fullorðnum sem eru þá með þau í bandi.
Sérstaklega strákum. Karlmenn ættu ekki að vera eftirlitslausir fyrr en eftir 25 ára aldur.
Hefði ég orðið kennari væri ég orðin geðveik og þó svo að gull og grænir skógar kæmu til í samningum komandi þá gætu ekki milljón villtir hestar dregið mig að þessu starfi.
Og annað sem ég þoli jafnvel minna: Unglingar sem koma 10 mínútur yfir 1, áður en ég hef náð að stinga af. Grrrrrrrr...
Hef sjaldan fundið fyrir jafn sterkri og óbeislaðri óbeit. Finn hjá mér mikla þörf fyrir að vera ókurteis.
Í morgun hefur vaknað úr dvala sem aldrei fyrr undirliggjandi óbeit á unglingi hvers konar. Og það er greinilega komið kennaraverkfall. Og það mætti halda að það hefði verið auglýst einhvers staðar: "Unglingar miðbæjar sameinist! Allir á Bandalagið að "skoða", fikta og rusla til og trufla heiðvirt fólk í vinnunni!"
Mér finnst börnum og unglingum eigi að vera bannaður aðgangur að verslunum, skrifstofum og hálf-opinberum stofnunum til tvítux. Nema í fylgd með fullorðnum sem eru þá með þau í bandi.
Sérstaklega strákum. Karlmenn ættu ekki að vera eftirlitslausir fyrr en eftir 25 ára aldur.
Hefði ég orðið kennari væri ég orðin geðveik og þó svo að gull og grænir skógar kæmu til í samningum komandi þá gætu ekki milljón villtir hestar dregið mig að þessu starfi.
Og annað sem ég þoli jafnvel minna: Unglingar sem koma 10 mínútur yfir 1, áður en ég hef náð að stinga af. Grrrrrrrr...
Hef sjaldan fundið fyrir jafn sterkri og óbeislaðri óbeit. Finn hjá mér mikla þörf fyrir að vera ókurteis.
8.11.04
Í nýju íbúðinni minni held ég að búi andi morgunhana. Þar vakna ég alltaf löngu á undan vekjaraklukkunni og er iðulega búin að reykja hressilega í rúminu áður en ég þarf að fara á fætur. (Sem minnir mig á það, verð að fara að fá mér náttborð. Bara tímaspursmál hvenær ég sulla niður úr öskubakkanum.)
Svo þegar ég loxins druslast á lappir finn undantekningalítið ég hjá mér einhverja áður óþekkta þörf fyrir að BORÐA MORGUNMAT! Hefur ekki gerst síðan einhvern tíma í kringum 1986.
Hreiðurgerðin er alveg að fara með mig. Ég vaska stanslaust upp, fyllist óstjórnlegri kátínu þegar ég þarf að nota nýju þvottavélina mína og hugsa mikið um gluggatjöld. Það fer hins vegar dáldið í pirrurnar á mér að vera bíllaus þessa dagana og geta þess vegna ekki nálgast hina ýmsu húsmuni sem bíða mín út um allan bæ. (Svo maður minnist nú ekki á allt sem er ókeypt í Ikea og Rúmfatalagernum.)
En um leið og drossían losnar af langlegudeild verður tekið til við innréttingar af miklum móð og reynt að standa við eitthvað af stóru orðunum varðandi hittingar ýmsar í húsakynnum vorum.
Svo þegar ég loxins druslast á lappir finn undantekningalítið ég hjá mér einhverja áður óþekkta þörf fyrir að BORÐA MORGUNMAT! Hefur ekki gerst síðan einhvern tíma í kringum 1986.
Hreiðurgerðin er alveg að fara með mig. Ég vaska stanslaust upp, fyllist óstjórnlegri kátínu þegar ég þarf að nota nýju þvottavélina mína og hugsa mikið um gluggatjöld. Það fer hins vegar dáldið í pirrurnar á mér að vera bíllaus þessa dagana og geta þess vegna ekki nálgast hina ýmsu húsmuni sem bíða mín út um allan bæ. (Svo maður minnist nú ekki á allt sem er ókeypt í Ikea og Rúmfatalagernum.)
En um leið og drossían losnar af langlegudeild verður tekið til við innréttingar af miklum móð og reynt að standa við eitthvað af stóru orðunum varðandi hittingar ýmsar í húsakynnum vorum.
Eins og hún Elísabet, vinkona mín og verðandi mágkona, minntist á í kommenti hér að neðan átti Árni nokkur Friðriksson afmæli á föstudaginn. Henni þótti greinilega viðeigandi að það fengi umjöllun hér þannig að það er best ég svali nú forvitni haugs manna og tjái mig aðeins um tilvist téðs Árna.
Og, nei, við erum ekki að tala um rannsóknarskipið.
Þannig bar við að hausti ársins 1993 að ég fór austan til langskólanáms og lá leiðin til Akureyrar þar sem ég hélt, fyrir misskiling, að ég ætlaði að verða kennari. Þar lágu leiðir okkar Árna fyrst saman, vorum saman í bekk fyrstu önnina. Snerum þó bæði af villum okkar vega, hann hætti um áramót, ég um vorið.
Haustið 1994 ákvað ég síðan að yfirvinna óbeit mína á höfuðborgarsvæðinu, flutti þangað og hóf nám í bókmenntafræði. Og ákvað að ganga í leikfélag sem ég hafði heyrt að væri skemmtilegt. Fyrsti maðurinn sem ég rakst á þegar ég mætti á minn fyrsta fund í Hugleik var einmitt Árni þessi sem ég kannaðist við frá Akureyri. Hann var þá farinn að nema ensku í sama skóla og ég og við lékum saman í fullt af leikritum hjá Hugleik, og ég held við höfum líka setið saman einhverja kúrsa í skólanum, næstu 3 árin. Annars man það enginn svo ofboðslega gjörla, vorum ekkert að taka eftir tilvist hvors annars sérstaklega.
Þá skildu leiðir, en árið 1999 kynntist ég Elísabetu systur hans á leiklistarskóla bandalagsins. Varð okkur vel til vina og varð henni tíðrætt um mannkosti þessa bróður síns og þótti rétt og skylt að við stöllur gerðum tilraunir til að mægjast. Taldi ég öll tormerki á því þar sem við Árni vorum jú búin að þekkjast lengi og ekki hafði gneistað svo mikið sem örlítið þar á milli, undir neinum kringumstæðum. (Honum leiddist meira að segja svo mikið að þurfa að leika að hann væri skotinn í mér í einu leikriti að hann ákvað að hætta að leika! Í því leikriti fékk hann reyndar líka að giftast Unni Gutt, sem hlýtur nú að hafa bætt það eitthvað upp.)
Var svo kyrrt um hríð. Ég þvældist um útlönd og Austurland og frétti lítið af þeim systkinum.
Þangað til svo bar við að ég þurfti að mæta til haustþings á Akureyri í október síðastliðnum. Undirrituð var nú reyndar ekki mikið fyrir mann að sjá. Rétt svo hætt að rjúka úr rústunum eftir síðasta mann sem hafði gjört nokkurn óskunda í voru sálartötri. Hitti ég alltént þar fyrir hann Árna minn (og hina harðákveðnu systur hans sem enn hugði okkur mægðir) og urðu það miklir fagnaðarfundir. Svo miklir að með okkur Árna blossaði upp rómantík hin mesta og hefur varla slitnað beinlínusamband við norðurland síðan.
Þar með hefur trú vor á lífið, ástina, pörun og eilífa rómantík verið endurvakin af þvílíkum krafti að annað eins hefur ekki sést eða heyrst og ég er á leiðinni norður um helgina. Hitti hann Árna minn Friðriksson (ekki rannsóknarskipið) eftir fjóra daga!
Og, nei, við erum ekki að tala um rannsóknarskipið.
Þannig bar við að hausti ársins 1993 að ég fór austan til langskólanáms og lá leiðin til Akureyrar þar sem ég hélt, fyrir misskiling, að ég ætlaði að verða kennari. Þar lágu leiðir okkar Árna fyrst saman, vorum saman í bekk fyrstu önnina. Snerum þó bæði af villum okkar vega, hann hætti um áramót, ég um vorið.
Haustið 1994 ákvað ég síðan að yfirvinna óbeit mína á höfuðborgarsvæðinu, flutti þangað og hóf nám í bókmenntafræði. Og ákvað að ganga í leikfélag sem ég hafði heyrt að væri skemmtilegt. Fyrsti maðurinn sem ég rakst á þegar ég mætti á minn fyrsta fund í Hugleik var einmitt Árni þessi sem ég kannaðist við frá Akureyri. Hann var þá farinn að nema ensku í sama skóla og ég og við lékum saman í fullt af leikritum hjá Hugleik, og ég held við höfum líka setið saman einhverja kúrsa í skólanum, næstu 3 árin. Annars man það enginn svo ofboðslega gjörla, vorum ekkert að taka eftir tilvist hvors annars sérstaklega.
Þá skildu leiðir, en árið 1999 kynntist ég Elísabetu systur hans á leiklistarskóla bandalagsins. Varð okkur vel til vina og varð henni tíðrætt um mannkosti þessa bróður síns og þótti rétt og skylt að við stöllur gerðum tilraunir til að mægjast. Taldi ég öll tormerki á því þar sem við Árni vorum jú búin að þekkjast lengi og ekki hafði gneistað svo mikið sem örlítið þar á milli, undir neinum kringumstæðum. (Honum leiddist meira að segja svo mikið að þurfa að leika að hann væri skotinn í mér í einu leikriti að hann ákvað að hætta að leika! Í því leikriti fékk hann reyndar líka að giftast Unni Gutt, sem hlýtur nú að hafa bætt það eitthvað upp.)
Var svo kyrrt um hríð. Ég þvældist um útlönd og Austurland og frétti lítið af þeim systkinum.
Þangað til svo bar við að ég þurfti að mæta til haustþings á Akureyri í október síðastliðnum. Undirrituð var nú reyndar ekki mikið fyrir mann að sjá. Rétt svo hætt að rjúka úr rústunum eftir síðasta mann sem hafði gjört nokkurn óskunda í voru sálartötri. Hitti ég alltént þar fyrir hann Árna minn (og hina harðákveðnu systur hans sem enn hugði okkur mægðir) og urðu það miklir fagnaðarfundir. Svo miklir að með okkur Árna blossaði upp rómantík hin mesta og hefur varla slitnað beinlínusamband við norðurland síðan.
Þar með hefur trú vor á lífið, ástina, pörun og eilífa rómantík verið endurvakin af þvílíkum krafti að annað eins hefur ekki sést eða heyrst og ég er á leiðinni norður um helgina. Hitti hann Árna minn Friðriksson (ekki rannsóknarskipið) eftir fjóra daga!
5.11.04
Bush segist ætla að sameina Bandaríkjamenn...
Ég man ekki betur en að einu sinni hafi einn ágætur ætlað að sameina Þjóðverja. Sá var líka stríðshneigður byrjaði líka á því að fá samþykki alþjóðasamfélagsins fyrir árásum og yfirtökum. Svo hætti hann að fá aðgerðir sínar samþykktar, en hélt samt áfram leggja undir sig eitt og annað. Einn daginn var síðan mælirinn fullur, þegar hann réðist inn í Pólland.
Íslendingar komu reyndar ágætlega út úr því stríði, með fulla vasa af tyggigúmmí og fullar hendur fjár og þennan fína flugvöll... Er hins vegar hrædd um að í heimstyrjöld komandi séum við öfugu megin. Komum sennilega ekki út úr henni með neitt nema nokkra kjarnorkuvetur og enga leið til að komast úr landi, nema kannski bát.
Eftir þá skemmtilegu tilviljun að myndband Osama skyldi einmitt vera birt í heild sinni á kjördag í Bandaríkjunum fer síðan ekki hjá því að maður finni fnyk. Ég hef lengi alið með mér þá samsæriskenningu að Bush og co. hafi sjálfir staðið fyrir árásinni á Tvíburaturna og látið líta svo út sem al-Kaída hafi verið að verki. Eftir að ég sá Fahrenheit 9/11 held ég að málið sé jafnvel flóknara.
Sennilega er bin Laden í felum í Hvíta húsinu, og öll hans fjölskylda. Á launum hjá kosningasjóði Bush. Það þarf jú að halda ógninni við svo það sé hægt að halda áfram að berja á öllum vondu Aröbunum.
Í síðasta stríði voru það gyðingar.
Spurning komandi ára er síðan, hvert verður „Pólland“ Bush? Hvenær missa Sameinuðu þjóðirnar þolinmæðina og byrja að árása, með Frakkland og Mið-Austurlönd í fararbroddi?
Ég held að atvinnuleysi á Suðurnesjum sé ekki hátt verð að borga fyrir að þurfa ekki að taka þátt í þeim hildarleik.
Vona að ég þurfi aldrei að segja "told you so" í þessu samhengi.
Ég man ekki betur en að einu sinni hafi einn ágætur ætlað að sameina Þjóðverja. Sá var líka stríðshneigður byrjaði líka á því að fá samþykki alþjóðasamfélagsins fyrir árásum og yfirtökum. Svo hætti hann að fá aðgerðir sínar samþykktar, en hélt samt áfram leggja undir sig eitt og annað. Einn daginn var síðan mælirinn fullur, þegar hann réðist inn í Pólland.
Íslendingar komu reyndar ágætlega út úr því stríði, með fulla vasa af tyggigúmmí og fullar hendur fjár og þennan fína flugvöll... Er hins vegar hrædd um að í heimstyrjöld komandi séum við öfugu megin. Komum sennilega ekki út úr henni með neitt nema nokkra kjarnorkuvetur og enga leið til að komast úr landi, nema kannski bát.
Eftir þá skemmtilegu tilviljun að myndband Osama skyldi einmitt vera birt í heild sinni á kjördag í Bandaríkjunum fer síðan ekki hjá því að maður finni fnyk. Ég hef lengi alið með mér þá samsæriskenningu að Bush og co. hafi sjálfir staðið fyrir árásinni á Tvíburaturna og látið líta svo út sem al-Kaída hafi verið að verki. Eftir að ég sá Fahrenheit 9/11 held ég að málið sé jafnvel flóknara.
Sennilega er bin Laden í felum í Hvíta húsinu, og öll hans fjölskylda. Á launum hjá kosningasjóði Bush. Það þarf jú að halda ógninni við svo það sé hægt að halda áfram að berja á öllum vondu Aröbunum.
Í síðasta stríði voru það gyðingar.
Spurning komandi ára er síðan, hvert verður „Pólland“ Bush? Hvenær missa Sameinuðu þjóðirnar þolinmæðina og byrja að árása, með Frakkland og Mið-Austurlönd í fararbroddi?
Ég held að atvinnuleysi á Suðurnesjum sé ekki hátt verð að borga fyrir að þurfa ekki að taka þátt í þeim hildarleik.
Vona að ég þurfi aldrei að segja "told you so" í þessu samhengi.
4.11.04
Bifreiðar eru verkfæri Satans
Skammi mig hver sem vill fyrir að hafa verið svo vítlaus að hafa samþykkt að fara með bílgarminn upp í Brimborg fyrir klukkan 8 að morgni, ljóslaus, um vetur. Brimborg er í Höfðahverfi sem er eins og allir vita forgarður Helvítis, sérstaklega þegar allt geðvonda fólkin er á leiðinni í vinnuna. Geðvonda fólkið tók samt ótrúlega vel eftir og þótti rétt og skylt að láta mig reglulega vita af ljósleysi vagns míns með tilheyrandi blikkingum.
(Skarpir hefðu nú huxanlega áttað sig á því að villingar miðbæjarrottuvagns með U-númeri í nágrenni allra bílaumboða í heiminum væru huxanlega tilkomnar vegna kunnugleika eigenda um vandamálið...)
Diskóljósaleikur allra sem ég mætti gerði það hins vegar að verkum að ég sá ekki rassgat og náði að villast vel og lengi um andstyggilegasta hverfi í heimi áður en ég gat skilið drossíuna eftir í öruggum höndum fagmanna.
Tók Strætisvagna Reykjavíkur í vinnuna. Besti ferðamáti í heimi.
Skammi mig hver sem vill fyrir að hafa verið svo vítlaus að hafa samþykkt að fara með bílgarminn upp í Brimborg fyrir klukkan 8 að morgni, ljóslaus, um vetur. Brimborg er í Höfðahverfi sem er eins og allir vita forgarður Helvítis, sérstaklega þegar allt geðvonda fólkin er á leiðinni í vinnuna. Geðvonda fólkið tók samt ótrúlega vel eftir og þótti rétt og skylt að láta mig reglulega vita af ljósleysi vagns míns með tilheyrandi blikkingum.
(Skarpir hefðu nú huxanlega áttað sig á því að villingar miðbæjarrottuvagns með U-númeri í nágrenni allra bílaumboða í heiminum væru huxanlega tilkomnar vegna kunnugleika eigenda um vandamálið...)
Diskóljósaleikur allra sem ég mætti gerði það hins vegar að verkum að ég sá ekki rassgat og náði að villast vel og lengi um andstyggilegasta hverfi í heimi áður en ég gat skilið drossíuna eftir í öruggum höndum fagmanna.
Tók Strætisvagna Reykjavíkur í vinnuna. Besti ferðamáti í heimi.
3.11.04
Maður bara má ekki breggða sér af landinu og þá er allt orðið brjálað.
Kennaraverkfall búið og alveg að byrja aftur (heyrist mér).
Gos í Grímsvötnum og gosmökkur yfir hálfum heiminum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum brostnar á... spurning hvort þeir kunna að telja í þetta skiptið.
Og bara allt vitlaust, eftir áralanga gúrkutíð.
Og svo urlað að gera hjá mér að ég má ekki einu sinni vera að því að mynda mér skoðun á nokkrum sköpuðum hlut, hvað þá að tjá mig.
Huxa að ég geri frekar formlegt rapport af Færeyjadæminu, með einhverjum spekúleringum um Norðurlandasamstörf, sem ég set síðan sennilega bara á leiklist.is. Fyrst verður nú samt fundargerð haustfundar að fara þangað, klára hana um leið og lát verður á pantanaflóðinu sem æðir hér yfir allt eins og hvert annað Skeiðarárhlaup. Hef ekki ennþá náð að koma nálægt Memento Mori. Það er eins og mig minni að það hafi átt að verða minna að gera hjá mér í nóvember... held það sé eitthvað að klikka.
Íbúðin mín er ennþá eins og eyðimörk. Þar inni er einn stóll, ostaskeri, endalausar birgðir áfengis (sem ég má aldrei vera að því að drekka) og stundum ég. Er búin að vera að reyna að stemma stigu við húsgagnaleysi með því að dreifa prjónadótinu mínu markvisst um allt. Stefni á að ræna geymslur systra minna um helgina.
Kennaraverkfall búið og alveg að byrja aftur (heyrist mér).
Gos í Grímsvötnum og gosmökkur yfir hálfum heiminum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum brostnar á... spurning hvort þeir kunna að telja í þetta skiptið.
Og bara allt vitlaust, eftir áralanga gúrkutíð.
Og svo urlað að gera hjá mér að ég má ekki einu sinni vera að því að mynda mér skoðun á nokkrum sköpuðum hlut, hvað þá að tjá mig.
Huxa að ég geri frekar formlegt rapport af Færeyjadæminu, með einhverjum spekúleringum um Norðurlandasamstörf, sem ég set síðan sennilega bara á leiklist.is. Fyrst verður nú samt fundargerð haustfundar að fara þangað, klára hana um leið og lát verður á pantanaflóðinu sem æðir hér yfir allt eins og hvert annað Skeiðarárhlaup. Hef ekki ennþá náð að koma nálægt Memento Mori. Það er eins og mig minni að það hafi átt að verða minna að gera hjá mér í nóvember... held það sé eitthvað að klikka.
Íbúðin mín er ennþá eins og eyðimörk. Þar inni er einn stóll, ostaskeri, endalausar birgðir áfengis (sem ég má aldrei vera að því að drekka) og stundum ég. Er búin að vera að reyna að stemma stigu við húsgagnaleysi með því að dreifa prjónadótinu mínu markvisst um allt. Stefni á að ræna geymslur systra minna um helgina.
2.11.04
Færeyjaferð lukkaðist ágætilega, lærði helling og fullt og sá framan í fullt af fólki sem ég hef átt tölvusamskipti við. Ferðasaga kemur síðan í nákvæmari dráttum þegar ég má vera að, en nú er ég að reyna að leggja lokahönd á hina Satanízku fundargerð haustfundar, sem hefur setið á hakanum sökum annríkis á skrifstofunni og geðbólna hverskonar.
En, aðalefni þessarar færslu er það að hún Eló mín, snilldarkona á Akureyri, stórvinkona mín og verðandi mágkona með meiru, er komin með blogg!
Hún fær sko link!
En, aðalefni þessarar færslu er það að hún Eló mín, snilldarkona á Akureyri, stórvinkona mín og verðandi mágkona með meiru, er komin með blogg!
Hún fær sko link!
31.10.04
Var að ráfa um hótelið í tilgangsleysi og raxt á tølvu með interneti og meira og minna íslensku lyklaborði. Er í fyrsta skipti í ferðinni sem ég ráfa eitthvað í tilgangsleysi (prógrammið er búið að vera stíft) en thessi ráfun kemur til af thví að illarnir sem ég ferðast með gleymdu að skipta yfir á vetrartíma í nótt og vøktu mig til hittinga klukkutíma of snemma. Plebbar.
Erum annars búin að funda ýmislegt, ferðast um allar koppagrundir, borða stanslítið (og einu sinni hjá borgarstjóranum), sjá tvær leiksýningar, eina góða og eina vonda, og í dag átti að vera letidagur thar sem prógrammið er búið og við komumst ekki heim fyrr en á morgun. En, reyndust ekki Norðmenn vera líka enn á svæðinu svo nú ætlum við að hitta thá, og borða, en ekki hvað?
Og ég er búin að komast að thví að skandinavískan mín er stórfín, sem og færeyskan.
Seinnipartinn ætlum við svo að fara og sjá hinn stórkemmtilega sjónleik "Fólk og dólgar í Kardemommubý" í flutningi Sjónleikarafélagsins.
Og nú held ég að sé að verða kominn tími til að hitta thetta fólk, samkvæmt tímatali mannkyns.
Blíðar heilsanir,
Erum annars búin að funda ýmislegt, ferðast um allar koppagrundir, borða stanslítið (og einu sinni hjá borgarstjóranum), sjá tvær leiksýningar, eina góða og eina vonda, og í dag átti að vera letidagur thar sem prógrammið er búið og við komumst ekki heim fyrr en á morgun. En, reyndust ekki Norðmenn vera líka enn á svæðinu svo nú ætlum við að hitta thá, og borða, en ekki hvað?
Og ég er búin að komast að thví að skandinavískan mín er stórfín, sem og færeyskan.
Seinnipartinn ætlum við svo að fara og sjá hinn stórkemmtilega sjónleik "Fólk og dólgar í Kardemommubý" í flutningi Sjónleikarafélagsins.
Og nú held ég að sé að verða kominn tími til að hitta thetta fólk, samkvæmt tímatali mannkyns.
Blíðar heilsanir,
27.10.04
Ferðahugur!
Var loxins að skoða nákvæmilega hvernig dagskráin er í Færeyjum. Auðvitað mest fundir og námskeiðildi, en inn á milli sýnist mér við vera að fara að sjá 2-3 leiksýningar og fara á nokkur söfn. Sem sagt, stíft prógramm, en lítur gífurlega skemmtilega út. Tími ætlaður til svefns og átu er af skornum skammti, eins og við var að búast, en mér sýnist þetta alveg vera alls virði og meira en það.
Kom að því að ferðahugurinn tók völdin, var að fatta að þetta að þriðja utanlandsferðin mín á þessu ári og allar eru þær í þrælmenningarlegum tilgangi.
Er alveg nógu menningarleg til að passa í listaspíruíbúðina mína.
Og þá er það bara heim að pakka á milli vinna. Blogga væntanlega ekki meira fyrr en á þriðjudag. Þá kemur ferðasaga.
Var loxins að skoða nákvæmilega hvernig dagskráin er í Færeyjum. Auðvitað mest fundir og námskeiðildi, en inn á milli sýnist mér við vera að fara að sjá 2-3 leiksýningar og fara á nokkur söfn. Sem sagt, stíft prógramm, en lítur gífurlega skemmtilega út. Tími ætlaður til svefns og átu er af skornum skammti, eins og við var að búast, en mér sýnist þetta alveg vera alls virði og meira en það.
Kom að því að ferðahugurinn tók völdin, var að fatta að þetta að þriðja utanlandsferðin mín á þessu ári og allar eru þær í þrælmenningarlegum tilgangi.
Er alveg nógu menningarleg til að passa í listaspíruíbúðina mína.
Og þá er það bara heim að pakka á milli vinna. Blogga væntanlega ekki meira fyrr en á þriðjudag. Þá kemur ferðasaga.
Geisp!
Vakti lengi og vaknaði snemma til að skúra skrifstofuna mína. Var að reyna að reikna út hvenær ég sæi fram á að sofa út næst. Það er óljóst og allavega allt of langt þangað til. Oj.
Öjmingja rafvirkinn mætti og komst að ýmsu óskemmtilegu um íbúðina mína. T.d. að ljósið yfir vaskinum á baðinu hafði bara verið tengt öðru megin (sem virkar víst ekki alveg nógu vel með rafmagn) og að kapallinn sem hann ætlaði að nota í eldavélina var of stuttur. Þarf að rífa niður eldhúsinnréttinguna til að laga þetta alltsaman. Hann hefur nú lyklavöld að heimili mínu og lofar að allt verði komið í lag þegar ég kem heim frá Færeyjum. Greyið skinnið. Hann er ekki nema svona rétt rúmlega fimmtán ára og var næstum farinn að skæla þegar hann komst að þessu. Er þar að auki búinn að eyða heilu ári í að endurraða rafmagninu í þessari íbúð og fyrir honum er hún "satanísk". Ég vorkenndi honum ógurlega (sérstaklega þar sem hann er á vegum seljanda og ég þarf ekki að borga honum).
Upplifði í fyrsta skipti í gærkvöldi að vera heima hjá mér og hlusta á kvöldfréttirnar í útvarpinu, í sjónvarpslausa húsinu mínu. Það var nú eiginlega bara alveg ljómandi, kom allavega ekkert að sök, enda kom fólk í heimsókn. Ljómandi dáindisgott.
Mig er hins vegar farið að langa alvarlega að spila jóladiska... ætla nú samt að reyna að sitja á mér fram í nóvember.
Vakti lengi og vaknaði snemma til að skúra skrifstofuna mína. Var að reyna að reikna út hvenær ég sæi fram á að sofa út næst. Það er óljóst og allavega allt of langt þangað til. Oj.
Öjmingja rafvirkinn mætti og komst að ýmsu óskemmtilegu um íbúðina mína. T.d. að ljósið yfir vaskinum á baðinu hafði bara verið tengt öðru megin (sem virkar víst ekki alveg nógu vel með rafmagn) og að kapallinn sem hann ætlaði að nota í eldavélina var of stuttur. Þarf að rífa niður eldhúsinnréttinguna til að laga þetta alltsaman. Hann hefur nú lyklavöld að heimili mínu og lofar að allt verði komið í lag þegar ég kem heim frá Færeyjum. Greyið skinnið. Hann er ekki nema svona rétt rúmlega fimmtán ára og var næstum farinn að skæla þegar hann komst að þessu. Er þar að auki búinn að eyða heilu ári í að endurraða rafmagninu í þessari íbúð og fyrir honum er hún "satanísk". Ég vorkenndi honum ógurlega (sérstaklega þar sem hann er á vegum seljanda og ég þarf ekki að borga honum).
Upplifði í fyrsta skipti í gærkvöldi að vera heima hjá mér og hlusta á kvöldfréttirnar í útvarpinu, í sjónvarpslausa húsinu mínu. Það var nú eiginlega bara alveg ljómandi, kom allavega ekkert að sök, enda kom fólk í heimsókn. Ljómandi dáindisgott.
Mig er hins vegar farið að langa alvarlega að spila jóladiska... ætla nú samt að reyna að sitja á mér fram í nóvember.
26.10.04
Hvaða endalaus fádæma sadismi er það eiginlega að láta mann alltaf fljúga til útlanda um miðjar nætur? Við vorum að komast að því að fyrir Færeyjaferð þurfum við að leggja af stað heiman frá okkur fyrir 5 á fimmtudaxmorgunn. Ojbarasta. Er strax orðin geðvond fyrirfram. Vill reyndar til að ég ferðast með skemmtilegu fólki sem ég treysti þaraðauki fullkomlega til að bera ábyrgð á hálfsofandi mér.
Er líka frekar hálfsofandi þessa dagana þannig að það breytir svosem litlu hvenær ég þykist vakna. Er farin að sjá í hyllingum þann dýrðardag þegar ég get næst sofið út og farið að dingla mér þegar ég loxins vakna... held helst að það gerist kannski einhvern tíma í desember.
Hvar kaupir maður dyrasíma? Ætli sé til dyrabjöllubúð?
Er líka frekar hálfsofandi þessa dagana þannig að það breytir svosem litlu hvenær ég þykist vakna. Er farin að sjá í hyllingum þann dýrðardag þegar ég get næst sofið út og farið að dingla mér þegar ég loxins vakna... held helst að það gerist kannski einhvern tíma í desember.
Hvar kaupir maður dyrasíma? Ætli sé til dyrabjöllubúð?
Satanískar geðbólgur og annríki alltaf hreint.
Hef ekki séð íbúðina mína mikið síðan ég flutti inn í hana. Nú þarf að eyða deginum í Holtagörðum til að gera nokkurn veginn íveruhæft fyrir kvöldið. Þá vil ég fá fólk. Vek þó athygli á að dyrabjallan virkar ekki. Þarf að nota símann.
Er vonandi að fá rafvirkja seinnipartinn.
Nenni ekki að taka þátt í krossnöldri eða gagnrýniskrifum vegna Margs smás, þrátt fyrir einhverjar áskoranir. Þótt ég hafi ekki "átt" neitt þarna, svona beint, þá held ég að ég hafi alls ekki verið dómbær á neitt sem gerðist þarna. Var aðframkomin af sólheimabrosi og fannst allur heimurinn dásamlegur hreint. Svoleiðis gagnrýnendur eru vitagagnslausir.
Átti samt einn óvart-brandara þegar við komum upp í Borgarleikhús um daginn og sagði við konuna í miðasölunni: „Við erum margt smátt fólk...“ og það vorum við.
Raxt á tilvist bloggs sem er ágætlega gert. Það fær link.
Hef ekki séð íbúðina mína mikið síðan ég flutti inn í hana. Nú þarf að eyða deginum í Holtagörðum til að gera nokkurn veginn íveruhæft fyrir kvöldið. Þá vil ég fá fólk. Vek þó athygli á að dyrabjallan virkar ekki. Þarf að nota símann.
Er vonandi að fá rafvirkja seinnipartinn.
Nenni ekki að taka þátt í krossnöldri eða gagnrýniskrifum vegna Margs smás, þrátt fyrir einhverjar áskoranir. Þótt ég hafi ekki "átt" neitt þarna, svona beint, þá held ég að ég hafi alls ekki verið dómbær á neitt sem gerðist þarna. Var aðframkomin af sólheimabrosi og fannst allur heimurinn dásamlegur hreint. Svoleiðis gagnrýnendur eru vitagagnslausir.
Átti samt einn óvart-brandara þegar við komum upp í Borgarleikhús um daginn og sagði við konuna í miðasölunni: „Við erum margt smátt fólk...“ og það vorum við.
Raxt á tilvist bloggs sem er ágætlega gert. Það fær link.
25.10.04
Í prenthæfum fréttum helgarinnar er þetta helst:
Er flutt með allt mit vit á Vitastíg, og er það viðeigandi. Búið að komast að því, the hard way, að það kemst líklega ekki hvað sem er upp stigann minn. Hetjurnar frá Póstinum og Pálmi og Árni stóðu sig þó vel í að koma upp til mín þvottavél og næstumþvíofstóru rúmi.
Eftir allan þennan burð á föstudaxkvöld skelltum við hjónin okkur á Nelly's en þar var ofurgrúppan Hraun að spila. Stórgaman.
Á laugardaginn var síðan Margt smátt. Þar kenndi ýmissa grasa og mér fannst margt skemmtinlegt... Hefði reyndar þurft talsvert til að ná mér niður eftir flutningana og alla þá stórkostlegu viðburði sem ég er að upplifa þessa dagana. Jón Viðar og Silja Aðalsteins gagnrýndu, á köflum ágætlega en stundum undarlega. Kvöldið endaði á því að bandalagið tróð sér inn á Ölstofuna, sem fyrir var þéttsetin. Það var... athyglivert.
Og í gærkvöldi fórum við á Sweeny Todd. Þvílík og önnur eins gargandi öskrandi snilld. Þetta voru 3 tímar sem gjörsamlega flugu hjá. Mæli algjölega með þeirri sýningu!
Og nú er þessi menningarlega helgi bara liðin. Árni minn er að yfirgefa mig á eftir og það verður nú illa bjánalegt að vera í nýja húsinu mínu án hans.
Og svo fer nú eiginlega bara að koma að undirbúningi fyrir reisu til Færeyja sem hefst á fimmtudag. Jæks!
Er flutt með allt mit vit á Vitastíg, og er það viðeigandi. Búið að komast að því, the hard way, að það kemst líklega ekki hvað sem er upp stigann minn. Hetjurnar frá Póstinum og Pálmi og Árni stóðu sig þó vel í að koma upp til mín þvottavél og næstumþvíofstóru rúmi.
Eftir allan þennan burð á föstudaxkvöld skelltum við hjónin okkur á Nelly's en þar var ofurgrúppan Hraun að spila. Stórgaman.
Á laugardaginn var síðan Margt smátt. Þar kenndi ýmissa grasa og mér fannst margt skemmtinlegt... Hefði reyndar þurft talsvert til að ná mér niður eftir flutningana og alla þá stórkostlegu viðburði sem ég er að upplifa þessa dagana. Jón Viðar og Silja Aðalsteins gagnrýndu, á köflum ágætlega en stundum undarlega. Kvöldið endaði á því að bandalagið tróð sér inn á Ölstofuna, sem fyrir var þéttsetin. Það var... athyglivert.
Og í gærkvöldi fórum við á Sweeny Todd. Þvílík og önnur eins gargandi öskrandi snilld. Þetta voru 3 tímar sem gjörsamlega flugu hjá. Mæli algjölega með þeirri sýningu!
Og nú er þessi menningarlega helgi bara liðin. Árni minn er að yfirgefa mig á eftir og það verður nú illa bjánalegt að vera í nýja húsinu mínu án hans.
Og svo fer nú eiginlega bara að koma að undirbúningi fyrir reisu til Færeyja sem hefst á fimmtudag. Jæks!
22.10.04
Hún Nína er snilldarkona sem er í námi í Bradford og kemst ekki á Margt smátt. Í sárabætur fær hún link.
Verslaði mér nauðsynlegustu hluti í innbú í gær. Er að flytja á eftir. Var að frétta að ég er að flytja á vaxandi tungli og hvaðeina og það þykir víst vita á afbraðgsgott.
Þeir sem eru að bíða eftir upnu húsi og heimsóknartíma þurfa sennilega að bíða allavega fram á þriðjudag. Ef menn ætla að "droppa við" er mönnum bent á að dyrabjallan mín virkar ekki, en síminn minn virkar hins vegar ágætlega. Enda vissara að nota hann í svoleiðis tilfellum vegna þess að að öllum líkindum er ég ekki heima... fyrr en á þriðjudaxkvöld. Þá er þó ekki alveg víst að ég verði búin að redda hlutum til að sitja á ne verð vonanadi komin með leið til að búa til kaffi.
Formlegar heimsóknir og veisluhöld þurfa síðan að bíða allavega út þennan mánuð, jafnvel fram yfir 20. nóvember.
Verslaði mér nauðsynlegustu hluti í innbú í gær. Er að flytja á eftir. Var að frétta að ég er að flytja á vaxandi tungli og hvaðeina og það þykir víst vita á afbraðgsgott.
Þeir sem eru að bíða eftir upnu húsi og heimsóknartíma þurfa sennilega að bíða allavega fram á þriðjudag. Ef menn ætla að "droppa við" er mönnum bent á að dyrabjallan mín virkar ekki, en síminn minn virkar hins vegar ágætlega. Enda vissara að nota hann í svoleiðis tilfellum vegna þess að að öllum líkindum er ég ekki heima... fyrr en á þriðjudaxkvöld. Þá er þó ekki alveg víst að ég verði búin að redda hlutum til að sitja á ne verð vonanadi komin með leið til að búa til kaffi.
Formlegar heimsóknir og veisluhöld þurfa síðan að bíða allavega út þennan mánuð, jafnvel fram yfir 20. nóvember.
21.10.04
Ég er búin að vera að huxa soldið um væntingar.
Það hefur einhvern veginn verið þannig, allt mitt líf, að ég hef alltaf hlakkað ógurlega mikið til. Gert mér himinháar væntingar um allan skrattann. Sjaldnast hefur síðan nokkuð staðið undir þeim, ég hef hjólað ofan í hitaveitubrunna, dottið á andlitið, bæði bókstaflega og metafórískt, með allt mögulegt í mínu lífi.
Foreldrar mínir lögðu sig í líma við það allan minn uppvöxt að reyna njörva niður í mér bjartsýnina og koma mér niður á jörðina. (Og gera jafnvel enn.) Væntanlega til þess að forða mér frá vonbrigðum, þá og í framtíðinni.
En allt kemur fyrir ekki. Ég harðneita að "búast við því versta og vona það besta".
Enda finnst mér það kjánaleg speki. Ef allur heimurinn fer á versta veg, er það þá þægilegra ef maður hefur búist við því? Minna vont? Segir maður þá, "Sjitt. Eins gott að ég bjóst við þessu..."? Er maður þá ekki bara búinn að eyða fullt af tíma í að "búast við því versta" til að vita það áður en það gerist...?
Enda, hvers vegna að reyna að forðast vonbrigði? Fokköppin finna mann alltaf, svona annað slagið. Með sæmilegum lífsviðhorfum geta þau orðið manni til þroska og innblásturs.
Líf án vonbrigða er líka eins og illa skrifuð skáldsaga. Byrjar vel, endar vel og þess á milli gerist fátt athyglivert.
Hef allavega huxað mér að halda áfram að búast ekki við neinu öðru en hinu allra besta, hvern einasta klukkutíma á hverjum einasta degi. Hef ekki huxað mér að missa af því að detta ofan í einn einasta hitaveitubrunn.
Þetta var heimspeki daxins.
Það hefur einhvern veginn verið þannig, allt mitt líf, að ég hef alltaf hlakkað ógurlega mikið til. Gert mér himinháar væntingar um allan skrattann. Sjaldnast hefur síðan nokkuð staðið undir þeim, ég hef hjólað ofan í hitaveitubrunna, dottið á andlitið, bæði bókstaflega og metafórískt, með allt mögulegt í mínu lífi.
Foreldrar mínir lögðu sig í líma við það allan minn uppvöxt að reyna njörva niður í mér bjartsýnina og koma mér niður á jörðina. (Og gera jafnvel enn.) Væntanlega til þess að forða mér frá vonbrigðum, þá og í framtíðinni.
En allt kemur fyrir ekki. Ég harðneita að "búast við því versta og vona það besta".
Enda finnst mér það kjánaleg speki. Ef allur heimurinn fer á versta veg, er það þá þægilegra ef maður hefur búist við því? Minna vont? Segir maður þá, "Sjitt. Eins gott að ég bjóst við þessu..."? Er maður þá ekki bara búinn að eyða fullt af tíma í að "búast við því versta" til að vita það áður en það gerist...?
Enda, hvers vegna að reyna að forðast vonbrigði? Fokköppin finna mann alltaf, svona annað slagið. Með sæmilegum lífsviðhorfum geta þau orðið manni til þroska og innblásturs.
Líf án vonbrigða er líka eins og illa skrifuð skáldsaga. Byrjar vel, endar vel og þess á milli gerist fátt athyglivert.
Hef allavega huxað mér að halda áfram að búast ekki við neinu öðru en hinu allra besta, hvern einasta klukkutíma á hverjum einasta degi. Hef ekki huxað mér að missa af því að detta ofan í einn einasta hitaveitubrunn.
Þetta var heimspeki daxins.
Þetta var nú meiri dagurinn.
Eftir þennan syngjandi rómantíska morgun tók við undirritun kaupsamninga, þar var allt eins og blómstrið eina, mér þótti seljandi traustvekjandi kall og hann lét mig hafa aukalykla af íbúðinni þannig að ég má þvælast þar út og inn eins og mér sýnist á meðan þeir eru að taka til eftir smiðina.
Eftir hádegi á morgun get ég síðan hafið búferlaflutninga, var að telja og þetta verða þeir 17. síðan ég huxaði mér fyrst til hreyfings úr foreldrahúsum (1993). (Vill til að eftir alla þessa flutninga er búslóðin svo lítil að hún kemst trúlega í u.þ.b. einn bíl.)
Nú á ég sem sagt skínandi gult, eldgamalt hús og eiturgrænan eldgamlan bíl. Já, fornmunaáhuginn virðist eitthvað ætla að loða við...
Eftir að ég var búin að fara "heimtilmín" og mæla þá hélt ég nú að helstu atburðum daxins væri lokið. En, nei. Kom í hina vinnuna og þá voru Fáfnismenn búnir að koma þar við, taka aðeins til hendinni og dusta af einum og einum blaðamanni.
Veit svosem ekki hvað þeir héldu að þeir væru að gera... ef þeir ætluðu sér að stoppa um sig fjölmiðlaumfjöllun þá var þetta greinilega ekki rétta leiðin. Voru fyrstu fréttir á öllum fjölmiðlum í gærkvöldi. Birtar myndir af þeim og hvaðeina. Gott ef það var ekki hringt í mæður þeirra líka.
Og hvað er þetta með handrukkara? Þetta er í annað skipti sem svoliðis pakk er eitthvað að gaufast nálægt mínu lífi, en langtímalesendur muna kannski eftir þessu.
Og ég er ekki einu sinni glæpamaður, að neinu ráði.
Allavega, í dag er planað ferðalag í Góða hirðinn, Ikea og Rúmfatalagerinn og huxanlega fleiri staði og vonandi verður allt bráðnauðsynlegt innbú komið í mína eigu eftir þá ferð.
Eftir þennan syngjandi rómantíska morgun tók við undirritun kaupsamninga, þar var allt eins og blómstrið eina, mér þótti seljandi traustvekjandi kall og hann lét mig hafa aukalykla af íbúðinni þannig að ég má þvælast þar út og inn eins og mér sýnist á meðan þeir eru að taka til eftir smiðina.
Eftir hádegi á morgun get ég síðan hafið búferlaflutninga, var að telja og þetta verða þeir 17. síðan ég huxaði mér fyrst til hreyfings úr foreldrahúsum (1993). (Vill til að eftir alla þessa flutninga er búslóðin svo lítil að hún kemst trúlega í u.þ.b. einn bíl.)
Nú á ég sem sagt skínandi gult, eldgamalt hús og eiturgrænan eldgamlan bíl. Já, fornmunaáhuginn virðist eitthvað ætla að loða við...
Eftir að ég var búin að fara "heimtilmín" og mæla þá hélt ég nú að helstu atburðum daxins væri lokið. En, nei. Kom í hina vinnuna og þá voru Fáfnismenn búnir að koma þar við, taka aðeins til hendinni og dusta af einum og einum blaðamanni.
Veit svosem ekki hvað þeir héldu að þeir væru að gera... ef þeir ætluðu sér að stoppa um sig fjölmiðlaumfjöllun þá var þetta greinilega ekki rétta leiðin. Voru fyrstu fréttir á öllum fjölmiðlum í gærkvöldi. Birtar myndir af þeim og hvaðeina. Gott ef það var ekki hringt í mæður þeirra líka.
Og hvað er þetta með handrukkara? Þetta er í annað skipti sem svoliðis pakk er eitthvað að gaufast nálægt mínu lífi, en langtímalesendur muna kannski eftir þessu.
Og ég er ekki einu sinni glæpamaður, að neinu ráði.
Allavega, í dag er planað ferðalag í Góða hirðinn, Ikea og Rúmfatalagerinn og huxanlega fleiri staði og vonandi verður allt bráðnauðsynlegt innbú komið í mína eigu eftir þá ferð.
20.10.04
Nú fékk ég taugaáfall.
Er þar að auki standandi hlessa og kjaftstopp.
Fékk send blóm í vinnuna!
Og fór næstum að grenja.
Allir þeir fjölmörgu sem hafa reynt að telja mér trú um, í gegnum tíðina, að rómantíkin sé dauð og úrelt í heiminum skulu hér með gerðir afturreka með orð sín og fá að éta þau ofan í sig með siginni grásleppu.
Nú ætla ég út í bæ og spóka mig í sólinni, nokkrum metrum fyrir ofan jörðina.
Er þar að auki standandi hlessa og kjaftstopp.
Fékk send blóm í vinnuna!
Og fór næstum að grenja.
Allir þeir fjölmörgu sem hafa reynt að telja mér trú um, í gegnum tíðina, að rómantíkin sé dauð og úrelt í heiminum skulu hér með gerðir afturreka með orð sín og fá að éta þau ofan í sig með siginni grásleppu.
Nú ætla ég út í bæ og spóka mig í sólinni, nokkrum metrum fyrir ofan jörðina.
Vér heilsum með kátu geði á þessum skjólfríða degi á vetri komanda.
Ástæða kæti vorrar er fyrst og fremst dásemdarlagið sem fannst í nýja símanum mínum og var sett sem sem vekjunarhljóð. Nú verða allir dagar kátir á meðan símtæki þetta verður við lýði.
Einnig er runninn upp dagur undirritunar kaupsamnings, bjartur og fagur með minna roki, og er það vel.
Ennfremur dagur plöggs. Fer á eftir í ferðalag um miðbæinn til að hengja upp veggspjöld í tilefni af stuttverkahátíðinni Margt smátt sem haldin veriður í Borgarleikhúsinu á laugardaginn komanda kl. 20.00. Þar verða sýnd 11 stuttverk frá ýmsum félögum bandalaxins og er það mín trú og vissa að það verði bezta skemmtan. Miðaverð kr. 2.100 og miðapantanir eru í miðasölu Borgarleikhússins.
Tóm gleði, hamingja, annríki og taugadrulla, þó án teljandi geðbólga.
2 dagar í fyrirhugaða afhendingu íbúðar og... kannski fleirs.
Ástæða kæti vorrar er fyrst og fremst dásemdarlagið sem fannst í nýja símanum mínum og var sett sem sem vekjunarhljóð. Nú verða allir dagar kátir á meðan símtæki þetta verður við lýði.
Einnig er runninn upp dagur undirritunar kaupsamnings, bjartur og fagur með minna roki, og er það vel.
Ennfremur dagur plöggs. Fer á eftir í ferðalag um miðbæinn til að hengja upp veggspjöld í tilefni af stuttverkahátíðinni Margt smátt sem haldin veriður í Borgarleikhúsinu á laugardaginn komanda kl. 20.00. Þar verða sýnd 11 stuttverk frá ýmsum félögum bandalaxins og er það mín trú og vissa að það verði bezta skemmtan. Miðaverð kr. 2.100 og miðapantanir eru í miðasölu Borgarleikhússins.
Tóm gleði, hamingja, annríki og taugadrulla, þó án teljandi geðbólga.
2 dagar í fyrirhugaða afhendingu íbúðar og... kannski fleirs.
19.10.04
Fauk í vinnuna.
Var alvarlega að huxa um að vera í verkfalli vegna veðurs, á öllum vígstöðvum. Panta tíma hjá ríkissáttasemjara til að semja um veðrið. Fór líka að huxa um allan þennan vind. Hann fer svo hratt að hann hlýtur að hafa farið marga hringi í kringum jörðina síðan í gær. Enda fjúka þakplötur og malbik eins og hráviði um allar jarðir og enginn ræður neitt við neitt.
Og nú er bara um sólarhringur þar til kaup mín á eigins íverustað verður endanlega skjalfestur. Það verður nú ekkert smá viðbjóðslega gaman!
Vona bara að eldgamla húsið mitt standi af sér storminn og fái hvorki þakplötur eða malbik inn um stofugluggann.
Er farin á alla vefi sem eru undir "heimili" á leit.is að skoða leirtau og standlampa.
Var alvarlega að huxa um að vera í verkfalli vegna veðurs, á öllum vígstöðvum. Panta tíma hjá ríkissáttasemjara til að semja um veðrið. Fór líka að huxa um allan þennan vind. Hann fer svo hratt að hann hlýtur að hafa farið marga hringi í kringum jörðina síðan í gær. Enda fjúka þakplötur og malbik eins og hráviði um allar jarðir og enginn ræður neitt við neitt.
Og nú er bara um sólarhringur þar til kaup mín á eigins íverustað verður endanlega skjalfestur. Það verður nú ekkert smá viðbjóðslega gaman!
Vona bara að eldgamla húsið mitt standi af sér storminn og fái hvorki þakplötur eða malbik inn um stofugluggann.
Er farin á alla vefi sem eru undir "heimili" á leit.is að skoða leirtau og standlampa.
18.10.04
Hrós daxins fær hún Helga sem vinnur á móti mér á DV. Við höfum aldrei hist, en það fer jafnan vel á með okkur í tölvupósti. Ég skrifaði henni áðan og fór þess, ósköp varlega, á leit við hana að hún ynni fyrir mig á föstudagskvöldið og sagði henni undan og ofan af ástæðum þess að ég vildi vera heima og gera íbúðina mína íveruhæfa. Hún var ekkert smá til í það, hafði meira en fullan skilning á aðstæðum, og krafðist þess ennfremur að fá að vinna fyrir mig sunnudaginn líka.
Þá get ég reynt að sjá Sweeny Todd!
Eða bara verið heima hjá mér að svamla í stóra baðkarinu mínu.
Þar með er hún Helga endanlega komin í dýrðlingatölu sem sennilega verður aldrei af henni skafin.
Þá get ég reynt að sjá Sweeny Todd!
Eða bara verið heima hjá mér að svamla í stóra baðkarinu mínu.
Þar með er hún Helga endanlega komin í dýrðlingatölu sem sennilega verður aldrei af henni skafin.
Ljómandi brjáluð helgi.
Fór á ölstofur með kumpánum mínum.
Og nú er kominn vetur. Það er ískalt í gegnum merg og bein þó maður fari í öll fötin sem maður á.
Er komin í vinnuna, án þess að vera alls kostar vöknuð.
Faðir minn elskulegur er í bænum, mikið kátur yfir kosningasigri kommúnista fyrir austan. Í kvöld ætlum við systur að samfagna honum.
Í dag ætla ég að klára að vinna fundargerð haustfundar og fara síðan heim og byrja að taka til/pakka niður herberginu mínu, í trausti þess að afhending íbúðar minnar verði á föstudag eins og umtalað var. Ó hvað ég vona það, kemst sennilega að því við undirritun kaupsamnings á miðvikudag.
Það er annars svo hryllilega kalt úti að ég er að hugsa um að hafa vetursetu hér í vinnunni og fara ekki aftur út úr húsi fyrr en vorar.
Fór á ölstofur með kumpánum mínum.
Og nú er kominn vetur. Það er ískalt í gegnum merg og bein þó maður fari í öll fötin sem maður á.
Er komin í vinnuna, án þess að vera alls kostar vöknuð.
Faðir minn elskulegur er í bænum, mikið kátur yfir kosningasigri kommúnista fyrir austan. Í kvöld ætlum við systur að samfagna honum.
Í dag ætla ég að klára að vinna fundargerð haustfundar og fara síðan heim og byrja að taka til/pakka niður herberginu mínu, í trausti þess að afhending íbúðar minnar verði á föstudag eins og umtalað var. Ó hvað ég vona það, kemst sennilega að því við undirritun kaupsamnings á miðvikudag.
Það er annars svo hryllilega kalt úti að ég er að hugsa um að hafa vetursetu hér í vinnunni og fara ekki aftur út úr húsi fyrr en vorar.
17.10.04
Í fréttum er þetta helst.
- Er að bíða eftir því að forsíðu DV á morgun verði fleygt í alsaklaust og skelþunnt höfuð mitt til yfirlestrar. Er búin að sjá hluta úr fyrirsögn og það verður einhver hroðinn.
- Snobbkvöld endaði hjá okkur systrum á tónleikum með ofurgrúppunni Helga og hljóðafæraleikurunum á Rósenberg. Það má vera að snobbformið henti okkur systrum ekki alfarið.
Og nú má lesa forsíðuna.
- Er að bíða eftir því að forsíðu DV á morgun verði fleygt í alsaklaust og skelþunnt höfuð mitt til yfirlestrar. Er búin að sjá hluta úr fyrirsögn og það verður einhver hroðinn.
- Snobbkvöld endaði hjá okkur systrum á tónleikum með ofurgrúppunni Helga og hljóðafæraleikurunum á Rósenberg. Það má vera að snobbformið henti okkur systrum ekki alfarið.
Og nú má lesa forsíðuna.
15.10.04
Lallalllah!
Við faðir minn settum í spíttgírinn í gær, tókst að koma einum pappír austur og í gegnum þinglýsingu á mettíma. Sem þýðir aftur að nú get ég skrifað undir kaupsamning á miðvikudag! Lallalllah! Og það er verið að finna tíma hjá fasteignasölunni. Lallallah! og þá er bara að vona að seljandi verði búinn að skrúfa skáphurðirnar á og pakka saman afgangs skrúfunum sínum á föstudag eftir slétta viku! Lallallah!
Finnst best að hlutir gerist annað hvort núna, eða strax. Ætla í gönguferð fram hjá húsinu mínu á eftir og reyna að ímynda mér hvernig sófi kemst í pínulitlu stofuna mína. Eins, mynda mér skoðun á því hvernig leirtau hæfir mínum persónuleika. Og prjónakarfa. Einhverntíma ætla ég síðan að komast í Rúmfatalagerinn og Ikea.
Boy, hvað ég er fullorðin í dag!
Skömmu síðar:
Endanlega staðfest að gerð kaupsamnings verður framin á miðvikudag.
Lallallah!
Við faðir minn settum í spíttgírinn í gær, tókst að koma einum pappír austur og í gegnum þinglýsingu á mettíma. Sem þýðir aftur að nú get ég skrifað undir kaupsamning á miðvikudag! Lallalllah! Og það er verið að finna tíma hjá fasteignasölunni. Lallallah! og þá er bara að vona að seljandi verði búinn að skrúfa skáphurðirnar á og pakka saman afgangs skrúfunum sínum á föstudag eftir slétta viku! Lallallah!
Finnst best að hlutir gerist annað hvort núna, eða strax. Ætla í gönguferð fram hjá húsinu mínu á eftir og reyna að ímynda mér hvernig sófi kemst í pínulitlu stofuna mína. Eins, mynda mér skoðun á því hvernig leirtau hæfir mínum persónuleika. Og prjónakarfa. Einhverntíma ætla ég síðan að komast í Rúmfatalagerinn og Ikea.
Boy, hvað ég er fullorðin í dag!
Skömmu síðar:
Endanlega staðfest að gerð kaupsamnings verður framin á miðvikudag.
Lallallah!
14.10.04
Fór að lesa bloggið mitt lengst aftur í tímann. Þar kennir ýmissa grasa. Og margt fyndið, sem og dramatískt. Og á köflum má Bridget Jones hreinlega vara sig. Svo hafa menn jafnvel kastað fram stökum í kommentakerfinu og hvaðeina.
Allavega datt mér í hug að fara að vista þessa heimild einhvers staðar í "bakköpp". Jafnvel spurning um að leggja einhvern tíma í að prenta allt heila draslið út, og kommentin líka, og setja í möppur. Ég er mjög hrifin af möppum. Sé fyrir mér heila hillu eftir nokkur ár. Eina fyrir hvert ár og svo mismunandi lit aðgreiningarspjöld fyrir mánuði... Jesús hvað það væri gaman. Röðunarröskunin er alveg að fá byr undir alla vængi.
Strúmm.
Allavega datt mér í hug að fara að vista þessa heimild einhvers staðar í "bakköpp". Jafnvel spurning um að leggja einhvern tíma í að prenta allt heila draslið út, og kommentin líka, og setja í möppur. Ég er mjög hrifin af möppum. Sé fyrir mér heila hillu eftir nokkur ár. Eina fyrir hvert ár og svo mismunandi lit aðgreiningarspjöld fyrir mánuði... Jesús hvað það væri gaman. Röðunarröskunin er alveg að fá byr undir alla vængi.
Strúmm.
Fór að leita að Leiðarvísi í ástarmálum eftir Ingimund gamla og maddömu Tobbu sem á að vera til heima hjá okkur stöllum.
(Ætlaði reynar að finna þessa bók í síðustu viku til að maður vissi nú hvernig maður ætti að bera sig að við mannaveiðar, en það reyndist... ónauðsynlegt. Þarna er hins vegar líka að finna hvernig hin fullkomna eiginkona á að haga sér þannig að það er þá kannski bara hægt að fara að glugga í það.)
Við fundum hins vegar ekki þá ágætu bók, en í staðinn rakst Ásta á bókina "How to spot a B*stard by starsign."
Það er skemmtileg og aðvarandi lesning. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að allir karlmenn eru bastarðar og aðeins er áherslumunur eftir stjörnumerkjum. Gott að hafa mismuninn á hreinu, samt sem áður. Maður er sem sagt alltaf í vondum málum, en rétt að vita á hvaða hátt.
Blanda því saman við hollráð maddömunar þegar hún finnst og þá hlýtur þetta að verða allt eins og blómstrið eina...
(Ætlaði reynar að finna þessa bók í síðustu viku til að maður vissi nú hvernig maður ætti að bera sig að við mannaveiðar, en það reyndist... ónauðsynlegt. Þarna er hins vegar líka að finna hvernig hin fullkomna eiginkona á að haga sér þannig að það er þá kannski bara hægt að fara að glugga í það.)
Við fundum hins vegar ekki þá ágætu bók, en í staðinn rakst Ásta á bókina "How to spot a B*stard by starsign."
Það er skemmtileg og aðvarandi lesning. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að allir karlmenn eru bastarðar og aðeins er áherslumunur eftir stjörnumerkjum. Gott að hafa mismuninn á hreinu, samt sem áður. Maður er sem sagt alltaf í vondum málum, en rétt að vita á hvaða hátt.
Blanda því saman við hollráð maddömunar þegar hún finnst og þá hlýtur þetta að verða allt eins og blómstrið eina...
13.10.04
Er komin með kvíðaröskun vegna frestunar á undirritun kaupsamnings.
Vaknaði í taugaáfalli í morgun eftir að hafa dreymt að Snorra Emils og einhverjum hafi verið seld íbúðin mín. Held það geti verið að ég sé að missa vitið.
Og ég held að rafkerfið í bílnum sé að gefast upp. Rafmagnsljósið blikkar oft, sérstaklega í rigningu, sem er oft, og ljósin lýsa ekki hálfa sjón. Veit ekki hvenær í skratt ég á að komast með hann á verkstæði. Veit ekki einu sinni um verkstæði. Garg!
Ókei... anda... huxa zen og feng shui...
Vaknaði í taugaáfalli í morgun eftir að hafa dreymt að Snorra Emils og einhverjum hafi verið seld íbúðin mín. Held það geti verið að ég sé að missa vitið.
Og ég held að rafkerfið í bílnum sé að gefast upp. Rafmagnsljósið blikkar oft, sérstaklega í rigningu, sem er oft, og ljósin lýsa ekki hálfa sjón. Veit ekki hvenær í skratt ég á að komast með hann á verkstæði. Veit ekki einu sinni um verkstæði. Garg!
Ókei... anda... huxa zen og feng shui...
12.10.04
Það einmanalegasta sem ég geri, nokkurn tíma, er að þurfa að fara út í 10-11 um kvöldmatarleytið og kaupa mér plastbakkamat til að borða alein á skrifstofunni minni. Mér finnst allt í lagi að þurfa að kaupa plastbakkamat á bensínstöð sem ég þarf svo að borða á leikæfingu. Það er allt annað. Eins finnst mér allt í lagi að borða ein heima hjá mér. Treysti mér alfarið til að elda eina kjötbollu eða búa til eitt salat. Ekki málið.
En að borða einn á skrifstofunni sinni er bara vont.
Þá er maður einn í heiminum.
Best að skrifa eitthvað einstaklega einmanalegt í leikritið.
En að borða einn á skrifstofunni sinni er bara vont.
Þá er maður einn í heiminum.
Best að skrifa eitthvað einstaklega einmanalegt í leikritið.
- Geðraskanir af krónískri syfju.
- Þarf að skrifa eins og hálft leikrit í dag og þar með halda mér vakandi alveg uppá eigin spýtur.
- 10 dagar í afhendingu íbúðar minnar, sem allt í einu er algjörlega strangnauðsynlegt að gerist á réttum tíma, af óprenthæfum ástæðum.
- Pappírar vegna lántöku eru á ferðinni á milli Egilsstaða og höfuðborgar, ekki ljóst hvenær undirritun kaupsamnings gerist.
Þar sem bloggið mitt er óskablogg væri kannski ekki úr vegi að óska eftir því að öll þessi skipulagsatriði gangi nú eins og blómstrið eina og gott betur. Vil samt ekki óska eftir meiri tíma þar sem ég hef grun um að næstu 10 dagar verði nokkuð lengi að líða, þrátt fyrir allt annríki.
Já, og svo náttúrulega óska ég líka eftir heimsfriði, nýjum forseta í Bandaríkin, farsælli lausn á deilu vegna launamála kennarra og nægs skotsilfurs til handa öllum sem ég þekki.
- Þarf að skrifa eins og hálft leikrit í dag og þar með halda mér vakandi alveg uppá eigin spýtur.
- 10 dagar í afhendingu íbúðar minnar, sem allt í einu er algjörlega strangnauðsynlegt að gerist á réttum tíma, af óprenthæfum ástæðum.
- Pappírar vegna lántöku eru á ferðinni á milli Egilsstaða og höfuðborgar, ekki ljóst hvenær undirritun kaupsamnings gerist.
Þar sem bloggið mitt er óskablogg væri kannski ekki úr vegi að óska eftir því að öll þessi skipulagsatriði gangi nú eins og blómstrið eina og gott betur. Vil samt ekki óska eftir meiri tíma þar sem ég hef grun um að næstu 10 dagar verði nokkuð lengi að líða, þrátt fyrir allt annríki.
Já, og svo náttúrulega óska ég líka eftir heimsfriði, nýjum forseta í Bandaríkin, farsælli lausn á deilu vegna launamála kennarra og nægs skotsilfurs til handa öllum sem ég þekki.
11.10.04
Dömur mínar og herrar, þetta er galdrablogg.
Ef ég skrifa á það að mig langi í eitthvað, þá kemur það beinustu leið upp í hendurnar á mér, og það STRAX. Nýlegt dæmi er íbúðin mín. Ennþá nýlegra dæmi er uppskriftin að manninum sem ég setti fram í fíflagangi, haldandi að svoleiðis væri ekki til, í þarsíðustu færslu. Það reyndist vera svakalega rangt. Þessi er ekki bara til, heldur er líka heilum haug af öðrum mannkostum búinn og var á glámbekk. Málið er í athugun og verður útlistað betur síðar.
Er annars alvarlega búin áðí eftir þennan stórskemmtilega haustfund á Akureyri. Þarf samt að vinna algjörlega tvöfalt í dag og fara síðan á Memento æfingu. Veit ekki hvað ég heiti, hversu mörgum puttum neinn heldur upp fyrir framan mig eða hver er forseti.
Er líka eiginlega með samviskubit. Veit ekki alveg hvers vegna alheiminum finnst allt í einu svona sjálfsagt að ég fái alltaf allt sem ég vil...
Það hlýtur að koma að skuldadögum...
Ef ég skrifa á það að mig langi í eitthvað, þá kemur það beinustu leið upp í hendurnar á mér, og það STRAX. Nýlegt dæmi er íbúðin mín. Ennþá nýlegra dæmi er uppskriftin að manninum sem ég setti fram í fíflagangi, haldandi að svoleiðis væri ekki til, í þarsíðustu færslu. Það reyndist vera svakalega rangt. Þessi er ekki bara til, heldur er líka heilum haug af öðrum mannkostum búinn og var á glámbekk. Málið er í athugun og verður útlistað betur síðar.
Er annars alvarlega búin áðí eftir þennan stórskemmtilega haustfund á Akureyri. Þarf samt að vinna algjörlega tvöfalt í dag og fara síðan á Memento æfingu. Veit ekki hvað ég heiti, hversu mörgum puttum neinn heldur upp fyrir framan mig eða hver er forseti.
Er líka eiginlega með samviskubit. Veit ekki alveg hvers vegna alheiminum finnst allt í einu svona sjálfsagt að ég fái alltaf allt sem ég vil...
Það hlýtur að koma að skuldadögum...
8.10.04
Uppskrift að Hinum Eina Rétta.
Opinn og skemmtilegur... án þess þó að vera síblaðrandi fábjáni.
Orðvar... án þess þó að vera þumbaralegur leiðindapúki.
Með góða stjórn á peningamálum... án þess þó að vera nískur.
Ekki latur... ekki ofvirkur.
Ekki þunglyndur... ekki hórkarl.
Ekki hræddur við skuldbindingar, sérstaklega ekki með mér.
Svo verður hann náttúrulega að vera til í að hlæja með mér, hugga mig þegar ég grenja, bera fyrir mig þunga hluti, eignast öll börnin með mér á meðan ég er ung og ferðast með mér þegar ég verð gömul.
Að hugsa sér. Ég er nokkuð viss um að fyrir ekkert svo svakalega löngu síðan þótti ekkert af þessu til of mikils ætlast. Það hefði ekki þurft að taka neitt af þessu sérstaklega fram. Hvenær tóku karlmenn heimsins sig saman og ákváðu, langflestir sem einn, að verða dysfúnksjónal ólíkindatól?
Opinn og skemmtilegur... án þess þó að vera síblaðrandi fábjáni.
Orðvar... án þess þó að vera þumbaralegur leiðindapúki.
Með góða stjórn á peningamálum... án þess þó að vera nískur.
Ekki latur... ekki ofvirkur.
Ekki þunglyndur... ekki hórkarl.
Ekki hræddur við skuldbindingar, sérstaklega ekki með mér.
Svo verður hann náttúrulega að vera til í að hlæja með mér, hugga mig þegar ég grenja, bera fyrir mig þunga hluti, eignast öll börnin með mér á meðan ég er ung og ferðast með mér þegar ég verð gömul.
Að hugsa sér. Ég er nokkuð viss um að fyrir ekkert svo svakalega löngu síðan þótti ekkert af þessu til of mikils ætlast. Það hefði ekki þurft að taka neitt af þessu sérstaklega fram. Hvenær tóku karlmenn heimsins sig saman og ákváðu, langflestir sem einn, að verða dysfúnksjónal ólíkindatól?
7.10.04
Nú er vinnugeðstrop.
Eins gott að íbúðakaupaþróunarmál eru ekki í mínum höndum í augnablikinu. Pappírar verða að ferðast fram og til baka á milli Egilsstaða og Reykjavíkur næstu daga og jafnvel vikur í því skyni að mér lánist einhverjar millur til að geta borgað út og skrifað undir. Það gerist væntanlega ekki fyrr en í sömu viku og afhending á að fara fram en í dag eru tvær vikur, nánast sléttar, þangað til það á að gerast.
Um helgina er haustfundur Bandalaxins míns á Akureyri og þar mun verða komið einhverju skikki á skipulag leiklistarhátíðar sem við höldum þar í bæ næsta sumar.
Upp er einnig runnin skriftörn í M&M. Einhvers staðar inn á milli vinnanna og fundanna þarf ég að finna einhverja klukkutíma til að liggja í því. Hlakka reyndar ógurlega til, yfirleitt gaman þegar við setjumst niður saman, tölvan og ég.
Vinnugeðstropi heldur reyndar áfram út þennan ágæta mánuð, eftir því sem ég best fæ séð, og eitthvað verður lítið um svigrúm til neins. Geðbólgur sökum annarra hluta verða að bíða.
En öll vitleysan endar svo væntanlega á hamslausri gleði og hamingju í nýju íbúðinni og ferð til Færeyja.
Eins gott að íbúðakaupaþróunarmál eru ekki í mínum höndum í augnablikinu. Pappírar verða að ferðast fram og til baka á milli Egilsstaða og Reykjavíkur næstu daga og jafnvel vikur í því skyni að mér lánist einhverjar millur til að geta borgað út og skrifað undir. Það gerist væntanlega ekki fyrr en í sömu viku og afhending á að fara fram en í dag eru tvær vikur, nánast sléttar, þangað til það á að gerast.
Um helgina er haustfundur Bandalaxins míns á Akureyri og þar mun verða komið einhverju skikki á skipulag leiklistarhátíðar sem við höldum þar í bæ næsta sumar.
Upp er einnig runnin skriftörn í M&M. Einhvers staðar inn á milli vinnanna og fundanna þarf ég að finna einhverja klukkutíma til að liggja í því. Hlakka reyndar ógurlega til, yfirleitt gaman þegar við setjumst niður saman, tölvan og ég.
Vinnugeðstropi heldur reyndar áfram út þennan ágæta mánuð, eftir því sem ég best fæ séð, og eitthvað verður lítið um svigrúm til neins. Geðbólgur sökum annarra hluta verða að bíða.
En öll vitleysan endar svo væntanlega á hamslausri gleði og hamingju í nýju íbúðinni og ferð til Færeyja.
6.10.04
Well, there aint no use to sit and wonder why, babe
even if you don't know by now
Tölfræði getur komið manni skemmtilega á óvart.
There aint no use to sit and wonder why, babe
it'll never do somehow
Svona ef maður fer að reikna.
When the rooster crows at the brake of dawn...
Þetta er þriðja árið í röð sem ég fæ minnst eitt dömp á ári.
...look out your window and I'll be gone...
Fékk reyndar 2 árið 2002.
...you're the reason I'm travelling on...
Þar áður dömpaði ég nokkur ár í röð. Sleppti því reyndar 1998 og 2000, enda var 1999 óvenju afdrifaríkt.
Það skyldi því kannski engan undra þó maður sé búinn að þróa með sér ákveðna fælni og vonleysi og þar að auki komin með sálartötrið í rassgatið.
Skyldi dálæti mitt á þessu lagi með Bob Dylan hafa einhver kosmísk áhrif þannig að það eigi ævinlega vel við minnst einu sinni á ári?
...don't think twice it's all right
Eigi skal nú samt gráta Björn bónda eða drepast ofan í klofið á sér, heldur safna liði og kanna leiðir til úrbóta.
Úrbót 1 Ég er greinilega ekki góð í að hafa stjórn á þessum málum. Ein keeelling í klíkunni hefur náð þeim árangri að verða "eiginkona". Henni hefur verið falin stjórn forvals. Þegar síðan kemur að endanlegri kosningu verður málið sett í Nefnd Útvaldra.
Úrbót 2 Um næstu áramót ætla ég að stela áramótaheiti Ross frá því einhverntíma og segja "Engir Skilnaðir 2005". Reyna svo að fylgja því eftir. Þó það þýði Engir Menn 2005. (Gæti reyndar verið álíka raunsæislegt og Reyklaust Ísland árið 2000, þar sem hórdómsafköst vor ná jafnan út yfir allan þjófabálk, en það má reyna.)
Næsta lag á Dylan disknum mínum er Times are changing. Legg mikinn og djúpan skilning í það.
Á sama tíma skal Feng Shui heimilisins haldið í stöðugu jafnvægi, grænbláir þörungar étnir í akkorði og andlegum afturbata náð í gegnum innhverfa íhugun við prjón.
even if you don't know by now
Tölfræði getur komið manni skemmtilega á óvart.
There aint no use to sit and wonder why, babe
it'll never do somehow
Svona ef maður fer að reikna.
When the rooster crows at the brake of dawn...
Þetta er þriðja árið í röð sem ég fæ minnst eitt dömp á ári.
...look out your window and I'll be gone...
Fékk reyndar 2 árið 2002.
...you're the reason I'm travelling on...
Þar áður dömpaði ég nokkur ár í röð. Sleppti því reyndar 1998 og 2000, enda var 1999 óvenju afdrifaríkt.
Það skyldi því kannski engan undra þó maður sé búinn að þróa með sér ákveðna fælni og vonleysi og þar að auki komin með sálartötrið í rassgatið.
Skyldi dálæti mitt á þessu lagi með Bob Dylan hafa einhver kosmísk áhrif þannig að það eigi ævinlega vel við minnst einu sinni á ári?
...don't think twice it's all right
Eigi skal nú samt gráta Björn bónda eða drepast ofan í klofið á sér, heldur safna liði og kanna leiðir til úrbóta.
Úrbót 1 Ég er greinilega ekki góð í að hafa stjórn á þessum málum. Ein keeelling í klíkunni hefur náð þeim árangri að verða "eiginkona". Henni hefur verið falin stjórn forvals. Þegar síðan kemur að endanlegri kosningu verður málið sett í Nefnd Útvaldra.
Úrbót 2 Um næstu áramót ætla ég að stela áramótaheiti Ross frá því einhverntíma og segja "Engir Skilnaðir 2005". Reyna svo að fylgja því eftir. Þó það þýði Engir Menn 2005. (Gæti reyndar verið álíka raunsæislegt og Reyklaust Ísland árið 2000, þar sem hórdómsafköst vor ná jafnan út yfir allan þjófabálk, en það má reyna.)
Næsta lag á Dylan disknum mínum er Times are changing. Legg mikinn og djúpan skilning í það.
Á sama tíma skal Feng Shui heimilisins haldið í stöðugu jafnvægi, grænbláir þörungar étnir í akkorði og andlegum afturbata náð í gegnum innhverfa íhugun við prjón.
5.10.04
Er búin að vera í alvarlega innanhúsarkítektúrlegum spekúleringum í morgun og er farin að horfa mjög alvarlegum augum á standlampa og matarstell, hvað þá annað. Næsta mál á dagskrá er að þræða antíkbúðir og sollis í miðbænum. Hef augastað á tveimur.
Er allt í einu hryllilega fegin að eiga ekkert og geta tekið allskyns "mikilvægar" ákvarðanir. Íbúðamál standa þannig að ég skrifa undir um leið og ógrynni af ímynduðum peningum hafa streymt í minn vasa. Afhending eftir tvær og hálfa viku. Kem til með að skemmta mér við innanhúshönnun hvers konar fram að jólum.
Jiminn hvað þetta er gaman! Þarf að fara að lesa Feng Shui... og leiðarvísi í ástarmálum eftir maddömmu Tobbu og Ingimund gamla.
Örlitlu síðar:
Snilld! Raxt á þetta:
How Feng Shui Can Help Your Love Life
* Have you been looking for love without success, for what feels like forever?
* Do you wonder why you can't seem to meet someone who is right for you, or why you can't hold on to that person when you eventually do connect?
Feng Shui rúlar!
Er allt í einu hryllilega fegin að eiga ekkert og geta tekið allskyns "mikilvægar" ákvarðanir. Íbúðamál standa þannig að ég skrifa undir um leið og ógrynni af ímynduðum peningum hafa streymt í minn vasa. Afhending eftir tvær og hálfa viku. Kem til með að skemmta mér við innanhúshönnun hvers konar fram að jólum.
Jiminn hvað þetta er gaman! Þarf að fara að lesa Feng Shui... og leiðarvísi í ástarmálum eftir maddömmu Tobbu og Ingimund gamla.
Örlitlu síðar:
Snilld! Raxt á þetta:
How Feng Shui Can Help Your Love Life
* Have you been looking for love without success, for what feels like forever?
* Do you wonder why you can't seem to meet someone who is right for you, or why you can't hold on to that person when you eventually do connect?
Feng Shui rúlar!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)